Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 33
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 145
Mynd ársins og myndasería
teknar á Landspítala
Blaðaljósmyndarafélagið verðlaunar Þorkel Þorkelsson,
ljósmyndara á Landspítala
„Ég sá ekki í gegnum vélina fyrir plast-
pokanum utan um hana og öryggis-
búnaðinum,“ segir Þorkell Þorkelsson,
ljósmyndari á Landspítala. Ljósmynd hans
var valin mynd ársins 2020 og myndir frá
kvöldvakt á deildum A6 og A7 í Fossvogi
voru valdar myndasería ársins af Blaða-
ljósmyndarafélaginu. Myndin hér með
fréttinni er hans uppáhalds úr seríunni.
„Maður varð bara að giska og ég er
sérlega ánægður með þessa,“ segir þessi
þrautreyndi ljósmyndari sem hefur haft
ljósmyndun sem aðalstarf allt frá árinu
1983. Hann lýsir andrúmsloftinu þegar
hann tók myndirnar í heimsfaraldrinum
sem nú geisar.
„Þetta er alvörumál. Mér fannst fólk-
ið bratt og taka ástandinu af æðruleysi.
Mér fannst áberandi hvað margar konur
vinna í þessu. Það vakti aðdáun hvað heil-
brigðisstéttirnar stóðu sig vel. Hvort sem
það voru læknar, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar eða það fólk sem vann við að
sótthreinsa. Stemmningin var góð en ég
skynjaði alvöru þunga í andrúmsloftinu.“
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari á Landspítala, valdi
þessa mynd sem sína uppáhalds úr 8 mynda seríu sem
var valin sú besta af Blaðaljósmyndarafélaginu. Hann
átti einnig mynd ársins 2020. - Læknablaðið hefur birt
fjölmargar myndir úr vél Þorkels, og ævinlega átt gott
samstarf við hann. Blaðið sendir honum bestu óskir í til-
efni þessara vel forþéntu verðlauna. Mynd/Þorkell
Þorkell hefur áður unnið til verðlauna
sem fréttaljósmyndari og segir alltaf
gaman fá viðurkenningu fyrir störf sín.
„Mér þykir vænt um það og starfið sem
við vinnum á spítalanum,“ segir hann
og er hæverskur. „Ég er gamall skarfur
í faginu og veit að maður á ekki að upp-
„Við hefðum getað greint öll sýnin sem
biðu, og auk þess tekið að okkur allar
HPV-skimanirnar á Íslandi með nýja
afkastamikla tækinu okkar. Ekki nein
spurning um skort á öryggi og gæð-
um, enda fékk deildin faggildingu frá
SWEDAC á síðasta ári, “ segir Karl, pró-
fessor og yfirlæknir.
„Á óformlegum fundi með þeim í haust
kom fram að við gætum auðveldlega gert
þessar HPV-rannsóknir. Ekki var haft
samband við mig aftur.“ Verðið hafi verið
sambærilegt og í Svíþjóð. „Og við sáum
fram á að geta boðið ódýrari rannsókn með
nýja tækinu.“ Hann bendir á að deildin
Karl G. Kristinsson,
prófessor og yfirlæknir á
sýkla- og veirufræðideild.
Mynd/gag
„Við hefðum getað greint öll sýnin“
Gagnrýnt að heilsugæslan semji við danska sjúkrahúsið Hvidovre um
að greina krabbameinssýni úr íslenskum konum
veðrast yfir neinu.“ Hann sé í samkeppni
við sjálfan sig.
„Ég vil að öll verkefni, sama hvers eðlis
þau eru, séu gefandi og gef því allt í þau
sem ég get. Maður þarf alltaf að vanda sig,
sama hvort það er fundur eða dramatík.
Ég hef ánægju af því að gera hlutina vel.“
Heilsugæslan samdi við danska sjúkra-
húsið Hvidovre um að greina 2000 íslensk
sýni sem stóðu útaf eftir að heilsugæslan
tók við af Krabbameinsfélagi Íslands.
Stefnt væri að því að semja við sjúkrahús-
ið um að greina öll íslensku sýnin.
Læknablaðið sendi fyrirspurn á Ríkis-
kaup vegna málsins. Í svari Ríkiskaupa
segir að Heilsugæsla höfuðborgarsvæð-
isins hefði átt að setja þjónustuna í útboð
næmi upphæðin meira en rétt tæpum 98
milljónum króna. Kærunefnd útboðsmála
geti lýst samning óvirkan eða beitt öðr-
um viðurlögum sé upphæðin umfram þá
fjárhæð. Heilsugæslan hafi ekki leitað til
Ríkiskaupa vegna þessarar þjónustu eða
hugsanlegs útboðs á henni.
hafi sinnt HPV -greiningum fyrir Krabba-
meinsfélagið síðustu tvö árin, eða þar til
Heilsugæslan tók við.
Kurr er innan heilbrigðisstétta eftir að
ákveðið var að greiningarnar yrðu gerðar
í Danmörku. Stjórn Læknafélags Íslands
hefur ályktað að við þetta séu mikilvæg
sérhæfð störf lögð niður og flutt úr landi.
„Þá telur LÍ að það veki upp spurn-
ingar um atvinnu- og heilbrigðispólitíkina
sem nú er rekin í landinu að hægt virðist
vera að gera samninga um heilbrigðis-
þjónustu erlendis án útboðs á sama tíma
og stjórnvöld telji sér óheimilt að ganga
til samninga um sérhæfða innlenda heil-
brigðisþjónustu án útboðs á Evrópska
efnahagssvæðinu.“