Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 37
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 149 mörgum Íslendingum sem stunduðu nám og störfuðu á skurðstofum Yale. Aðdáun þeirra á Margréti sem manneskju fór ekki fram hjá áhorfendum. „Hún var sú fyrsta sem ég hitti frá Ís- landi,“ sagði Lewis. „Ég lærði fljótt margt um Margréti, margt um Ísland,“ sagði hann, og hvernig þau hjón, Margrét og Jón Ásgeir, fréttaritari og þáttastjórnandi til margra ára, hafi boðið honum í svið í fyrsta matarboði hans til þeirra. „Ég var kynntur fyrir siðunum en ekki síður fyrir hlýjunni sem kom frá landinu kennt við ís.“ Tengslin hafi orðið mjög sterk. „Það er erfitt að lýsa tengslunum en þau voru náin. Walter, Margrét og ég urðum mjög nánir samstarfsfélagar. Við stofnuðum okkar bræðralag. Þetta voru tengsl sem við sjáum ekki í dag en við sáum ástæðu til að minna á slíkt í fyrir- lestri 2015 sem kallaðist umhyggja (car- ing),“ sagði hann. Þeim hafi fundist sem læknar hafi misst sjónar á því að sýna sjúklingunum samkennd, hugsanlega vegna hins rafræna, en í samkenndinni hafi Margrét verið í sérflokki, mennska fyrir manneskjur (human to human). Í bræðralagi Walter E. Longo tók undir og sagði: „Það sem hélt okkur saman er að við hugsuð- um um hvort annað en ekki eigin hag og afrek. Fólk skipti okkur máli og það var hægt að treysta okkur.“ Hann lýsti því hve mikil áhrif hennar hafi verið. Hversu góður vísindamaður hún var og hve vel hún hafi verið kynnt. Hún hafi byggt brú til Evrópu. Þau hafi notið samvistanna utan spítalans en starf- Margréti var veittur sá heiður að „biblía“ skurðlækna, Schwartz´s Principles of Surgery útgefin 2009, var til- einkuð henni. ið á rannsóknarstofunum hafi þó verið í forgrunni og Margrét límið sem hélt mjög svo hæfu fólki saman. „Já, afreksfólk er líka bara fólk,“ segir Longo að hafi verið viðkvæði hennar. Jonathan tók undir það. „Já, hún jarð- tengdi okkur og sameinaði.“ Félagsfærni hennar hafi verið einstök og hjálpað þeim við vísindastörfin og aukið afköstin. Margrét hafi rutt brautina fyrir fram- úrskarandi sérnámslækna frá Íslandi: „Guðrúnu Aspelund á 10. áratugnum, Jór- unni Atladóttur og Huldu Einarsdóttur, báðar ristilsskurðlæknar, og Arnar Geirs- son, yfirlæknir og prófessor hjartaskurð- deildar Yale. Böndin voru þarna og menn- ingin hélt okkur saman,“ sagði hann. Þeir lýstu mikilli samkeppni á gólfinu í sérnáminu en einnig miklu álagi. 36 stunda vinnutörnum með 8 tíma hléum á Vilhelmína Haraldsdóttir, lyf- og blóðsjúkdómalæknir, ásamt Einfríði Árnadóttur röntgenlækni og Hjördísi Smith svæfinga- lækni á Landspítala, við málverkið af vinkonu þeirra, Margréti Oddsdóttur á Landspítala. Málverkið var afhent 3. október 2016 en þann dag hefði Margrét orðið 61 árs og fjölskylda hennar, vinir og vinnufélagar voru á staðnum. Stephen Lárus málaði myndina. Mynd/gag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.