Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 20

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Page 20
14. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra HALDIÐ í HÓTEL MÆLIFELLI, SAUÐÁRKRÓKI, DAGANA 10.-12. JÚNÍ 1972 v---------—------------------------' Setningarathöfnin hófst með því, að for- maður félagsins á Sauðárkróki, Ingvaldur Benediktsson, bauð þingfulltrúa velkomna. Þá flutti sóknarpresturinn, séra Tómas Sveinsson, hugleiðingu. Síðan flutti for- maður landssambandsins, Theódór A. Jóns- son, ræðu og setti þingið. Ræddi hann m. a. um þá þýðingu, sem starfsemi samtakanna hefði og framtíðar- verkefni. Theodór minntist fyrsta for- manns samtakanna, Emils Andersen frá Akureyri, en hann lézt 18. október 1971. Þingforsetar voru kjörnir: Sigursveinn D. Kristinsson, Reykjavík, og Ingvaldur Benediktsson, Sauðárkróki. Þingritarar: Pétur Þorsteinsson, Reykja- vík, Sigmar Ó. Maríusson, Reykjavík, Dagur Brynjúlfsson, Reykjavík, Jón G. Pálsson, Akureyri, Pálína Snorradóttir, Hveragerði og Þórður Jóhannsson, Hvera- gerði. Þingið sátu 52 fulltrúar frá 11 félögum. Fluttar voru skýrslur stjórnar og fram- kvæmdastjóra og ennfremur skýrslur allra félaganna, en þau eru 12 með 1176 virka félaga. Úr skýrslu sljórnar- og f ramk væmdasi j óra: Starfsemi skrifstofunnar var með sama sniði og áður. Til hennar leita sífellt fleiri einstaklingar og eru þeim veittar leiðbein- ingar og aðstoð, útveguð hjálpartæki og fleira. Framkvæmdum við vinnu- og dvalar- heimilið miðaði allvel áfram. Gert er ráð fyrir, að dvalarheimilið taki til starfa næsta vetur. Fyrirhugað er að steypa 20 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.