Læknablaðið - 01.03.2021, Side 21
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 133
R A N N S Ó K N
í heyryki. Reykingamenn voru síður með jákvæð fellipróf (<0,001),
og hefur því verið lýst áður. Þá voru einnig marktækt fleiri með
lungnateppu í Víkurhéraði en á Ströndum (FEV1/FVC% <70% voru
24,8% á móti 9,5%).
Á árunum 1977-81 voru mæld fellipróf frá sjúklingum á
Landspítala og Vífilsstöðum á Allergilaboratoriet á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu í Gautaborg. Um var að ræða sjúklinga sem höfðu
unnið í heyryki og voru með lungnasjúkdóma. Gerð var aftur-
skyggn könnun á þeim sem höfðu fengið mælingu fyrir M. faeni
og athugað hvort einhver munur væri á sjúkdómsgreiningu eftir
því hvort fellipróf voru jákvæð eða neikvæð. Þá var kannað næmi
og sérhæfni prófanna með tilliti til heysóttar, og hvort tímalengd
við vinnu í heyryki hefði áhrif á niðurstöður prófanna.19 Fjöldi
þátttakenda var 136, og 63% voru jákvæðir fyrir M. faeni. Neikvæð-
ir voru marktækt yngri og höfðu unnið skemur í heyryki. Þegar
sjúkdómsgreining var borin saman við niðurstöðu úr felliprófum
voru sjúklingar með astma marktækt sjaldnar með jákvæð felli-
próf og sjúklingar með heysótt marktækt oftar með jákvæð felli-
próf. Næmi felliprófs til að greina heysótt var 82%, en sérhæfni
prófsins var aðeins 49%. Marktækt fleiri voru með jákvæð felli-
próf ef þeir höfðu unnið meira en 20 ár í heyryki, borið saman við
þá sem höfðu unnið skemur. Líkt og í áðurnefndri könnun18 voru
teppugildi marktækt lakari hjá þeim sem voru jákvæðir á felliprófi
(meðalgildi FEV1/FVC % 68 á móti 75). Þótt M. faeni sé það fellipróf
sem er langoftast jákvætt hér á landi þá var prófað fyrir 10 öðrum
mótefnavökum. T. vulgaris var alltaf neikvætt, Alternaria var já-
kvætt hjá 15%, Pullularis hjá 13% og Cladosporium hjá 12%, en aðrar
myglur voru sjaldnar jákvæðar.
Læknar á lungnasjúkrahúsinu á Vífilsstöðum höfðu veitt því
athygli að þangað komu bændur með lungnaþembu á háu stigi
án þess að hafa reykt. Því voru lungnamyndir 852 sjúklinga rann-
sakaðar, ef þeir höfðu legið inni á árunum 1975-84 og útskrifast
með einhverja af greiningunum lungnaþembu, langvinna berkju-
bólgu, astma, heymæði og eða örvefsmyndun í lungum. Tveir
reyndir lungnalæknar mátu myndirnar.20 228 sjúklingar voru
með röntgenbreytingar sem samrýmdust lungnaþembu, og af
þeim voru 30,3% bændur eða fyrrverandi bændur, sem er miklu
hærra hlutfall en fjöldi bænda meðal þjóðarinnar. Meðal bænda
með lungnaþembu höfðu 58% reykt miðað við 94% þeirra sem ekki
höfðu fengist við búskap. Bændur fá því oftar lungnaþembu, án
þess að hafa reykt, en aðrir landsmenn.
Heysjúkdómar leggjast ekki eingöngu á menn. Íslenskir bænd-
ur og hestamenn höfðu lengi vitað að hross gátu einnig veikst
af þessum kvillum. Því var gerð rannsókn til að kanna heysótt í
hrossum.21,22 Ekki fundust eldri hliðstæðar rannsóknir. Rannsak-
aðir voru 18 heilbrigðir hestar, 15 hestar með heysótt og 23 skyld-
leikaræktaðir hestar og 82 ættbókarfærðir stóðhestar. Fellimótefni
gegn M. faeni fundust í sermi allra hrossa með heysótt, en að jafn-
aði ekki í sermi heilbrigra hesta.
Fimmtán stóðhestanna höfðu sögu um hósta eða heymæði
og 14 þeirra höfðu fellimótefni gegn M. faeni. Ekki fengust vís-
bendingar um ættgengi heysóttar.
Skyldar rannsóknir á Íslandi
Aldamótaárið voru um 200 heimili á Reykjavíkursvæðinu rann-
sökuð með tilliti til rykmítla, bæði með smásjárskoðun á ryk-
sýnum og með mælingum á mótefnavökum mítlanna (ECRHS
II). Það fundust aðeins tveir mítlar í þessum sýnum og vottur af
mótefnavökum í einum öðrum bústað.10 Þannig fundust mótefna-
vakar á 0,5% heimilanna, en með sömu rannsóknaraðferð fundust
mótefnavakar á 16,4% heimila í Uppsölum.23 Eigi að síður var ekki
mikill munur á algengi mítlaofnæmis í Reykjavik og Uppsölum
(jákvæð húðpróf 6,1% á móti 7,4%, sértæk IgE-mótefni 9,2% á móti
7,9%).24
Því hefur verið haldið fram að rykmítlaofnæmi í kaldtempr-
uðu loftslagi væri vegna snertingar við mítla innanhúss.25 En sé
Tafla IV. Einkenni af heyryki hjá þeim sem voru neikvæðir (n=46) og
jákvæðir (n=57) á pikk-prófi.
Einkenni Hlutfall (%)
neikvæðra
Hlutfall (%)
jákvæðra Marktækni
Hósti 24 30 Ekki marktækt
Mæði 22 20 Ekki marktækt
Hiti 13 14 Ekki marktækt
Einkenni frá nefi 28 72 p<0,001
Einkenni frá augum 17 61 p<0,001
Tafla V. Samanburður á einkennum eftir vinnu í heyryki og niðurstöðum felli-
prófa á Suðurlandi og Ströndum. Hlutfall (%)
Einkenni/fellipróf Á Suðurlandi Í Strandasýslu Marktæki
Hósti 19,0 14,3 Ómarktækt
Mæði 14,2 14,5 Ómarktækt
Hiti 18,5 7,9 p<0,01
Jákvæð fellipróf 72,9 23,0 p<0,001
Tafla VI. Hlutfall (%) jákvæðra prófa fyrir sértækum IgE-mótefnum (0.35 kU/l)
hjá þeim sem voru jákvæðir fyrir rykmítlum árin 1990 og 2000 (HDM +/+),
jákvæðir fyrir rykmítlum árið 1990 og neikvæðir árið 2000 (HDM +/-) og við-
miðunarhópi þeirra sem voru jákvæðir fyrir grasfrjóum árið 2000.
Ofnæmisvakar HDM +/+ N:24 HDM +/- N:20 Grasfrjó
jákvæð N:35
1. Lepidoglyphus
destructor
67*** 15* 0
2. Rækjur 58*** 0 0
3. Kakkalakkar 33** 0 0
4. Moskítóflugur 17* 0 0
5. Tropomyosin 17* 5 0
6. Blóðormar 4 0 0
1-6. 75*** 20* 0
* p<0,05; ** p<0,01; *** p<0,0001.