Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 36
148 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
Ekki aðeins er minningu Margrétar Odds-
dóttur haldið á lofti á Yale. Málverk af
henni hangir í stigagangi gamla Landspít-
ala á leið að skurðstofum. „Þar brosir
hún til mín á hverjum degi og ég veit að
dagurinn verður góður,“ sagði Hjördís
Smith, svæfingalæknir á Landspítala. Hún
ásamt þeim Einfríði Árnadóttur, röntgen-
lækni sem starfaði lengst af á Landspítala
og í Orkuhúsinu, og Vilhelmínu Haralds-
dóttur, lyf- og blóðsjúkdómalækni, halda
minningu Margrétar á lofti hér heima. All-
ar voru þær nánar vinkonur hennar.
„Við kölluðum hana alltaf Möggu
Odds,“ sagði Vilhelmína þegar hún opnaði
minningarmálþingið á Læknadögum 20.
janúar síðastliðinn. Málþingið var tilfinn-
ingaþrungið og var farið yfir ævi Möggu
í leik og starfi. Vilhelmína sagði frá því
þegar Margrét fæddist á Ísafirði 1955. Elst
7 systkina. Alltaf hafi verið gestkvæmt á
heimili hennar bæði í æsku og þegar hún
flutti suður. Kaffi og með því. Vinkonurn-
ar dáðust að því hvað hún drakk mikla
mjólk. Margrét lést 9. janúar 2009, „á besta
aldri“ aðeins 53 ára gömul. Brjóstakrabbi
varð hennar banamein.
Margrét lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Ísafirði árið 1975 og fékk
styrk til náms í Bandaríkjunum fyrir
góðan námsárangur. Hún fór til Alabama
í Bandaríkjunum og lærði lífefnafræði.
Skráði sig svo í læknisfræði við Háskóla
Íslands ári síðar og útskrifaðist 1982.
Sérnámið stundaði hún í Yale á árunum
1985-1992 og útskrifaðist með láði. Þangað
ruddi hún leið íslenskra lækna. Þar lifir
minning hennar og var skurðlækningabók
meðal annars tileinkuð henni.
Brautryðjandi
Að loknu sérnámi í Yale fór Margrét til
frekara sérfræðináms í kviðsjáraðgerð-
um „sem voru þá að ryðja sér til rúms.“
Námið stundaði hún við Emory University
School of Medicine í Atlanta í Georgíu á
árunum 1992-1994. Hún var ein af þeim
fyrstu í heiminum sem fór þannig í fell-
owship. Þegar hún kom heim starfaði hún
sem skurðlæknir á handlækningadeild
Landspítala, síðan yfirlæknir og prófessor
hjá Háskóla Íslands þar til hún lést.
„Kraftmikil, orkumikil. Það gustaði af
henni. Það var akkúrat þannig sem hún
var í kennslustofunni. Hún kom inn og
það birti til,“ sagði Elsa Björk Valsdóttir,
ristilskurðlæknir og lektor, þegar hún fór
yfir nýjungar og framtíðarsýn í kennslu
á minningarmálþinginu. Margrét hafi
því ekki aðeins verið framúrskarandi
skurðlæknir og rannsakandi heldur einnig
skarað fram úr í kennslu. Hún hafi aldrei
snúið baki í nemendur sína.
„Margrét settist upp á borðið, baðaði
út öllum öngum. Hún hafði rosalega
mikla ástríðu fyrir því sem hún kenndi.“
Ástríðan hafi fylgt öllu sem hún sagði.
„Hún hreif fólk með sér og ég held að
það sé ekki nokkur vafi á því að þessi
mikla fjölgun sem hefur orðið á kvenkyns
skurðlæknum undanfarin ár megi rekja til
hennar, því hún einfaldlega sýndi okkur
að það var allt hægt. Hún hreif svo marga
með sér.“
Fyrst Íslendinga
Walter E. Longo, yfirmaður ristils- og
endaþarmsaðgerða á Yale, og Jonathan J.
Lewis, skurðlæknir og lífeðlisfræðingur
á Yale, minntust Margrétar á málþinginu.
Lewis sagði frá því þegar hann hitti
Margréti árið 1987. Hún var sú fyrsta af
V I Ð T A L
„Andi hennar lifir og ég trúi að það verði alltaf svo,“ sagði Jonathan
J. Lewis, skurðlæknir og lífeðlisfræðingur á Yale-háskólasjúkra-
húsinu, á málþingi á Læknadögum í minningu Margrétar Oddsdóttur
skurðlæknis en hún lést árið 2009. Röð minningarfyrirlestra um
Margréti eru haldnir í Yale á hverju ári
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
„Við kölluðum hana alltaf
Möggu Odds“