Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Side 10
r------------------------------------> TOR-ALBERT HENNI, FORMAÐUR LANDS- SAMRANDS FATLAÐRA í NOREGI: F oreldrafræðsla FRÆÐSLA, KYNNING, HELGARNÁMSKEIÐ, RARNABÚÐIR, SAMVINNA. Að enduðum sjötta áratug þessarar ald- ar fór það að renna upp fyrir okkur hér í Noregi, að fötluð börn áttu við ýmiss konar vanrækslu að búa. Áhugi yfirvald- anna beindist nær eingöngu að venjulegri skólagöngu þeirra frá og með sjö ára aldri, en raunverulega varð barnið eða ungling- urinn fyrst þjóðfélagslegt vandamál um 18 ára aldurinn, þegar meta skyldi, hvort hann væri fær um að taka þátt í venju- legu atvinnulífi, eða þarfnaðist örorkulíf- eyris. Landssambandi fatlaðra í Noregi hefur lengi verið ljóst, að eitthvað sér- stakt þarf að gera fyrir þau börn, sem minnsta hreyfigetu hafa, og hafa skólar verið reistir að öllu sniðnir við þeirra hæfi. Árið 1967 skipulagði Landssambandið í fyrsta skipti sumarbúðir fyrir foreldra fatlaðra barna, og voru sérstakar búðir fyrir börnin. Það lá í hlutarins eðli, að sambandið vildi engum mismuna, svo að foreldrum allavega fatlaðra barna var boð- ið saman. Þetta var upphaflega nokkurs- konar tilraunafræðslustofnun, þar sem for- eldrarnir voru fræddir um réttindi sín og skyldur. Haldnir voru fyrirlestrar um mis- munandi og ólík fyrirbrigði fötlunar. Rætt var um fæðingu vanskapaðra barna, eða það augnablik, þegar foreldrar uppgötva, að barn þeirra er fatlað með einhverjum hætti. Skýrð voru réttindi, þegar um var að ræða greiðslur ríkis og annarra opin- berra aðila, og upplýsingar veittar um dagheimili og leikvelli. Sýndar voru ýmsar aðferðir við að þjálfa börnin, aðferðir, sem foreldrarnir sjálfir gátu hagnýtt sér, til dæmis talkennsla. Einnig var foreldrun- um hjálpað til að glöggva sig á aðstæð- um, þegar fatlað barn fer að sækja skóla 10 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.