Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Síða 3

Læknablaðið - 01.03.2021, Síða 3
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 115 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Margrét Ólafía Tómasdóttir Ólafur Árni Sveinsson Theódór Skúli Sigurðsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Sólveig Jóhannsdóttir solveig@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 1900 Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scop- us og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Tekið hafi verið á ómannúðlegu álagi á íslenska lækna Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir eina af meginástæðum minnkandi fram- leiðni íslenskra lækna, sem mæld sé af McKinsey, megi rekja til kjarasamninga frá árinu 2015. Markmiðið hafi verið að minnka „allt of mikið“ álag á þá ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Landspítali vill DRG-fjármögnun „Já,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- ala við DRG-fjármögnun, sem byggist á þjón- ustutengdri fjármögnun spítala. „Landspítali hefur notað DRG-kerfið innan- húss síðustu 15 ár og við höfum barist fyrir því síðasta áratug að því sé komið á í fjármögnun til spítalans. Við höfum verið í prufukeyrslum undanfarin ár með Sjúkratryggingum Íslands. Það hefur gengið hægar en við hefðum viljað. En það virðist vera að gerast og við fögnum því,“ segir hann. „Við höfum verið kyndilberar DRG á Íslandi frá því upp úr aldamótum.“ Tölur um minnkandi framleiðni lækna hér á landi, sem vísað er í í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem byggir á greiningu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og kom út í vetur, eru villandi. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og að hann taki þar undir ábendingar heilbrigðisráðu- neytis í formála skýrslunnar. Páll segir að ekki hefði verið hægt að keyra endalaust áfram á þrótti lækna eins og gert var eftir hrun. Læknar á Íslandi hafi í mælingu McKinsey frá árinu 2013 afkastað nærri helmingi meiru en læknar á sænskum háskólasjúkrahúsum. Með sömu framleiðni hefðu íslenskir læknar verið keyrðir út. Álagið hafi verið ómannúðlegt og því leiðrétt í „tímamóta“-kjarasamningum 2015. „Læknar fengu þá meira frí en þeir höfðu áður haft. Þetta voru álagstengd frí,“ segir Páll og bendir á að á árunum 2015 til 2019 hafi læknum á Landspítala fjölgað um 98 stöðugildi, aðallega til að mæta þessu. „Þetta er aðalskýringin á að framleiðni lækna hefur minnkað.“ Páll bendir á að ekki sjáist sama lækkun í fram- leiðni í störfum lækna utan spítalans. Samanburð- urinn sé enda ósanngjarn. „Kjarasamningur SÍ við lækna á stofum gerir ekki ráð fyrir álagstengdum fríum. Það er því ekki nema von að framleiðnin hafi ekki lækkað þar.“ Fleira skýri að læknum hafi fjölgað. Unnið hafi verið markvisst að því að fjölga sérnámslæknum. „Eðli málsins samkvæmt eru sérnámslæknar ekki með sömu framleiðni enda í námshlutverki.“ Páll bendir á að nú mælist framleiðni lækna á Landspítala sú sama og á samanburðarsjúkrahús- inu á Skáni. „Viljum við að læknarnir okkar búi við miklu meiri vinnuþrælkun en er í Svíþjóð?“ Hann bendir einnig á að kostnaður við hvert stöðugildi læknis sé 5-15% lægri hér á landi en á Skáni, sam- kvæmt skýrslunni. Minni afköst og fjölgun starfsmanna utan fram- línu hafa vakið athygli. Á það er til að mynda bent í leiðara Viðskiptablaðsins þann 12. febrúar. Páll segir ljóst að samanburðarskekkjur séu í skýrslunni milli landa. Raunin sé sú að fram- leiðni íslenskra sjúkrahúsa og hlutfall klínísks starfsfólks sé á svipuðu róli og í flestum helstu samanburðarlöndum. „Á sama tíma er kostn- aður á hvern sjúkling miklu lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum, nema í Finnlandi, eins og sést í skýrslu McKinsey.“ Hann bendir einnig á að stefna stjórn- valda hér hafi verið að sameina stoðþjónustu við aðra heilbrigðisþjónustu undir merkjum Landspítala, til að ná hagkvæmni í rekstri. Sú miðlæga þjónusta sé utan sjúkrahúsa í Svíþjóð. „Svo má hafa í huga að í hruninu urðum við að skera niður um 20%. Við reyndum að vernda klíníska sérþekkingu og sögðum í stað- inn upp ófaglærðu starfsfólki eða starfsfólki í stoðþjónustu.“ Kvartað hafi verið yfir skorti á þessum stuðningi við sérhæfðu störfin. „Það er að hluta til fólkið sem við höfum verið að ráða.“ Forstjóri Landspítala segir að læknar hefðu verið keyrðir út ef framleiðni þeirra hefði átt að vera sú sama og var árin eftir hrun. Nýir kjarasamningar 2015 skýri minni framleiðni þeirra. Mynd/Landspítali.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.