Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 9
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 121 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Rafn Benediktsson Prófessor, læknadeild Háskóla Íslands Yfirlæknir innkirtlalækninga Landspítala Fossvogi rafnbe@landspitali.is Ofþyngd þjóðar – hvað getum við gert? Rafn Benediktsson Cand Med PhD FRCPE Professor, University of Iceland Head of Endocrinology Landspítali - The National University Hospital of Iceland Fæstir geta snúið við einir og óstuddir og ráðleggingar um „heilbrigðan lífsstíl“ leysa sjaldnast málið. Það þarf eitthvað miklu meira. doi 10.17992/lbl.2021.03.624 Algengi offitu hefur aukist verulega á Íslandi á undanförnum áratugum. Er nú svo komið að við trónum á toppi OECD-landanna.1 Ástandið er ekki bara slæmt hjá fullorðnum heldur er offita einnig vaxandi vandamál hjá börnum. Það hefur reyndar lengi verið varað við þessu og fagfólk bent á nauðsyn þess að bregðast við áður en í óefni væri komið. Það hefur greinilega litlu skilað – en hvað getum við gert? Stjórnvöld þurfa að gera eitthvað núna. Offita er alvarlegur sjúkdómur sem þarf að horfast í augu við. Offita hefur í för með sér erfiða og kostnaðar- sama fylgikvilla. Aukið álag á stoðkerfi er einfalt að skilja en líkur á sykursýki aukast einnig, sem og á háþrýstingi, blóðfituröskun og kransæðasjúkdómi. Ótímabær dauði er líklegri. Þetta er að verulegu leyti hægt að koma í veg fyrir með forvörnum og jafnvel þó fólk sé þegar orðið allt of þungt er hægt að bregðast við og bæta lífslíkur – setja sykursýki í sjúkdómshlé. Erfðir eiga drjúgan þátt í því að stýra fólki í átt að ofþyngd og munar þar mest um þætti er lúta að okk- ar hegðun, matarlyst og fullnægju.2 Þess vegna eru forvarnarkerfi sem taka snemma á þessum atriðum svo gagnleg en dæmi er Heilsuskólinn á Barnaspít- alanum.3 Hin hliðin á faraldrinum er síðan ofgnóttin og orkuframboðið sem við búum við. Stjórnvöld hafa á undanförnum áratugum gert ýmislegt en greinilega alls ekki með nógu ákveðnum hætti. Enn er ekki búið að hrinda í framkvæmd mik- ilvægum þáttum sem nefndir voru í aðgerðaáætl- un4 frá árinu 2013 og sumt eins og sykurskatturinn hefur verið lagt af vegna skammsýni og þrýstings frá hagsmunaaðilum. Fjölfagleg sérfræðiúrræði sem gætu starfað á milli heilsugæslu og sjúkrahúsþjón- ustu hljóta ekki brautargengi. Hvað gerir fólk í vanda þá? Við vitum að fæstir geta snúið við einir og óstuddir og almennar ráð- leggingar um „heilbrigðan lífsstíl“ leysa sjaldnast málið. Það þarf eitthvað miklu meira. Í aðgerða- áætluninni frá 2013 var talað um þekkingarteymi sem hægt væri að leita til með alvarlegustu tilfellin. Það hefur ekki enn verið stofnað – þetta efsta þjónustu- stig er raunar í óreiðu og á meðan grípur fólk það sem er einfaldast – kaupir sér skurðaðgerð hér heima eða erlendis þar sem undirbúningur og eftirfylgd er stundum lítil sem engin. Við vitum að skurðaðgerðir virka, þær lengja líf og setja sykursýki í hlé. En þær henta ekki öllum og þær eru ekki allar eins. Hvað kostar þetta þegar upp er staðið? Aðgerðirnar virka að hluta vegna breytinga á frásogi næringarefna sem getur leitt til seinni tíma vanda og að leysa það lendir þá á lítt undir- búnu heilbrigðiskerfi okkar. Stóran hluta árangurs skurðaðgerðanna má raunar rekja til breytinga á hormónajafnvægi líkamans – sem eru þá óaftur- kræfar. Þessi hormón eru sum til sem lyf en vegna kostnaðar setja yfirvöld hér ýmsar hömlur á ávísun þeirra þó erlendar klínískar leiðbeiningar setji þessi lyf mjög framarlega í goggunarröð lyfjameðferðar við til dæmis sykursýki af tegund 2. Takmarkanir yfirvalda hér þýða að við ávísum minna af þessum lyfjum en frændur okkar Norðmenn. Til að komast á par við Dani hefðum við þurft að ávísa um 70-100% meira en við gerðum á árunum 2015-2019 (upplýs- ingar frá Embætti landlæknis). Virk og ágeng íhlutun án lyfja í heilsugæslu er síðan ónýtt en mjög árangursrík leið til að setja sykursýki í hlé5 en inngripið þarf að vera mun skipulagðara og ákveðnara en al- menn fræðsla um heilbrigðan lífs- stíl. Þessi leið kallar á fjölfaglega aðkomu. Efsta stig þjónustunnar er þannig í raun stjórnlaust og mikil- vægt að koma reiðu á það. Stofnun þekkingarteymis eins og til stóð fyrir 8 árum gæti verið hluti af því. Þá þarf að tryggja þar aðkomu til þess bærra fagaðila þannig að þau úrræði sem í boði eru nýtist á sem skynsamlegastan hátt fyrir einstak- linginn sem og þjóðfélagið. Obesity of a Nation - what can we do? Heimildir 1. OECD/European Union. Health at a Glance: Europe 2020: State of Health in the EU Cycle, OECD Publishing, París 2020. 2. Herle M, Smith AD, Kininmonth A, et al. The Role of Eating Behaviours in Genetic Susceptibility to Obesity. Curr Obes Rep 2020; 9: 512-21. 3. Barnaspítali Hringsins, Heilsuskóli Barnaspítalans. landspitali.is/ sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/heilsuskoli-barnaspital- ans/ - febrúar 2021. 4. Embætti landlæknis. Aðgerðaáætlun til að draga úr tíðni offitu. stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-media/media/Rit_2013/ Adgerdaraaetlun-til-ad-draga-ur-tidni-offitu.pdf - febrúar 2021. 5. DiRECT Study Team, The Diabetes Remission Clinical Trial (DiRECT). directclinicaltrial.org.uk/ - febrúar 2021.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.