Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 50
162 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
Sumarið 1976 fór ég til framhaldsnáms
til Houston í Texas, en hafði áður verið í
London rúm fjögur ár. Frægastir lækna í
Houston voru án efa hjartaskurðlæknarnir
tveir, DeBakey og Cooley. Þeir störfuðu á
Methodist Hospital og St Luke Hospital,
og á því svæði taldist vera stærsta lækn-
ingamiðstöð heims.
Þessi uppgangur læknisfræði í Hou-
ston var í upphafi mest að þakka Michael
DeBakey. Hann fæddist 1908 og var af
fátækum líbönskum innflytjendaættum,
en tókst með mikilli elju og hæfileikum
að ná forystusessi meðal æðaskurðlækna
heimsins. DeBakey var framgjarn, sér-
drægur og miskunnarlaus á heimavelli, en
þótti víðsýnn og veglyndur þegar hann
var kvaddur til ráðuneytis í Washington
eða erlendis. Meðal afreka DeBakeys má
nefna uppbyggingu færanlegra sjúkra-
skýla í Kóreustríðinu (M.A.S.H.), notkun
gerviefna við æðaskurðlækningar, þróun
hjarta- og lungnavélar og gervihjarta.
Hann varð fyrstur til að gera aðgerðir til
að fjarlægja æðaþrengsli í hálsæðum og
ósæðargúla í brjóstholi og meðal þeirra
fyrstu sem gerðu kransæðaaðgerðir með
bláæðahjáveitu. Hann var frumkvöðull að
stofnun National Library of Medicine og
var ráðgjafi flestallra forseta Bandaríkj-
anna um sína daga. Síðast kom hann við
heimsfréttir þegar forseti Rússlands, Boris
Yeltsin, fékk kransæðastíflu árið 1995, en
þá var að sjálfsögðu leitað ráða hins ní-
ræða DeBakey.
Denton Cooley var tæknilega jafnvel
enn færari skurðlæknir en DeBakey og
birtist það ekki síst við skurðaðgerðir á
smábörnum með meðfædda hjartagalla.
Hann var af auðugu yfirstéttarfólki og
kastaðist fljótt í kekki með honum og
yfirmanninum, DeBakey. Einn góðan
veðurdag árið 1960 strunsaði Cooley út
af Methodist og sneri aldrei aftur, og um
svipað leyti hófst bygging turnsins mikla
sem hýsti St Luke Episcopal Hospital eða
Texas Heart Institute, höfuðvígi Cooleys,
skammt frá Methodist. DeBakey var ill-
skeyttur við aðstoðarlækna sína og rak þá
oft úr starfi fyrir litlar ávirðingar. Cooley
þótti það enginn blettur á mannorði
manna að lynda ekki við erkifjandann
og réð þá oft samstundis í vinnu. Báðir
græddu þeir hjörtu í fólk með alvarlega
hjartasjúkdóma, en mörgum löndum
þeirra fannst siðferðilega rangt að fjar-
lægja hjörtu sem enn slógu, þrátt fyrir
heiladauða eigandans. Urðu því gjafa-
hjörtu af skornum skammti. Jafnframt var
höfnun algeng. Árið 1969 græddi Cooley
gervihjarta í dauðvona sjúkling meðan
beðið var eftir hjartagjafa. Eftir 65 klukku-
stundir fékkst nothæft hjarta, sem grætt
var í sjúklinginn í stað gervihjartans, en
sjúklingurinn lést, án þess að koma til
meðvitundar. DeBakey kærði Cooley fyrir
American College of Surgeons og hlaut
Cooley ávítur, en var sýknaður af bóta-
kröfum ekkju hins látna. Ég hafði lesið
metsölubókina Hearts, sem fjallaði um
stórkarlaleik Cooleys og DeBakeys og vissi
því ýmislegt um aðstæður á væntanlegum
vinnustað mínum.
Yfirmaður minn, Kinsman E. Wright,
var jankí um fertugt, menntaður í Boston
og með visna hönd eftir illa samsett
beinbrot í bernsku. Ted var fráskilinn
og keipóttur og hafði nokkuð nepjulega
framkomu á yfirborðinu. Tók mér samt
vel. Mestan hluta næsta árs vann ég á
rannsóknastofu í hjartasjúkdómum, þar
sem ég stýrði starfsemi 5-6 meinatækna.
Við gerðum þrekpróf mestallan daginn,
lesið var úr 24-klst hjartaritum, ómskoðan-
ir gerðar og fylgst með gangráðum. Eftir á
að hyggja var þetta dauflegur vinnustaður
og stelpurnar höfðu flestar dæmigerð
áhugamál aldurs síns. Þetta haust í Hou-
ston hef ég komist næst því að vera sam-
talshæfur um dægurtónlist.
Eftirminnilegastur jafnaldra minna var
Richard Levinsky, sem einnig var að ljúka
sérnámi í hjartalækningum. Hann var af
sikileyskum mafíuættum í móðurætt, en
af rússneskum gyðingum í föðurætt. Hann
hefði getað verið Kleppari. Frásagnargleðin
S A G A L Æ K N I S F R Æ Ð I N N A R
Michael DeBakey
og ríki hans
Þórður Harðarson
var taumlaus og sögurnar breyttust til
batnaðar við endurtekningu líkt og hjá Úlf-
ari og Gunnlaugi föðurbræðrum mínum.
Hann sagði mér að faðir hans og föður-
bræður bæru ennþá ör á baki sem þeir
fengu á unglingsaldri þegar hópur ríðandi
kósakka elti þá yfir kornakur í Úkraínu
með gaddasvipur á lofti. Richard var glað-
ur og óttalaus við flest nema konu sína All-
ison, sem var frá Wales og neistaði ekki af
kímnigáfu. Richard hafði miklar áhyggjur
af því að Indira Gandhi, þjóðhöfðingi Ind-
lands, kynni í hugarvíli fyrirtíðaspennu að
steypa heiminum út í kjarnorkustyrjöld og
var greinilega ekki reynslulaus af slíkum
kvillum á heimili sínu.
Það olli oft töfum og fylgikvillum að í
Houston var eingöngu notuð tækni Ma-
sons Sones við þræðingarnar, en í henni
fólst að skorið var inn á slagæð í oln-
bogabót og beinn, ómótaður æðaleggur
þræddur inn að hjartanu. Tafsamt var oft
að finna upptök kransæðanna og stund-
um stöðvaðist flæði um olnbogaæðina
eftir aðgerðina og þurfti þá að grípa til
skurðaðgerðar. Ekki gat heitið að ég næði
mikilli leikni í hjartaþræðingum, þótt
kalla mætti skammlaust. Tækni Melvin
Judkins var þá að ryðja sér til rúms víða
annars staðar, en með henni var nál
stungið beint inn í náraslagæð, boginn
æðaleggur þræddur inn og rataði oftast
nær sjálfkrafa inn í mynni kransæðanna.
Heimamenn höfðu flestir náð mikilli
leikni í henni og algengt var að þeir lykju
þræðingu á 15 mínútum. Rannsóknarstof-
ur Wrights og Coles voru allan daginn
önnum kafnar að þjóna sjúklingum á veg-
um Michael DeBakeys og annarra skurð-
lækna. Sigurður B. Þorsteinsson hafði
sagt mér að í Houston teldist kransæða-
aðgerð allra meina bót, ef menn væru vel
tryggðir eða ættu handbæra 2000 dali.
Rannsóknarstofurnar voru hýstar í nýrri
byggingu en áður var orðið þröngt um að-
stöðu fyrir hjartarannsóknir á Methodist
og höfðu læknar orð á því við auðmenn
borgarinnar. Á svipstundu söfnuðust
Prófessor emeritus‚ sérfræðingur
í hjartalækningum