Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 137 Inngangur Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er offita eitt stærsta heilsufarsvandamál heims hjá fullorðnum og er æ oftar aðalorsök lífsskerðingar og dauða um allan heim.1 Með aukinni líkamsþyngd eru meiri líkur á sjúkdómum á borð við sykursýki tegund tvö og hjarta- og æðasjúkdómum.2 Offitu fylgir einnig aukin hætta á að fá ýmsar tegundir krabbameina, kæfisvefn og sálfræðilega kvilla.2 Þar sem sjúkdómurinn er krónískur þarf meðferð að vera ævi- löng og samkvæmt erlendum3 og nýútgefnum íslenskum4 leiðbein- ingum um offitu er mikilvægt að meðferðin sé fjölþætt. Lögð er áhersla á næringarríka fæðu, hreyfingu, hugræna atferlismeðferð og lyfjameðferð fyrir þá sem þurfa. Einnig eru efnaskiptaaðgerð- ir einn af meðferðarmöguleikum fyrir einstaklinga með líkams- þyngdarstuðul ≥40 kg/m2 eða ≥35 kg/m2 og með fylgikvilla. Á Landspítala eru framkvæmdar bæði magahjáveituaðgerð (gastric bypass) og magaermisaðgerð (sleeve gastrectomy). Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá einstaklingum með offitu er almennt góður ef litið er til langtímaþyngdartaps, fylgi- kvilla og lífsgæða.5,6 Varanlegar breytingar á meltingarveginum sem gerðar eru í efnaskiptaaðgerðum geta hins vegar aukið líkur á næringarefnaskorti, bæði vegna aukinnar hættu á vanfrásogi Berglind Lilja Guðlaugsdóttir1,2 næringarfræðingur Svava Engilbertsdóttir2 næringarfræðingur Leifur Franzson3,4 lyfjafræðingur Hjörtur Gíslason5 læknir Ingibjörg Gunnarsdóttir2,6 næringarfræðingur 1Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands, 2næringarstofu Landspítala, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 4lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 5skurðlækningakjarna Landspítala, 6matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands Fyrirspurnum svarar Ingibjörg Gunnarsdóttir, ingigun@landspitali.is Á G R I P TILGANGUR Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá einstaklingum með offitu er almennt góður, með tilliti til þyngdartaps, fylgisjúkdóma offitu og lífs- gæða. Hins vegar geta aðgerðirnar aukið líkur á næringarefnaskorti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap einstaklinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsingar um mælingar á S-25(OH)D og kalkkirtilshormóni (PTH) voru fengnar úr sjúkraskrám þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2018 (n=539). Vegna breytinga á mæliað- ferð á rannsóknartímabilinu var ófullnægjandi D-vítamínstaða skilgreind sem styrkur 25hydroxyvitamin D (25(OH)D) <45 nmól/L á árunum 2001-2012, en <50 nmól/L 2013-2018. D-vítamínskortur var skilgreindur sem 25(OH)D <30 nmól/L fyrir bæði tímabilin. Sjúklingar fá ráðleggingar um töku fæðubótarefna við útskrift og við endurkomur á móttöku efnaskiptaaðgerða á Landspítala. NIÐURSTÖÐUR Meðalstyrkur 25(OH)D fyrir aðgerð var 51 nmól/L (SF 30 nmól/L) og reyndust 278 (52%) vera með ófullnægjandi D-vítamínstöðu, þar af fjórðungur með D-vítamínskort. Styrkur 25(OH)D hækkaði eftir aðgerð hjá meirihluta einstaklinga (85%). Um þriðjungur einstaklinga sem mældist með ófullnægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð mældist einnig undir viðmiðum allt að 18 mánuðum eftir aðgerð. Þegar borin eru saman tímabilin 2001-2012 annars vegar og 2013-2018 hins vegar sést að ófullnægjandi D-vítamínstaða var óalgengari á síðara tímabilinu, en þó enn til staðar í um það bil 25% tilvika fyrir aðgerð og 8,5% 18 mánuð- um eftir aðgerð. ÁLYKTUN Nokkuð algengt er að D-vítamínstaða einstaklinga á leið í efnaskipta- aðgerð sé ófullnægjandi, en styrkur 25(OH)D hækkar eftir aðgerð hjá meirihluta þeirra í kjölfar ráðlegginga um töku bætiefna. Niðurstöðurn- ar benda til þess að ástæða sé til að leggja aukna áherslu á leiðréttingu D-vítamínskorts fyrir efnaskiptaaðgerðir. D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.