Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 35
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 147
Sá hópur lækna sem starfar sem sérfræði-
læknar á stofu er að eldast hratt og stór
hluti þeirra hættir störfum innan fárra ára.
Það stefnir í alvarlegan skort í þeirra hópi.
Þetta er dugmikill hópur um 320 lækna
sem sinnir mörgum sjúklingum ár hvert,
eða um 260.000 á ári, sumir í fullu starfi en
fleiri í hlutastarfi. Komufjöldinn er 500.000
eða hálf milljón læknisheimsókna. Það eru
jafn margar heimsóknir og á göngudeild
Landspítala og til Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins samanlagt á ári. Þetta er
með öðrum orðum mjög mikil starfsemi.
Sérgreinarnar eru 24. Kannanir sýna að
þjónustan er mikil að gæðum, vinsæl og
ódýr. Vinnan fer stundum fram í flókinni
teymisvinnu en stundum eins og læknis-
listin í sinni einföldustu mynd, í samtali
læknis og sjúklings þar sem greining,
rannsóknir og lækning eða líkn fer fram í
fyllsta trúnaði.
En hvaða þjónusta er veitt á stofu? Þar
er um að ræða allt frá viðtölum og læknis-
skoðun upp í stórar skurðaðgerðir í svæf-
ingu. Sumar aðgerðir eru einungis, eða nær
einungis, gerðar á stofum sérfræðilækna
eins og til dæmis speglanir á öxlum sem
bæklunarlæknar sinna. Á stofum sérfræði-
lækna fara fram greiningar, rannsóknir,
eftir lit, myndgreiningar, skurðaðgerðir,
speglanir og aðrar aðgerðir og meðferðir.
Margar af þeim aðgerðum og rannsóknum
er ekki unnt að gera á heilsugæslustöðvum.
Sumar sérgreinar eru þess eðlis að sjúk-
lingarnir þurfa sjaldnast innlögn á spítala
og er því þjónustunni sinnt á stöðvum
sérfræðilækna, dagdeildum eða göngu-
deildum. Dæmi um þetta eru HNE lækn-
ingar, þvagfæralækningar, augnlækningar,
barnalækningar, efnaskiptalækningar,
kvensjúkdómalækningar og húðlækn-
ingar.
Það er um 2/3 þjóðarinnar, eða 260.000
einstaklingar á ári, sem heimsækja stofur
sérfræðilækna. Hver Íslendingur kemur að
meðaltali þangað 1,8 sinnum á ári.
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A
FAL
Berglind Bergmann
Indriði Einar Reynisson
FÍH
Salóme Ásta Arnardóttir
Jörundur Kristinsson
FSL
María I. Gunnbjörnsdóttir
Guðrún Dóra Bjarnadóttir
LR
Þórarinn Guðnason
Alma Gunnarsdóttir
Stjórn Læknafélags Íslands
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO
Tíunda heilbrigðisstofnunin:
sérfræðilæknisþjónustan
Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta
þeir eigin skoðanir en ekki félagsins.
Reynir Arngrímsson formaður
hjartalæknir,
formaður Læknafélags Reykjavíkur
thg@simnet.is
Þórarinn Guðnason
Aldraðir læknar
Í könnun Læknafélags Reykjavíkur sem
gerð var á síðasta ári meðal allra lækna
sem starfa á stofu var spurt um aldur.
Svörun var góð, 270 af 320 starfandi stofu-
læknum tók þátt, eða 85%. Þar kom í ljós
að 42% læknanna eru 61 árs eða eldri.
Meðalaldur sérfræðilækna á stofu er um
60 ár.
Það þýðir að 42% þeirra eiga aðeins eft-
ir 6 ár eða minna til að ná eftirlaunaaldri.
Eftir 6 ár verður því tæpur helmingur
stofulækna hættur eða við það að hætta
vegna aldurs, eða 135 af 320 læknum.
Nýliðunarþörfin er því 20-25 læknar á ári,
sem er stór hluti þeirra sem hafa útskrifast
á ári úr læknadeild HÍ. Þörfin verður enn
meiri ef reiknað er með aukinni þjón-
ustuþörf vegna öldrunar þjóðarinnar,
fólksfjölgunar og vaxandi kröfu um meiri
þjónustu. Þá tekur 12-16 ár að mennta sér-
fræðilækni að afloknu stúdentsprófi.
Hvað er til ráða?
Það er mikil þörf á að gera áætlanir um
mönnun þessa stóra hluta heilbrigð-
iskerfisins og örva þar nýliðun. Það
þarf nú þegar að auglýsa eftir nýjum
sérfræðilæknum á stofu og bjóða þeim
góð starfskjör og gera við þá samninga.
Ástandið þolir enga bið enda hefur Emb-
ætti landlæknis þegar staðfest mikinn
skort á sérfræðilæknum í ákveðnum grein-
um eins og gigtlækningum og taugalækn-
ingum. Viðvarandi skortur er öllum ljós í
mörgum öðrum greinum.
Að mínum dómi mun heilbrigðiskerf-
ið ekki ráða við ástandið ef ekki verður
viðsnúningur varðandi nýliðun meðal
stofulækna. Sá þriðjungur stofulækna
sem hættir á allra næstu árum sinnir
um 230.000 komum sjúklinga á ári. Það
er svipað og allar komur á göngudeild
Landspítala á ári. Hver mun taka að sér að
sinna öllum þessum sjúklingum?
Aðeins með því að auka starfsöryggi,
umgjörð, réttindi og launakjör verður
hægt að laða fleiri lækna heim til starfa í
sérfræðilæknaþjónustunni sem stundum
hefur verið kölluð tíunda heilbrigðisstofn-
un landsins. Annars er fyrirsjáanlegur enn
meiri skortur á læknum og fjölgun sjúk-
linga á biðlistum heilbrigðiskerfisins.
Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar
ættu í aðdraganda kosninga að íhuga af-
stöðu sína til tíundu heilbrigðisstofnunar-
innar og þess hámenntaða, afkastamikla
og verðmæta hóps lækna sem starfar í
þessum mikilvæga hluta heilbrigðiskerf-
isins.
Aldursskipting sérfræðilækna á stofu samkvæmt könnun Læknafélags Reykjavíkur árið 2020.