Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2022, Síða 24

Skessuhorn - 18.05.2022, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 202224 Nýverið lauk námsáfanganum Staf­ ræn list í Menntaskóla Borgar­ fjarðar, en í þeim áfanga fá nem­ endur tækifæri til að vinna í vinnu­ stofu listamanns og setja upp sýn­ ingu fyrir almenning á verkum sín­ um. Það var Michelle Bird mynd­ listarkona sem sá um námskeiðið, en hún er með vinnustofu í Borgar­ nesi. Hjá henni lærðu nemend­ ur m.a. að teikna andlit og fígúrur, landslag og sögur í myndum með hefðbundnum listaðferðum og síð­ an stafrænt með spjaldtölvum sín­ um. Sett var upp sýning í skólan­ um á verkum nemenda í lokin og stendur hún einhverja næstu daga. Kjósendur sem kusu í Menntaskól­ anum (Hjálmakletti) á kjördag gátu t.d. notið listaverkanna um leið og þeir komu til að kjósa. Á meðfylgj­ andi myndum má sjá sýninguna og nokkur verkanna. gj Sigurður Ingi Jóhannsson innviða­ ráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofu­ stjóra sveitarfélaga og byggðamála í ráðuneytinu. Aðalsteinn var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgef­ andi hæfnisnefnd. Hann mun taka við embættinu 1. júní næstkom­ andi. Frá 2002 hefur hann starfað sem forstjóri Byggðastofnunar og á þeim tíma leitt stofnunina í gegnum umtalsverðar breytingar. Að beiðni ráðherra tók hann tímabundið við starfi forstjóra Þjóðskrár Íslands og hefur gegnt því embætti frá 1. febr­ úar síðastliðnum. Aðalsteinn er úr Stykkis­ hólmi, lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hann hefur jafnframt lokið námi í opin­ berri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri frá sama skóla. Arnar Már Elíasson settur forstjóri Byggðastofnunar mun áfram sinna því starfi þar til ráðinn verður nýr forstjóri. Jafnframt verður Hildur Ragnars sett tímabundið forstjóri Þjóðskrár Íslands til 1. ágúst næst­ komandi. mm Útskriftarnemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga brugðu á leik fimmtudaginn 12. maí þegar þeir fögnuðu lokametrunum á skólagöngunni. Þá klæddu þau sig upp sem kúreka og báru for­ láta vatnsbyssur sér til varnar. Einhverjir samnemendur fengu að kenna á því og blotnuðu aðeins en var fyrirgefið. Þá var nem­ endum boðið í vöfflukaffi á kennarastofunni eins og hefð er fyr­ ir áður en skóladagurinn var á enda. Um kvöldið var svo lokaball þar sem nemendur dönsuðu fram á nótt. Útskrift úr Fjölbrauta­ skóla Snæfellinga verður svo 27. maí næstkomandi. tfk Mynd eftir Caroline M. Bjarnarson Að fanga listina stafrænt Sýningin í Hjálmakletti. Isobel Líf Diaz gerði þessa mynd. Jóhannes Lind Hilmarsson gerði þessa stafrænu mynd. Aðalsteinn í innviðina Dimmiterað í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Hópurinn stillti sér upp fyrir ljósmyndara Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.