Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 4

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 4
En þegar málin eru komin á dagskrá, sýnir sig, að það er allra hagur að not- færa sér getuna, sem þekking og tækni nútímans býður til að jafna svo um mun- ar aðstöðumuninn, sem af örkumlun staf- ar. Lífshamingja einstaklingsins, sem í hlut á, og hagur samfélagsins, sem hann telst til, fara í þessu efni svo algerlega saman, að á betra verður ekki kosið. Hugmyndin um velferðarþjóðfélag bygg- ist einmitt á því, að hið forna og til skamms tíma virðingarverða góðgerða- sjónarmið, er úrelt í samfélagi nútímans. Það sem þar er unnið í þágu hópsins,, sem þarfnast sérstakrar fyrirgreiðslu og umönnunar til að gerast sjálfbjarga, á ekkert skylt við gustukaverk. Samfélags- ráðstafanir, sem miða að því að veita þeim, sem við bæklun búa, skilyrði til að sjá sér farborða og taka þátt í þjóðlífinu, miða að velferð samfélagsins alls. Þeirra vegna verður heildin auðugri bæði af lífsham- ingju og lífsgæðum en ella. En það er nokkuð undir hælinn lagt, hvort nýtt eru úrræði, sem til boða standa til að greiða götu fólks, sem ekki er heilt heilsu, ef skortir aðila, sem lítur á það sem sérstakt hlutverk sitt að vekja bæði athygli á þörfinni, sem um er að ræða og úrbótum, sem völ er á til að fullnægja henni. Sjálfsbjörg hefur tekið að sér þetta verkefni og rækt það af dugnaði. En á slíku starfi getur aldrei orðið lát eðli máls- ins samkvæmt, því stöðugt breytast þarf- irnar og nýir möguleikar koma í ljós. Starf Sjálfsbjargar hefur hingað til og verður áfram nauðsynlegur þáttur í sókn íslendinga til bættra samfélagshátta og hamingjuríkara þjóðlífs. Magnús T. Ólafsson. Efnisyfirlii: Magnús Torfi Ólafsson: Ávarp .............. bls. 3 Adda Bára Sigfúsdóttir: Almannatryggingar og öryrkjar ............................... — 3 Unnur Guttormsdóttir: Halliwick-aðferðin .. — 7 Tor-Albert Henni: Foreldrafræðsla ........... — 10 Þorsteinn Sigurðsson: Skóli fyrir hreyfi- hamlaða ................................... — 13 Kristján frá Djúpalæk: Styrjöldin við flóna — 16 14. þingið .................................. — 20 Trausti Sigurlaugsson: Vinnu- og dvalar- heimilið .................................. — 26 Bréf frá Pálínu frænku ...................... — 28 8. þing Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum — 32 Spjallað í spaugi ......................... — 34 Limasmíðaverkstæði Arnórs Halldórssonar . — 36 Stoðtækjaverkstæðið Össur hf............... — 37 Ólafur Júliusson: Skipulag með tilliti til fatlaðra ................................ — 38 Vinningaskrá .............................. — 42 Stafaþraut ................................ — 45 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra ........ — 31 Forsíðuteikning: Bjarni Jónsson listmálari. Forsíðumynd: Gerde Malcow. 4 ,9 JÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.