Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 41

Sjálfsbjörg - 01.07.1972, Qupperneq 41
stæðum, og í vissum tilvikum að friða algjörlega borgarsvæði fyrir bílum. Þetta er að vísu hagstætt fólki með skerta hreyfigetu sem öðrum, sem eru í hinni gangandi umferð, en afar óhagstætt þeim fötluðu, sem hafa líkamlega getu til þess að notfæra sér bílinn. Þannig er ekki ein- hlítt að þéttbýli, sem er vel skipulagt frá umferðarlegu sjónarmiði, sé þeim, sem hafa skerta hreyfigetu jafn hagstætt og öðr- um. Hér þarf að koma til viss samræming. Þannig eiga bústaðir eldra fólks og þeirra, sem eru líkamlega fatlaðir að liggja vel við bílaumferð og þar þurfa að vera fyrir hendi bílastæði strax við húsdyr, eigi þau að koma að fullum notum. Bílastæði þurfa að vera rúmbetri en ella, þannig að greið- ur aðgangur sé að báðum hliðum bílsins, og hér gildir ennþá viðmiðunarreglan um hjólastólinn. Á sama hátt kemur bíllinn ekki að fullu gagni, nema að hægt sé að aka honum að vinnustöðum, og þjónustu- bvggingum og komast þar út úr honum innan hæfilegrar fjarlægðar frá ákvörð- unarstað og síðast en ekki sízt af bila- stœðinu á hindrunarlausar gangbrautir. Hér er hvorki tími né vettvangur til þess að ræða húsnæðismál fatlaðra, sem er þó eitt þýðingarmesta atriðið í lífi þeirra. En staðreyndin er sú, að við Islending- ar höfum nú um langan aldur byggt íbúð- ir okkar þannig, að almeimt er eins og í þær eigi aldrei að koma gamalt og ör- vasa fólk, eða fatlaðir einstaklingar. Þannig eru inngangsdyr, stigahús, tröpp- ur, lyftuleysi, hurðir og salerni oftast al- gjör hindrun á því, að mikið fatlað fólk geti hafzt við í meirihluta alls þess íbúðar- húsnæðis, sem byggt hefur verið imdan- farið. Þegar þess er gætt að í fimmtu hverri fjölskyldu má vænta einstaklinga með stórskerta hreyfigetu vegna meðfæddra líkamsgalla, slysa eða sjúkdóma og þess, að fyrir flestum okkar liggur, að kerling Elli verði okkur fjötur um fót, er full ástæða til þess, að almennt verði litið raunsærri augum á gerð íbúðarhúsnæðis, en verið hefur hingað til, varðandi þessi mál, og þar hljóta byggingaryfirvöld og skipulagsfræðingar að grípa inn í með einhverjum hætti í framtíðinni. Heimsókn í enskan skóla . . . FRAMHALD af bls. 15. miklar, síðan þjálfunin hófst, og voru skólastýran og starfsfólkið mjög ánægt með þessa nýju aðferð. Og jafnvel þótt aðferð Petös sé einvörðungu ætluð for- skólabörnum, sagði starfsliðið, að starfið í byrjendabekknum hefði þegar haft veru- leg áhrif á vinnutilhögun í eldri deildum skólans. Ég læt nú lokið þessari fátæklegu frá- sögn af athyglisverðri þjálfunaraðferð, sem ég treysti mér raunar ekki til að leggja neitt mat á, en hef þó grun um, að eigi eftir að hafa mikil áhrif á kennslu og þjálfun hreyfihamlaðra forskólabarna í framtíðinni. SJÁLFSBJÖRG 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.