Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 43
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 155 V I Ð T A L heilbrigðiskerfið tæki við enskumælandi læknum. „Ég vissi því að það væri smuga á að fá stöðu hér á landi. Ég hringdi því á Landspítala og fékk samband við Hjalta Má,“ segir hann og vísar til kennslustjóra bráðalækninga á Landspítala. Ólíkt því sem er í Svíþjóð sé íslenska námið viður- kennt af The Royal College of Emergency Medicine. Hér séu bæði verkleg og skrif- leg próf sem mætti taka til fyrirmyndar í Svíþjóð en þar geti læknar óskað eftir því að taka próf hjá SWESEM, sænska bráða- læknafélaginu, kjósi þeir svo. Rasmus segir því íslenska sér- námsprógrammið í bráðalækningum í fastari skorðum en í Svíþjóð. „Mér finnst að hér hafi verið lyft grettistaki í að móta námið að íslenskum þörfum og aðstæð- um,“ segir hann. „Ég er einnig afar hrifinn af veru alþjóðlegra lækna á bráðamóttöku Landspítala, til dæmis lækna frá Kanada og Nýja-Sjálandi. Ég tel að þetta auki gæði námsins og sýni að bráðalækningar á Ís- landi séu eins og best verður ákosið.“ Hann segir bráðalækningar hér á landi spanna allt svið læknisfræðinnar. Í Svíþjóð sé meira um að bráðamóttökur sérhæfi sig. Hann hafi leitað eftir sem víð- feðmastri þekkingu og sé ánægður. Hann nefnir þó að íslenski spítalinn mætti taka fráflæðisvandann til athugunar. Hann sé ekki til fyrirmyndar. „En önnur þjónusta er mjög góð.“ Vill vinna á minni spítölum Rasmus ólst upp í Stokkhólmi og starfaði á spítala þar sem hjúkrunarfræðingur. „Ég vildi njóta betur tengsla við sjúklingana, fylgja þeim betur eftir í stað þess að líta á þá sem atvik í sjúkraskrá og flutti því í minna samfélag. Mér fannst áherslan í Stokkhólmi meiri á ferilsskrána en verkin sjálf,“ lýsir Rasmus sem flutti sig um set til Mälar-sjúkrahússins í Eskilstuna, sem er um 70.000 manna samfélag í Söder- manlandsléni. „Ég hef sterkar skoðanir á þessu og tel að minni sjúkrahús veiti fólki persónu- legri þjónustu en þau stærri. Ég nýt þess að reyna á mig og þekkinguna í stað þess að vera partur af stóru teymi án stjórnar á aðstæðunum.“ Rasmus stundaði nám í hjúkrunar- fræði á árunum 2000-2003 og starfaði til 2013 í faginu; bæði á bráðamóttöku og í sjúkrabílum. En hvers vegna vildi hann verða læknir en ekki halda áfram sem hjúkrunarfræðingur? Rasmus segir að hann hafi fyrstu árin verið ánægður í starfi sem hjúkrunar- fræðingur. „En ég fann að eftir fyrstu þrjú til fjögur árin hætti ég að sjá leiðir til að vaxa í starfi. Starfið rammaði of þröngt inn þær ákvaðanir sem ég mátti taka. Ég vildi því dýpka þekkingu mína og víkka rammann.“ Rasmus Erik Strandmark er í sérfræðinámi sínu í bráðalækningum og nýtur þess að vera hér á landi í skiptinámi. Hann útilokar ekki að vera áfram enda líkar fjölskyldunni veran í íslenska kuldanum vel. Hér er hann á bráðamóttökunni. Mynd/gag Fylgdi vini í hjúkrunarfræðina Rasmus á ekki ættingja í heilbrigðisstétt- um. Mamma hans var leikkona og pabbi hans tónlistarmaður. Áhuginn á starfi í heilbrigðiskerfinu kviknaði þegar hann gegndi borgaralegri herskyldu og þjónaði í slökkviliði þar sem hann vildi ekki bera vopn. „Ég kynntist strák í hernum sem vann sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni sem ég hóf síðar störf á. Á þessum tíma hafði ég stefnt á að verða slökkviliðsmað- ur en hóf þess í stað nám í hjúkrunar- fræði. Ég elskaði námið og það slökkti í draumum mínum um að verða slökkvi- liðsmaður. Það má því segja að ég hafi vaxið inn í heilbrigðiskerfið,“ segir hann og viðurkennir að hann sé nokkuð ævin- týragjarn. „Já, ætli ég sé það ekki svona miðað við hvaða leið aðrir fara í náminu. Ég elska áskoranir, hef ekki gaman af rútínu og elska að koma á nýja staði.“ Rasmus segir námstímann ná fram í ágúst á þessu ári. En hvað þá? „Já, þá hef ég lokið 5 ára námi í slysa- og bráðalækn- ingum. Ég veit ekki hvert leiðin liggur eft- ir það,“ segir hann og útilokar ekki lengri veru hér á landi. „Ég loka engum dyrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.