Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 43

Læknablaðið - 01.03.2021, Qupperneq 43
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 155 V I Ð T A L heilbrigðiskerfið tæki við enskumælandi læknum. „Ég vissi því að það væri smuga á að fá stöðu hér á landi. Ég hringdi því á Landspítala og fékk samband við Hjalta Má,“ segir hann og vísar til kennslustjóra bráðalækninga á Landspítala. Ólíkt því sem er í Svíþjóð sé íslenska námið viður- kennt af The Royal College of Emergency Medicine. Hér séu bæði verkleg og skrif- leg próf sem mætti taka til fyrirmyndar í Svíþjóð en þar geti læknar óskað eftir því að taka próf hjá SWESEM, sænska bráða- læknafélaginu, kjósi þeir svo. Rasmus segir því íslenska sér- námsprógrammið í bráðalækningum í fastari skorðum en í Svíþjóð. „Mér finnst að hér hafi verið lyft grettistaki í að móta námið að íslenskum þörfum og aðstæð- um,“ segir hann. „Ég er einnig afar hrifinn af veru alþjóðlegra lækna á bráðamóttöku Landspítala, til dæmis lækna frá Kanada og Nýja-Sjálandi. Ég tel að þetta auki gæði námsins og sýni að bráðalækningar á Ís- landi séu eins og best verður ákosið.“ Hann segir bráðalækningar hér á landi spanna allt svið læknisfræðinnar. Í Svíþjóð sé meira um að bráðamóttökur sérhæfi sig. Hann hafi leitað eftir sem víð- feðmastri þekkingu og sé ánægður. Hann nefnir þó að íslenski spítalinn mætti taka fráflæðisvandann til athugunar. Hann sé ekki til fyrirmyndar. „En önnur þjónusta er mjög góð.“ Vill vinna á minni spítölum Rasmus ólst upp í Stokkhólmi og starfaði á spítala þar sem hjúkrunarfræðingur. „Ég vildi njóta betur tengsla við sjúklingana, fylgja þeim betur eftir í stað þess að líta á þá sem atvik í sjúkraskrá og flutti því í minna samfélag. Mér fannst áherslan í Stokkhólmi meiri á ferilsskrána en verkin sjálf,“ lýsir Rasmus sem flutti sig um set til Mälar-sjúkrahússins í Eskilstuna, sem er um 70.000 manna samfélag í Söder- manlandsléni. „Ég hef sterkar skoðanir á þessu og tel að minni sjúkrahús veiti fólki persónu- legri þjónustu en þau stærri. Ég nýt þess að reyna á mig og þekkinguna í stað þess að vera partur af stóru teymi án stjórnar á aðstæðunum.“ Rasmus stundaði nám í hjúkrunar- fræði á árunum 2000-2003 og starfaði til 2013 í faginu; bæði á bráðamóttöku og í sjúkrabílum. En hvers vegna vildi hann verða læknir en ekki halda áfram sem hjúkrunarfræðingur? Rasmus segir að hann hafi fyrstu árin verið ánægður í starfi sem hjúkrunar- fræðingur. „En ég fann að eftir fyrstu þrjú til fjögur árin hætti ég að sjá leiðir til að vaxa í starfi. Starfið rammaði of þröngt inn þær ákvaðanir sem ég mátti taka. Ég vildi því dýpka þekkingu mína og víkka rammann.“ Rasmus Erik Strandmark er í sérfræðinámi sínu í bráðalækningum og nýtur þess að vera hér á landi í skiptinámi. Hann útilokar ekki að vera áfram enda líkar fjölskyldunni veran í íslenska kuldanum vel. Hér er hann á bráðamóttökunni. Mynd/gag Fylgdi vini í hjúkrunarfræðina Rasmus á ekki ættingja í heilbrigðisstétt- um. Mamma hans var leikkona og pabbi hans tónlistarmaður. Áhuginn á starfi í heilbrigðiskerfinu kviknaði þegar hann gegndi borgaralegri herskyldu og þjónaði í slökkviliði þar sem hann vildi ekki bera vopn. „Ég kynntist strák í hernum sem vann sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni sem ég hóf síðar störf á. Á þessum tíma hafði ég stefnt á að verða slökkviliðsmað- ur en hóf þess í stað nám í hjúkrunar- fræði. Ég elskaði námið og það slökkti í draumum mínum um að verða slökkvi- liðsmaður. Það má því segja að ég hafi vaxið inn í heilbrigðiskerfið,“ segir hann og viðurkennir að hann sé nokkuð ævin- týragjarn. „Já, ætli ég sé það ekki svona miðað við hvaða leið aðrir fara í náminu. Ég elska áskoranir, hef ekki gaman af rútínu og elska að koma á nýja staði.“ Rasmus segir námstímann ná fram í ágúst á þessu ári. En hvað þá? „Já, þá hef ég lokið 5 ára námi í slysa- og bráðalækn- ingum. Ég veit ekki hvert leiðin liggur eft- ir það,“ segir hann og útilokar ekki lengri veru hér á landi. „Ég loka engum dyrum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.