Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 26
138 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107
R A N N S Ó K N
næringarefna sem og takmarkaðrar neyslu fæðu eftir aðgerð.7 Í
erlendum rannsóknum hefur verið lýst skorti á járni, B12-vítamíni,
kalki og D-vítamíni eftir efnaskiptaaðgerðir.8-10 Ófullnægjandi
D-vítamínstöðu hefur verið lýst hjá 50-60% einstaklinga á fyrstu
árum eftir efnaskiptaaðgerð, þrátt fyrir ráðleggingar meðferðar-
aðila um inntöku fæðubótarefna.11,12 D-vítamínskortur er almennt
meiri hjá fólki með offitu samanborið við fólk í kjörþyngd13,14 og al-
gengt að D-vítamínskortur sé greindur áður en sjúklingar gangast
undir efnaskiptaaðgerð, eða í allt að 90% tilfella, miðað við niður-
stöður erlendra rannsókna.15-19
Í niðurstöðum íslenskrar rannsóknar um eftirfylgni eftir efna-
skiptaaðgerðir kom fram að algengasti síðkomni fylgikvillinn var
vítamín- og steinefnaskortur.6 Fyrir allflesta þátttakendur (78%)
þurfti að breyta skammti þeirra af fæðubótarefnum í samræmi við
niðurstöður blóðprufa, oft mörgum árum eftir aðgerð. Niðurstöð-
ur blóðmælinga voru þó ekki birtar í greininni.
Markmið þessarar rannsóknar var að meta D-vítamínstöðu
þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerð á Landspítala frá janúar 2001
til desember 2018 út frá reglubundnum blóðmælingum á 25(OH)D
bæði fyrir og eftir aðgerð.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var afturskyggn og náði til einstaklinga sem fóru í
efnaskiptaaðgerðir, bæði magahjáveitu og magaermi, á Landspít-
ala á tímabilinu janúar 2001 til desember 2018. Úr sjúkraskrám
fengust upplýsingar um dagsetningu aðgerðar, tegund aðgerðar,
kyn og allar mælingar sem gerðar höfðu verið á styrk 25(OH)D
og PTH (kalkkirtilshormóni) í innskrift (um það bil tveimur vik-
um fyrir aðgerð) og í endurkomu á móttöku efnaskiptaaðgerða
á Landspítala þremur, 9 og 18 mánuðum eftir aðgerð. Vísinda-
rannsóknanefnd Landspítala (fyrir hönd framkvæmdastjóra lækn-
inga, tilv. 16 22. ágúst 2019) og siðanefnd heilbrigðisrannsókna á
Landspítala (29/2019) veittu leyfi fyrir rannsókninni.
Allir sem fara í efnaskiptaaðgerðir á Landspítala fá ráðleggingar
frá næringarfræðingi, meðal annars um neyslu fæðubótarefna.
Eftir aðgerð er í dag mælt með 3000 AE (75 µg/dag) af D-vítamíni
daglega.10,20 Í endurkomu eru skammtastærðir leiðréttar eftir þörf-
um út frá niðurstöðum úr blóðprufu.
Aðferð við mælingar á styrk S-25(OH)D á Rannsóknakjarna
Landspítala breyttist á rannsóknartímabilinu (2001-2018). Frá
upphafi rannsóknartímabils (2001) og fram til loka árs 2012 var
styrkur 25(OH)D mældur með RIA (RadioImmunoAssay, Di-
aSorin, Stillwater, MN, BNA), en síðar með ECLIA (Electrochem-
iluminescenceImmunoAssay, Elecsys 2010, Roche Diagnostics,
Sviss). Styrkur 25(OH)D undir 45 nmól/L var áætlaður sem ófull-
nægjandi D-vítamínstaða fyrir þá einstaklinga sem gengust undir
efnaskiptaaðgerð frá janúar 2001 til desember 2012, en við þau mörk
var sýnt fram á að styrkur PTH hækkaði tölfræðilega marktækt
vegna lækkandi D-vítamínstyrks í blóði.21 Við innleiðingu á ECL-
IA-aðferðinni kom í ljós að sú aðferð gefur aðeins hærri mæliniður-
stöður. Því var ákveðið að færa viðmiðunargildi fyrir fullnægjandi
D-vítamínstöðu í 50 nmól/L árið 2013, sem eru þau mörk sem not-
uð eru sem viðmiðunargildi fyrir fullnægjandi stöðu D-vítamíns á
Landspítala í dag í samræmi við alþjóðleg viðmið 2013.21-23 Styrkur
undir 30 nmól/L var skilgreindur sem D-vítamínskortur á báðum
tímabilum.22,23
PTH hefur verið mælt með sömu mæliaðferðinni, ECLIA frá
Roche, frá 2001 til 2018 en með mismunandi mælitækjum, Elec-
sys 2020, E170 Modular og Cobas 6000/8000. Viðmiðunarmörkin
breyttust einu sinni á rannsóknartímabilinu en þau voru 10,1-65,0
pg/ml frá upphafi rannsóknartímabilsins (2001) til 2005 en 15,0-
65,0 pg/ml frá árinu 2005. Styrkur PTH yfir 65 pg/ml var metinn
sem hækkun á PTH á öllu rannsóknartímabilinu.
Úrvinnsla gagna fór fram í Microsoft Excel og tölfræðigrein-
ingar framkvæmdar í SPSS (IBM, Statistical Package for the Social
Sciences, útgáfa 26). Niðurstöður eru kynntar með lýsandi tölfræði,
sem meðaltal ásamt staðalfráviki og hlutfallstölum. Breytingar
á styrk D-vítamíns fyrir aðgerð og að 18 mánaða eftirfylgd var
reiknuð með því að draga niðurstöður mælingarinnar fyrir aðgerð
frá niðurstöðunum í 18 mánaða eftirfylgdinni, aðeins fyrir þá sem
höfðu niðurstöður á báðum þessum tímapunktum. Parað t-próf
var notað til að meta hugsanlegar breytingar á styrk 25(OH)D fyrir
og eftir aðgerð og Mann-Whitney próf til að skoða hugsanlegan
mun á milli óháðra hópa. Marktækni var skilgreind sem p<0,05.
Niðurstöður
Í sjúkraskrám þeirra sem gengust undir efnaskiptaaðgerðir á
Landspítala á tímabilinu janúar 2001-2018 var að finna niðurstöð-
ur mælinga á 25(OH)D fyrir 539 einstaklinga úr innskrift (um það
bil tveimur vikum fyrir aðgerð), 476 sem undirgengust maga-
hjáveituaðgerð og 63 sem undirgengust magaermi. Meðal aldur ±
SF var 41,1 ± 10,4 ár og 82,7% voru konur. Úr þessum hópi voru
niðurstöður mælinga á 25(OH)D skráðar á öllum tímapunktum
fyrir 285 manns, það er í innskrift og þremur, 9 og 18 mánuðum
eftir aðgerðina (meðalaldur 43,0 ± 9,8 og hlutfall kvenna 83,9%).
Ekki reyndist tölulegur né tölfræðilega marktækur munur á
styrk 25(OH)D eftir því hvort einstaklingar gengust undir maga-
hjáveituaðgerð eða magaermisaðgerð. Niðurstöður um D-vítamín-
stöðu eru því birtar fyrir allan hópinn saman.
Tafla I sýnir annars vegar meðalstyrk og fjölda einstaklinga
með ófullnægjandi D-vítamínstöðu hjá einstaklingum með skráð-
ar mælingar á styrk 25(OH)D fyrir aðgerð og á einhverjum tíma-
punkti í eftirfylgd, og hins vegar einungis hjá þeim hópi þar sem
niðurstaða hafði verið skráð á öllum tímapunktum (n=285). Ekki
var marktækur munur á meðalstyrk 25(OH)D fyrir aðgerð hjá
þeim sem voru með allar mælingar skráðar (n=285) borið saman
við þann hóp þar sem eina eða fleiri mælingar skorti í eftirfylgni
(p=0,123). Rétt rúmlega 50% einstaklinga voru með ófullnægjandi
D-vítamínstöðu í innskrift fyrir aðgerð, þar af um fjórðungur með
D-vítamínskort. Meðalstyrkur 25(OH)D hækkaði jafnt og þétt frá
innskrift og allt að 9 mánuðum eftir aðgerð og mátti sjá hækkun á
gildum í um 85% tilfella.
Sé einungis horft til þess hóps þar sem styrkur 25(OH)D hafði
verið mældur á öllum tímapunktum (n=285) sést að af þeim 148
sem mældust með ófullnægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð
voru alls 46 (31%) sem mældust jafnframt með styrk 25(OH)D
undir æskilegum gildum 18 mánuðum eftir aðgerð. Einstaklingar
í þessum hópi sem voru með ófullnægjandi D-vítamínstöðu í 18
mánaða eftirfylgd voru með marktækt lægri styrk 25(OH)D fyr-
ir aðgerð borið saman við þá sem voru ekki með ófullnægjandi
D-vítamínstöðu í 18 mánaða eftirfylgd (30,6 ± 16,3 nmól/L miðað
við 58,2 ± 32,9 nmól/L, p<0,001).