Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 13
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 125 R A N N S Ó K N drep, heilablóðfall, æðatengdir fylgikvillar og fylgikvillar tengdir TAVI-loku, þar á meðal hjartaþelsbólga (endocarditis), blóðsega- rek og vanstarfsemi gerviloku. Hluti breytanna var færður inn í SwedeHeart-gagnagrunninn í aðgerðinni en öðrum breytum var bætt við í þessari rannsókn. Meðal eftirfylgnitími var 2,4 ár (bil 0-7,8) en samtals náði eft- irfylgd 444 sjúklingaárum. Tölfræðiúrvinnsla var gerð í tölfræði- forritinu R, útgáfu 3.6.2 (R Foundation for Statistical Computing, 2016). Samfelldar normaldreifðar breytur eru gefnar upp sem meðaltöl með staðalfráviki eða miðgildi með bili. Flokkabreytur eru birtar sem fjöldi með tiltekið gildi. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier og lifun íslensks viðmiðunarhóps af sama kyni og sama aldri metin með upplýsingum frá The Human Mortality Database.20 Samanburður á lifunarkúrfum var gerður með log-rank prófi. Tölfræðileg marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Niðurstöður Alls gengust 189 sjúklingar undir TAVI-aðgerð á tímabilinu, 110 karlar (58,2%) og 79 konur (41,8%). Meðalaldur sjúklinga var 83 ± 6 ár (bil 67-93 ára). Að meðaltali voru gerðar 24 aðgerðir á ári (bil 9-37) á tímabilinu 2012 til 2019 (mynd 1), en fyrstu 7 mánuði ársins 2020 var gerð 21 aðgerð. Tafla I sýnir lýðfræðilega þætti sjúklings, fyrri heilsufars- sögu og aðra bakgrunnsþætti. Samtals reyndust 81,5% sjúklinga í NYHA flokki III-IV og miðgildi EuroSCORE-II var 4,9 (bil 0,9-32). Rúmlega helmingur sjúklinga (51,3%) hafði sögu um kransæða- sjúkdóm, 60,8% háþrýsting og um fjórðungur (27,0%) gáttaflökt. Útæðasjúkdómur var til staðar í 13,2% tilfella, tveir sjúklingar (1,1%) höfðu postulínsósæð, rúmlega fimmtungur (21,7%) hafði áður farið í opna hjartaaðgerð og þriðjungur (33,3%) í kransæða- víkkun. Tæplega fjórðungur sjúklinga (23,3%) var með ígræddan varanlegan gangráð fyrir aðgerð og tveir (1,6%) höfðu gengist undir belgvíkkun á ósæðarloku. Hlutfall sjúklinga sem höfðu langvinna lungnateppu samkvæmt öndunarmælingum (FEV1/FVC <70%) var 24,3% en af þeim var aðeins helmingur með greindan langvinnan lungnasjúkdóm í sjúkraskrá. Sykursýki höfðu 19,6% sjúklinga og 23,2% nýrnabilun fyrir aðgerð. Hrumleiki metinn af hjartalækni var til staðar í 22,2% tilfella og að meðaltali gátu sjúklingar gengið 310 ± 110 metra (bil 0-590) á 6 mínútum. Nt-proBNP mældist með miðgildi 1100 ng/L (bil 33-18000). Niðurstöður hjartaómskoðunar fyrir TAVI-aðgerð eru sýndar í töflu II. Alls höfðu 13 sjúklingar (6,9%) tvíblöðku ósæðarloku. Mælt lokuflatarmál var að meðaltali 0,67 cm2 og hámarks þrýstings- fallandi yfir ósæðarlokuna að meðaltali 78 ± 23 mmHg. Helmingur sjúklinga (51,9%) hafði eðlilegt útfallsbrot vinstra slegils (>50%) en 6,3% verulega skert útfallsbrot (<30%). Rúmlega helmingur (54,5%) sjúklinga var með vægan ósæðarlokuleka, 12,7% með meðal leka en einn sjúklingur (0,5%) alvarlegan leka. Stærð gerviloku var að með- altali 29,5 mm (bil 23-34). Helmingur sjúklinga fékk 29 mm loku, um fimmtungur 26 mm loku og sama hlutfall 34 mm loku. Niðurstöður hjartaómskoðunar mánuði eftir aðgerð má sjá í töflu III. Hámarks þrýstingsfallandi var að meðaltali 14 ± 7,3 mmHg. Samtals höfðu 61,4% sjúklinga eðlilegt útfallsbrot (>50%) og 2,6% verulega skert útfallsbrot (<30%). Vægur randstæður Tafla I. Bakgrunnsþættir sjúklinga. Gefinn er upp fjöldi (%), meðaltal ± staðalfrávik eða miðgildi (bil). (n=189) Aldur 83 ± 6 Kvenkyn 79 (41,8) Líkamsþyngdarstuðull [kg/m2] 28 ± 11 NYHA flokkuna I 5 (2,6) II 18 (9,5) III 122 (64,6) IV 32 (16,9) EuroSCORE IIb 4,9 (0,9 - 32) Kransæðasjúkdómur til staðar 97 (51,3) Fyrri opin hjartaaðgerð 41 (21,7) Fyrri kransæðavíkkun 63 (33,3) Saga um heilablóðfall 21 (11,1) Útæðasjúkdómur 25 (13,2) Postulínsósæðc 2 (1,1) Háþrýstingur 115 (60,8) Gáttaflökt 51 (27,0) Varanlegur gangráður 44 (23,3) Saga um krónískan lungnasjúkdóm 24 (12,7) FEV1 /FVC < 0,70d 46 (24,3) Sykursýki 37 (19,6) Langvinn nýrnabilun 43 (23,2) Hrumleiki til staðare 42 (22,2) Göngupróf (m/6min)f 310 ± 110 Blóðrauði (g/L) 129 ± 16 Se-kreatínín (µmol/L) 114 ± 50 Se-Nt-proBNPg (ng/L) 1100 (33-18000) aUpplýsingar um NYHA-flokk vantaði hjá 12 sjúklingum. bUpplýsingar um EuroSCORE II vantaði hjá 53 sjúklingum. cUpplýsingar um postulínsósæð vantaði hjá 15 sjúklingum. dLungnateppa á öndunarmælingum var skilgreind sem FEV1 /FVC undir 70%. Niðurstöður öndunarmælinga vantaði hjá 21 sjúklingi. eUpplýsingar um hrumleika vantaði hjá 12 sjúklingum. fNiðurstöður úr gönguprófi vantaði hjá 71 sjúklingi. gUpplýsingar um Se-Nt-proBNP vantaði hjá 5 sjúklingum. Mynd 1. Árlegur fjöldi sjúklinga sem fór í TAVI-aðgerð á Landspítala 2012-2019. Sjúk- lingar sem gengust undir aðgerðina á fyrri hluta ársins 2020 (n=21) eru ekki sýndir á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.