Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 37
t----------------•>.
Stoðtækja-
verkstæðið
• •
Ossur h.f.
Nýtt stoðtækjaverkstæði hefur nú hafið
starfsemi sína og nefnist það Össur hf.
Það er Össur Kristinsson, stoðtækja-
smiður, sem veitir því forstöðu, en hann
kom heim frá Svíþjóð sumarið 1970, að af-
loknu sjö ára námi í þeirri grein.
Það varð að ráði, að eftirtaldir aðilar
stofnuðu hlutafélag um reksturinn: Össur
Kristinsson og fulltrúar Sjálfsbjargar l.s.f.,
Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra, S.l.B.S.
og Styrktarfélag vangefinna. — Stjórn
Össurar hf. skipa: Svavar Pálsson formað-
ur (S.L.F.), Kjartan Guðnason (S.f.B.S.)
og Torfi Tómasson fulltrúi Styrktarfélags
vangefinna, en Jóhann Guðmundsson lækn-
ir, mun taka sæti hans í stjórninni innan
skamms. Framkvæmdastjóri er, sem áður
segir, Össur Kristinsson.
Félagið tók á leigu 200 fermetra hús-
næði á jarðhæð í húsi Sjálfsbjargar við
Hátún 12. Verkstæðið tók til starfa 1. okt.
s. 1. en það var ekki fyrr en í apríl, að
allar nauðsynlegar vélar voru fyrir hendi.
Þarna vinna nú fjórir menn, og hefur
verkstæðið yfir að ráða fullkomnum véla-
kosti.
Framleiddir eru gervilimir, stoðtæki,
stuðningsbelti fyrir bakveikt fólk, innlegg
í skó, ásamt ýmsu öðru.
•
Við bjóðum Össur velkominn til starfa
og það er von okkar, að þessu nauðsynja-
máli fatlaðra sé nú vel borgið.
Það hefur þegar sýnt sig, að full þörf
er fyrir rekstur tveggja stoðtækjaverk-
stæða.
SJÁLFSBJÖRG 37