Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 15
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 127
R A N N S Ó K N
fylgikvilla en einnig reyndist 30 daga dánarhlutfall lágt (1,6%) og
heildarlifun sambærileg við íslenskt viðmiðunarþýði af sama kyni
og aldri. Ísetning varanlegs gangráðs eftir TAVI-aðgerð var þó tíð
(26,5%) en í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem einnig var
notuð sjálfþenjandi gerviloka (17,4-25,9%).12,14 Við mat á gangráðsí-
setningu er notast við ákveðin viðmið um leiðslutruflanir eft-
ir TAVI.21 Sjúklingar í okkar rannsókn voru ívið eldri en í sam-
bærilegum erlendum rannsóknum og auk þess eru sjúklingar með
miklar kalkanir í vinstri útstreymisrás oft útilokaðir frá þátttöku,
en það eykur líkur á gangráðsþörf eftir aðgerðina. Flestir sjúk-
linganna höfðu flókna heilsufarssögu auk ósæðarlokuþrengsla
en þeir sem voru undir áttræðu höfðu iðulega sögu um alvarlega
sjúkdóma eða höfðu áður gengist undir opna hjartaaðgerð. Einnig
er áberandi hversu mikil einkenni sjúklingarnir höfðu en 81,5%
samanburði við íslenskt viðmiðunarþýði af sama kyni og sama
aldri. Einu ári frá aðgerð reyndist lifun 93,5% (95% ÖB: 89,8-97,3)
og ekki reyndist marktækur munur á heildarlifun TAVI-sjúk-
linga og viðmiðunarhóps á fyrstu fjórum árum frá TAVI-aðgerð
(p=0,232, log-rank próf).
Umræður
Þessi afturskyggna rannsókn lýsir árangri allra TAVI-aðgerða sem
framkvæmdar hafa verið á Íslandi. Í ljós kemur að árangur aðgerð-
anna er góður, bæði með tilliti til alvarlegra fylgikvilla innan 30
daga og heildarlifunar fyrstu árin eftir aðgerð.
Árangur TAVI-aðgerða á Íslandi er sambærilegur við helstu
erlendar rannsóknir (tafla V). Þetta á við um tíðni alvarlegra
Tafla V. Samanburður við helstu erlendu rannsóknir á TAVI-aðgerð með sjálfþenjandi gerviloku. Gefið er prósentu-
hlutfall eða meðaltal ± staðalfrávik.
Reardon, et al. 201712
(n=864)
Popma, et al. 201914
(n=1403)
Adams, et al. 201411
(n=795)
Þessi grein, 2021
(n=189)
Tegund loku
Medtronic
(Corevalve® og
Evolut R®)
Medtronic
(Corevalve®, Evolut R®
og PRO®)
Medtronic
(Corevalve®)
Medtronic
(Corevalve®, Evolut R®
og PRO®)
Meðalaldur, ár 80 ± 6,2 74 ± 5,8 83 ± 7,1 83 ± 5,9
NYHA III-IV 60,2 25,1 85,7 81,5
Áhættuskor (meðaltal) 11,9 ± 7,6 (logEuroSCORE) 1,8 ± 0,7
(STS skor)
17,7 ± 13,1
(logEuroSCORE)
6,9 ± 5,5
(EuroSCORE II)
30 daga dánarhlutfall 2,2 0,5 3,3 1,6
1 árs dánarhlutfall 6,7 2,4 14,2 6,5
Mikill randstæður leki 3,4 3,4 7,8 0,5
Heilablóðfall <30 daga 3,4 0,5 4,9 2,6
Alvarlegir æðatengdir
fylgikvillar <30 daga
6,0 3,8 5,9 1,6
Ísetning varanlegs
gangráðs
25,9 17,4 19,8 26,5
Mynd 2. Heildarlifun sjúklinga (Kaplan-Mei-
er) sem gengust undir TAVI-aðgerð (rauða
lína, en gráa svæðið sýnir 95% öryggisbil),
samanborið við íslenskt viðmiðunarþýði af
sama kyni og sama aldri (svört lína). Neðst á
myndinni er sýndur fjöldi TAVI-sjúklinga í
áhættu á hverjum tíma.