Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 29

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 29
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 141 R A N N S Ó K N nmól/L). Sambærilegum hækkunum á PTH samhliða ófullnægj- andi D-vítamínstöðu og skorti á D-vítamíni hefur einnig verið lýst í erlendum rannsóknum á sama sjúklingahóp19,25 en með því að skoða niðurstöður fyrir PTH og D-vítamín saman fást áreiðan- legustu upplýsingarnar fyrir D-vítamínstöðu hvers og eins. Auk hættu á beinþynningu hefur ófullnægjandi D-vítamínstaða einnig verið tengd auknum líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og sykur- sýki auk þess að tengjast lélegri útkomu með tilliti til þyngdar- taps.7,32-36 Í íslenskri rannsókn frá árinu 2004 sáust hækkanir í PTH við þessi mörk, en þær urðu ekki tölfræðilega marktækar fyrr en styrkur 25(OH)D var kominn niður í 50 nmól/L.21 Í þeirri rann- sókn sem niðurstöður eru birtar fyrir hér var hlutfall einstaklinga með hækkað PTH mjög sambærilegt í þeim hópi sem mældist með 25(OH)D >50 nmól/L og >75 nmól/L 18 mánuðum eftir aðgerð. Eftir efnaskiptaaðgerðir eykst hætta á D-vítamínskorti, bæði vegna minnkaðrar inntöku af vítamíninu úr fæðu og minna frásogs í meltingarvegi.31 Í erlendum rannsóknum hefur næringarskortur fyrir aðgerð verið tengdur við meiri líkur á næringarskorti nokkrum mánuðum eftir aðgerð.37 Í dag er talið mikilvægt að leiðrétta næringarefnaskort áður en aðgerðin er framkvæmd, þar sem vísbendingar eru um að það geti verið erfiðara að leiðrétta hvers konar næringarskort eftir aðgerð.19,38,39 Í rannsókn Schiavo og félaga39 var einstaklingum á leið í magaermisaðgerð skipt í tvo hópa, þar sem vítamínskortur var leiðréttur fyrir aðgerð hjá öðrum hópnum en ekki hinum. Eftir aðgerð fylgdu báðir hópar sömu ráðleggingum um fæðuval og inntöku fæðubótarefna. Nær- ingarástand (styrkur ýmissa vítamína og steinefna í blóði) var full- nægjandi hjá öllum þátttakendum þar sem næringarefnaskortur hafði verið leiðréttur fyrir aðgerð, meðan allir úr þeim hópi sem ekki hafði fengið uppvinnslu fyrir aðgerðina greindust áfram með skort á einu eða fleiri vítamínum eða steinefnum, bæði þremur og 12 mánuðum eftir aðgerðina. Leiðrétting á næringarefnaskorti með uppvinnslu sjúklinga fyrir aðgerðir gæti einnig minnkað lík- ur á fylgikvillum stuttu eftir aðgerð, en lágur styrkur D-vítamíns fyrir aðgerðir hefur verið tengdur við aukna áhættu á sýkingum við skurðstað.40 Í okkar rannsókn var stór hluti einstaklinga sem var með ófullnægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð enn með ófullnægjandi D-vítamínstöðu og skort 18 mánuðum eftir aðgerð, þrátt fyrir að öllum einstaklingum sé ráðlagt að taka fæðubótar- efni sem innihalda D-vítamín. Samkvæmt niðurstöðum íslenskrar rannsóknar frá árinu 2016 á sama hópi sjúklinga svöruðu 78,4% þeirra sem tóku þátt að þeir tækju fæðubótarefnin sín daglega, 10,2% tóku þau oft en 11,4% óreglulega eða aldrei.6 Svo virðist sem D-vítamínstaða þeirra sem undirgangast efna- skiptaaðgerðir á Landspítala hafi batnað á síðustu árum, bæði fyrir aðgerð og eins eftir aðgerð. Hlutfall einstaklinga með ófull- nægjandi D-vítamínstöðu (25(OH)D >50 nmól/L) 18 mánuðum eft- ir aðgerð var 8,5% á tímabilinu 2013-2018 og hlutfall einstaklinga með D-vítamínskort einungis 1,6% á sama tímabili. Aukin áhersla hefur verið lögð á inntöku D-vítamíns meðal almennings hérlend- is síðustu ár í gegnum ráðleggingar um mataræði.41 Framboð af D-vítamín bætiefnum hefur aukist verulega og eins hefur styrkur D-vítamíns í ráðlögðum neysluskammti algengra fæðubótarefna einnig hækkað frá því að efnaskiptaaðgerðir hófust hér á Íslandi 2001. Nú er öllum þeim sem fara í efnaskiptaaðgerð á Landspít- ala ráðlagt að taka 3000 AE (75 µg ) af D3-vítamíni daglega eftir aðgerð samkvæmt klínískum leiðbeiningum.10,20 Hér áður fyrr var erfitt að verða sér úti um fæðubótarefni sem gáfu meira en 400 AE (10 µg) sem samsvaraði ráðlögðum dagsskammti af vítamín- inu hérlendis þar til árið 2013 þegar ráðlagður dagsskammtur fyrir almenning var hækkaður í 15 µg/dag (600 AE).42 Rannsóknir sýna að ráðleggingum um notkun bætiefna sem gefa D-vítamín er ekki eins vel fylgt og æskilegt væri.43 Því er talið líklegt að ástæða þess að fjórðungur þátttakenda í þessari rannsókn hafi verið með ófull- nægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð skýrist fyrst og fremst af skorti á nauðsynlegri töku D-vítamíns sem bætiefnis frekar en að hækka þurfi ráðlagða dagsskammta til almennings. Ýmsar takmarkanir felast í afturskyggnu rannsóknasniði eins og notast var við í þeirri rannsókn sem hér er lýst. Svo virðist sem D-vítamín hafi einungis verið mælt hjá hluta einstaklinga sem undirgengust efnaskiptaaðgerðir á rannsóknartímanum.6 Því er ekki hægt að fullyrða að þær niðurstöður sem hér eru birtar eigi við um alla einstaklinga sem fóru í efnaskiptaaðgerðir á Landspít- ala á tímabilinu 2001-2018. Upplýsingar um einstaklingsmiðaðar ráðleggingar um bætiefnanotkun (þar með talið styrk D-vítamíns í þeim bætiefnum sem ráðlögð voru) liggja ekki fyrir. Eins er rétt að nefna að munur á hlutfalli einstaklinga með ófullnægjandi D-vítamínstöðu milli tímabilanna 2001-2012 og 2013-2018 má sennilega að hluta til, en ekki öllu leyti, rekja til breytinga á aðferð við að mæla D-vítamín. Mæliniðurstöður með Roche-aðferðinni (2013-2018) skilar aðeins hærri mæliniðurstöðum en Diazorin-að- ferðin (2001-2012), sem gæti þýtt að munurinn á milli tímabila væri aðeins minni en hér hefur verið lýst. Að lokum takmarkast eftir- fylgd í þessari rannsókn við 18 mánuði, en rannsóknir erlendis hafa skoðað næringarefnaskort allt að 5 árum eftir efnaskiptaað- gerðir.9,32 Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að það sé nokkuð algengt að D-vítamínstaða einstaklinga á leið í efna- skiptaaðgerð sé ófullnægjandi. Þó svo að staðan virðist hafa batn- að á undanförnum árum benda niðurstöðurnar til þess að ástæða sé til að leggja aukna áherslu á leiðréttingu D-vítamínskorts fyrir efnaskiptaaðgerðir. Í því samhengi er mikilvægt að skimun fyrir hugsanlegum næringarefnaskorti sé gerð það tímanlega að næg- ur tími gefist til að leiðrétta næringarefnaskort fyrir aðgerðardag, hafi hann verið ákveðinn. Þakkir Verkefnið var styrkt af rannsóknarsjóði offiturannsókna á Landspítala. Þakkir fá starfsfólk Landspítala sem aðstoðaði okkur við gagnaöflun og upplýsingar um mæliaðferðir á D-vítamíni. Greinin barst til blaðsins 26. október 2020, samþykkt til birtingar 02. febrúar 2021

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.