Fréttablaðið - 14.05.2022, Síða 30

Fréttablaðið - 14.05.2022, Síða 30
Nautnaseggir og lífskúnstn­ erar hafa líklega rekið augun í þættina Veisluna sem sýndir hafa verið á RÚV undanfarin sunnudagskvöld. Gunnar Karl Gíslason Michelin­stjörnu­ kokkur er annar leiðsögu­ mannanna og segir þá félaga alls staðar hafa fengið höfð­ inglegar móttökur. bjork@frettabladid.is Þriðji þáttur Veislunnar fer í loftið annað kvöld en í þáttunum f lakka þeir Gunnar Karl og Dóri DNA landshorna á milli og hitta áhugavert fólk til skrafs og matar­ gerðar. Á leið sinni á hvern stað safna þeir kunnáttu og hráefni til veisluhalda sem Gunnar Karl mat­ reiðir í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna og oftar en ekki fá áhorfendur einnig að njóta tónlistar úr þeirri heimabyggð. Í þættinum á morgun fara félag­ arnir um Suðurland, fá sér kaffi í Hveragerði með Elísabetu Jökuls, henda í pitsu á Ölverki og útbúa smurbrauð með Jakobi og Guð­ mundi á Matkránni. Komið er við í Skálholti og Selfossi og ekið áfram út í Traustholtshólma og staðar­ haldari sóttur heim. Sex vikur í tívolí fram undan Segja má að Gunnar Karl hafi komið íslenskri matarmenningu á kortið á heimsvísu í gegnum eldamennsku sína, enda fyrsti Íslendingurinn til að fá Michelin­stjörnu á stað sínum, Dilli. Í sumar mun staðurinn færa sig tímabundið um set og verður opinn í Tívolíinu í Kaupmannahöfn í sex vikur. „Það er húsnæði inni í tívolí­ garðinum sem kallað er Kínverski turninn. Þar er mikið um pop­up veitingastaði yfir sumartímann og við munum skipta sumrinu með dönskum og spænskum stöðum. Ég ætla bara að loka Dilli á Íslandi og við förum öll til Danmerkur þar sem við munum vonandi eiga yndislegar sex vikur í tívolí. Við tökum með okkur ógrynni af íslensku hráefni og kynnum vel land og þjóð.“ Gamlar hefðir að hverfa Aðspurður segir Gunnar vinnuna við þættina hafa verið kærkomna síðasta sumar þegar veitinga­ rekstur var í hægagangi vegna sam­ komutakmarkana. „Við fengum svo ótrúlega gott veður allan tímann. Ég skrifaði mat­ reiðslubókina North fyrir nokkrum árum og hún er svolítið kveikjan að þessum þáttum. Í bókinni fjalla ég um Dillið og birti uppskriftir, en númer eitt, tvö og þrjú er hún ferða­ lag um landið að hitta framleiðend­ ur sem ég hef verið að versla við og heyra þeirra sögu. Við fórum gjör­ samlega um allt við gerð bókarinnar og heimsóttum sömu staði mikið í þáttunum. Við skoðuðum íslenskar hefðir og hvernig mikið af því sem við tökum sem sjálfsögðum hlut er að deyja út. Eins og til að mynda að þurrka harðfisk í hjöllum á veturna, búa til saltfisk samkvæmt gömlu hefðunum og taðreyking. Margt af þessu er hægt og rólega að hverfa. Þess vegna gerði ég þessa bók. Allt sem við erum að gera á Dillinu hefur að gera með íslenskt hráefni, hefðir og sögu.“ Gunnar segir þeim félögum alls staðar hafa verið tekið höfðinglega. „Heimsóknirnar voru líklega sérlega kærkomnar á Covid­tímum. Það var líka yndislegt fyrir mig og Dóra að rækta vinskapinn í rólegheitum,“ segir Gunnar að lokum, en það dylst engum sem horfir á þættina að þeir skemmtu sér vel. ■ Veisluhöld um allt landHvað sem því líður er fram undan eitt stærsta sjónvarps- kvöld sögunnar og mikið mæðir á starfsfólki RÚV að allt gangi smurt fyrir sig. ■ Í vikulokin Ólafur Arnarson Sjálfstæðis- flokkurinn hefur glatað trausti kjósenda í Reykjavík. BJORK@FRETTABLADID.IS Við mælum með Kosningarnar í dag eru mikilvægar vegna þess að í sveitarstjórnarkosn­ ingum kjósum við um nærumhverfi okkar og ýmsa grunnþjónustu. Í kosningabaráttunni hefur það helst borið til tíðinda að Sjálfstæðis­ flokkurinn, sem í áratugi bar höfuð og herðar yfir aðra flokka í Reykja­ vík, hefur ekki náð vopnum sínum. Hann virðist hafa glatað trausti kjósenda í höfuðborginni. Listi f lokksins í Reykjavík þykir óspennandi, auk þess sem fram­ bjóðendur sjálfstæðismanna eru ósamstiga í stærstu málum. Frambjóðendur f lok k sins í höfuðborginni hafa eitthvað reynt að kenna óvinsældum formanns f lokksins og klúðrinu við útboð Íslandsbanka um mikið fylgistap. Sú skýring stenst ekki skoðun. Í Hafnarfirði, þar sem gamall krata­ höfðingi sækir hart að f lokknum, virðist Sjálfstæðisflokkurinn ætla að halda sínu frá því í kosningunum 2018. Skýringa á fylgistapi sjálfstæðis­ manna í Reykjavík er því að leita hjá frambjóðendum sjálfum, sundur­ lyndi þeirra og fráhrindandi niður­ rifsmálf lutningi sem f lokkurinn hefur stundað á þessu kjörtímabili. Hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn verður í 20­25 prósentum eða nær 30 prósentum verður hann áfram í minnihluta í borgarstjórn Reykja­ víkur, einangraður og vinafár. Einungis Miðflokkurinn virðist ginnkeyptur fyrir samstarfi við Stund sannleikans gæti orðið sár Sjálfstæðisflokkinn og hann virðist ekki ætla að fá mann kjörinn. Jafnvel Framsókn, sem nú hirðir óánægjufylgi frá Sjálfstæðisflokkn­ um, lýsir ekki vilja til samstarfs. Er þó oddviti Framsóknar rótgróinn sjálfstæðismaður úr Kópavogi – eins hjákátlegt og það nú er. En jafnvel hann hefur varað við klofningi sjálf­ stæðismanna í Reykjavík og efast um að þeir séu stjórntækir. Fátt bendir til að neitt breytist hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. ■ Matreiðslu- meistarinn Gunnar Karl brennur fyrir íslensku hráefni. MYNDIR/LILJA JÓNS Gunnar og Dóri DNA eru leiðsögumenn þáttarins og félagar frá fornu fari. Í lok hvers þáttar af Veislu matreiðir Gunnar úr hráefni hvers staðar. Bodega Fjölmargir vínunnendur hafa sakn­ að vínbarsins Bodega á Óðinstorgi en barinn hefur nú verið opnaður að nýju. Á Bodega geta viðskiptavinir gætt sér á gæðavíni og smáréttum í rólegu en skemmtilegu andrúms­ lofti. Staðurinn er sérlega vel hann­ aður og útisvæðið er einstaklega huggulegt. Að sitja úti undir markísu með vínglas eða kokteil á torginu kallar fram sannkallaða útlanda­ stemningu. Þá er bæði skynsamlegt og skemmtilegt að nýta sér happy hour frá klukkan 16­19.  Voga-ídýfu Kjarni Íslendinga í Eurovision­ og kosningapartíum hlýtur að vera gamla góða Voga­ídýfan. Hvort sem er með snakki, niðurskornu grænmeti eða sem sósa er Voga­ ídýfan ómissandi. Þá hefur einn­ ig heyrst að ídýfan sé það besta til að nota utan á brauðtertu þar sem hún gulni ekki. Ídýfan er til í fjórum bragðtegundum. Þessi klassíska með kryddblöndu, þessi græna með papriku, þessi fjólubláa með lauk og sú appelsínugula með sweet chilli. ■ Líklegt er að þjóðarpúlsinn nái ákveðn­ um hæðum í kvöld enda ber upp á sama dag það tvennt sem einna helst getur bæði sameinað og sundrað þjóðinni: Kosningar og Eurovision. Víst er alla vega að flestir hafa skoðun á hvoru tveggja, hvort sem þeir eru áfjáðir í að viðra hana eður ei. Hvað sem því líður er fram undan eitt stærsta sjónvarpskvöld sögunnar og mikið mæðir á starfsfólki RÚV að allt gangi smurt fyrir sig. Þjóðin er að horfa. Klukkan 19.00 hefst lokakeppni Eurovision og ætla má að þjóðin sitji límd við skjáinn til að ganga 10 þegar kosningasjónvarpið tekur við. Systur stíga á svið sem 18. atriði og er spáð 18. sæti. Svo líklega getum við setið róleg yfir stiga­ gjöfinni og útsendingunni allri enda hafa okkar fulltrúar sýnt og sannað að þau kunna þetta. Skoðanakönnunum um sveitarstjórnarkosn­ ingar ber ekki saman um hverjir muni fá völdin í borgarstjórn. Samkvæmt þeim heldur meiri­ hlutinn annað hvort naumlega eða er fallinn. Ætla má því að kosningavakan sem hefst á RÚV klukkan 21.50 verði þess virði að vaka yfir. Það er því ekkert annað að gera en að kaupa nóg af snakki og ídýfu. ■ Lukkutalan átján 28 Helgin 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.