Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 37

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 37
t----------------•>. Stoðtækja- verkstæðið • • Ossur h.f. Nýtt stoðtækjaverkstæði hefur nú hafið starfsemi sína og nefnist það Össur hf. Það er Össur Kristinsson, stoðtækja- smiður, sem veitir því forstöðu, en hann kom heim frá Svíþjóð sumarið 1970, að af- loknu sjö ára námi í þeirri grein. Það varð að ráði, að eftirtaldir aðilar stofnuðu hlutafélag um reksturinn: Össur Kristinsson og fulltrúar Sjálfsbjargar l.s.f., Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra, S.l.B.S. og Styrktarfélag vangefinna. — Stjórn Össurar hf. skipa: Svavar Pálsson formað- ur (S.L.F.), Kjartan Guðnason (S.f.B.S.) og Torfi Tómasson fulltrúi Styrktarfélags vangefinna, en Jóhann Guðmundsson lækn- ir, mun taka sæti hans í stjórninni innan skamms. Framkvæmdastjóri er, sem áður segir, Össur Kristinsson. Félagið tók á leigu 200 fermetra hús- næði á jarðhæð í húsi Sjálfsbjargar við Hátún 12. Verkstæðið tók til starfa 1. okt. s. 1. en það var ekki fyrr en í apríl, að allar nauðsynlegar vélar voru fyrir hendi. Þarna vinna nú fjórir menn, og hefur verkstæðið yfir að ráða fullkomnum véla- kosti. Framleiddir eru gervilimir, stoðtæki, stuðningsbelti fyrir bakveikt fólk, innlegg í skó, ásamt ýmsu öðru. • Við bjóðum Össur velkominn til starfa og það er von okkar, að þessu nauðsynja- máli fatlaðra sé nú vel borgið. Það hefur þegar sýnt sig, að full þörf er fyrir rekstur tveggja stoðtækjaverk- stæða. SJÁLFSBJÖRG 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.