Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2021, Page 25

Læknablaðið - 01.03.2021, Page 25
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 137 Inngangur Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) er offita eitt stærsta heilsufarsvandamál heims hjá fullorðnum og er æ oftar aðalorsök lífsskerðingar og dauða um allan heim.1 Með aukinni líkamsþyngd eru meiri líkur á sjúkdómum á borð við sykursýki tegund tvö og hjarta- og æðasjúkdómum.2 Offitu fylgir einnig aukin hætta á að fá ýmsar tegundir krabbameina, kæfisvefn og sálfræðilega kvilla.2 Þar sem sjúkdómurinn er krónískur þarf meðferð að vera ævi- löng og samkvæmt erlendum3 og nýútgefnum íslenskum4 leiðbein- ingum um offitu er mikilvægt að meðferðin sé fjölþætt. Lögð er áhersla á næringarríka fæðu, hreyfingu, hugræna atferlismeðferð og lyfjameðferð fyrir þá sem þurfa. Einnig eru efnaskiptaaðgerð- ir einn af meðferðarmöguleikum fyrir einstaklinga með líkams- þyngdarstuðul ≥40 kg/m2 eða ≥35 kg/m2 og með fylgikvilla. Á Landspítala eru framkvæmdar bæði magahjáveituaðgerð (gastric bypass) og magaermisaðgerð (sleeve gastrectomy). Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá einstaklingum með offitu er almennt góður ef litið er til langtímaþyngdartaps, fylgi- kvilla og lífsgæða.5,6 Varanlegar breytingar á meltingarveginum sem gerðar eru í efnaskiptaaðgerðum geta hins vegar aukið líkur á næringarefnaskorti, bæði vegna aukinnar hættu á vanfrásogi Berglind Lilja Guðlaugsdóttir1,2 næringarfræðingur Svava Engilbertsdóttir2 næringarfræðingur Leifur Franzson3,4 lyfjafræðingur Hjörtur Gíslason5 læknir Ingibjörg Gunnarsdóttir2,6 næringarfræðingur 1Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands, 2næringarstofu Landspítala, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 4lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 5skurðlækningakjarna Landspítala, 6matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands Fyrirspurnum svarar Ingibjörg Gunnarsdóttir, ingigun@landspitali.is Á G R I P TILGANGUR Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá einstaklingum með offitu er almennt góður, með tilliti til þyngdartaps, fylgisjúkdóma offitu og lífs- gæða. Hins vegar geta aðgerðirnar aukið líkur á næringarefnaskorti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap einstaklinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsingar um mælingar á S-25(OH)D og kalkkirtilshormóni (PTH) voru fengnar úr sjúkraskrám þeirra sem fóru í efnaskiptaaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2018 (n=539). Vegna breytinga á mæliað- ferð á rannsóknartímabilinu var ófullnægjandi D-vítamínstaða skilgreind sem styrkur 25hydroxyvitamin D (25(OH)D) <45 nmól/L á árunum 2001-2012, en <50 nmól/L 2013-2018. D-vítamínskortur var skilgreindur sem 25(OH)D <30 nmól/L fyrir bæði tímabilin. Sjúklingar fá ráðleggingar um töku fæðubótarefna við útskrift og við endurkomur á móttöku efnaskiptaaðgerða á Landspítala. NIÐURSTÖÐUR Meðalstyrkur 25(OH)D fyrir aðgerð var 51 nmól/L (SF 30 nmól/L) og reyndust 278 (52%) vera með ófullnægjandi D-vítamínstöðu, þar af fjórðungur með D-vítamínskort. Styrkur 25(OH)D hækkaði eftir aðgerð hjá meirihluta einstaklinga (85%). Um þriðjungur einstaklinga sem mældist með ófullnægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð mældist einnig undir viðmiðum allt að 18 mánuðum eftir aðgerð. Þegar borin eru saman tímabilin 2001-2012 annars vegar og 2013-2018 hins vegar sést að ófullnægjandi D-vítamínstaða var óalgengari á síðara tímabilinu, en þó enn til staðar í um það bil 25% tilvika fyrir aðgerð og 8,5% 18 mánuð- um eftir aðgerð. ÁLYKTUN Nokkuð algengt er að D-vítamínstaða einstaklinga á leið í efnaskipta- aðgerð sé ófullnægjandi, en styrkur 25(OH)D hækkar eftir aðgerð hjá meirihluta þeirra í kjölfar ráðlegginga um töku bætiefna. Niðurstöðurn- ar benda til þess að ástæða sé til að leggja aukna áherslu á leiðréttingu D-vítamínskorts fyrir efnaskiptaaðgerðir. D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.