Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2021, Side 45

Læknablaðið - 01.03.2021, Side 45
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 157 F R Á F É L A G I L Æ K N A N E M A Ástráður í 20 ár: Kynfræðsla á tímum kórónuveirunnar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Ástráðs fyrir 20 árum. Margar breytingar hafa átt sér stað í félaginu sem endurspegla ekki síst breytingar á samfé- lagi okkar á þessum tíma. Félagið hefur breytt nafninu tvisvar, en árið 2004 varð það að Ástráði (áður Félag um forvarnar- starf læknanema) og árið 2017 varð félagið að kynfræðslufélagi í stað forvarnarfélags. Auk nafnbreytingar fékk félagið nýtt merki og bolum fræðaranna var breytt; þeir fóru úr því að vera skærgrænir með manni sem leit út eins og Woody Allen, yfir í stílhreina hvíta boli með fallegu bleiku hjarta. Við þurftum því aldrei að ganga í skærgrænu bolunum og viljum þakka fyrri stjórnum Ástráðs fyrir það tískuskyn sem þurfti til að koma þeim bolum út úr myndinni – að öllum ólöstuð- um sem komu að hönnun bolanna. Markmiðið með stofnun félagsins var að veita unglingum fræðslu um heilbrigð- ismál og var í fyrstu einkum lögð áhersla á kynsjúkdóma og getnaðarvarnir. Ein helsta ástæða fyrir þeirri áherslu var há tíðni barneigna og þungunarrofs meðal ungra kvenna á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Fljótt kom þó í ljós að Snædís Inga Rúnarsdóttir 4. árs læknanemi og varaformaður Ástráðs 2020-2021 margt annað þurfti að bæta og því hefur fræðsla Ástráðs ekki aðeins miðast að getnaðarvörnum og kynsjúkdómum held- ur einnig tveimur öðrum meginþáttum kynfræðslu síðustu ára, samskiptum og samþykki. Á fyrsta starfsári félagsins var farið í 15 framhaldsskóla á landinu auk félagsmið- stöðva og síðan þá hefur fjöldi fyrirlestra aukist jafnt og þétt. Nú fara læknanemar á vegum Ástráðs í alla framhaldsskóla landsins, 31 talsins. Ástráður hefur þó ekki aðeins verið með fyrirlestra heldur einnig komið að ýmsum verkefnum sem varða kynheilbrigðismál á Íslandi og innan háskólans. Þar má nefna SEKSÍ- herferðina 2008, smokkaherferðina 2011 og smokkasjálfsalaverkefnið 2018, stofnun Ástblæs hinsegin félags læknanema 2020 og bætt aðgengi háskólanema heilbrigð- isvísindasviðs að tíðavörum, svo eitthvað sé nefnt. Þó er óhætt að segja að á starfsárinu 2020 hafi félagið orðið fyrir hvað mestum breytingum sökum heimsfaraldursins COVID-19. Í mars féllu allir fyrirlestrar tímabundið niður og um haustið varð ljóst að nánast öll fræðslan yrði að fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Þar glímdu 2. árs læknanemar og fræðarar við áður óþekktar áskoranir í kynfræðslu. Eins og það hafi ekki verið nógu mikil áskorun að ræða við unglinga um kynlíf – þá var talað um forsæði, að snípurinn blotni ekki og að endaþarmurinn hafi sogkraft líkt og ryksuga, með 100 manns á „mute” og engan í mynd. Við í stjórn Ástráðs getum ekki annað en verið stolt af því hvernig allir sem komið hafa að fræðslunni stóðu sig í að aðlaga starfsemi félagsins að sam- félaginu á tímum heimsfaraldurs. Ein stærsta áskorun Ástráðs undan- farin 20 ár hefur verið fjármögnun starf- seminnar. Sífellt meiri vinna fer í að sækja um styrki frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum. Á sama tíma gerir ungt fólk auknar kröfur um bætta kynfræðslu. Til þess að efla þá kynfræðslu sem ung- mennum stendur nú þegar til boða þarf aukið fjármagn í félög eins og Ástráð. Nú í vetur skipaði mennta- og menningar- málaráðherra starfshóp um eflingu kyn- fræðslu í skólum. Fulltrúar Ástráðs hafa þó ekki enn verið kallaðir að borðinu í þeirri vinnu og er það miður. Við vonum að stuðningur við þá jafningjafræðslu sem hópur eins og læknanemar bjóða falli á endanum að stefnu menntamálaráðu- neytisins um öfluga kynfræðslu í skólum landsins. Okkur langar að leggja okkar reynslu fram og erum reiðubúin til sam- starfs í því fjölþætta og stóra verkefni. Starf Ástráðs er gríðarlega mikilvægt. Það sýnir öll sú umræða sem á sér stað í samfélaginu um bætta kynfræðslu í skólum. Ástráður er eina staðlaða jafn- ingjafræðslan sem er í boði fyrir alla framhaldsskóla á landinu. Því er brýnt að halda áfram starfseminni af miklum krafti. Við í stjórn Ástráðs þökkum fyrri stjórnarmeðlimum Ástráðs fyrir sína vinnu í gegnum árin, fyrri fræðurum og öllum þeim sem hafa komið að starfsemi félagsins – án ykkar væri félagið ekkert og kynlíf og náin samskipti ungra Íslendinga lakari en ella. Hugrún Lilja Ragnarsdóttir 3. árs læknanemi og formaður Ástráðs 2020-2021

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.