Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 21
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 133 R A N N S Ó K N í heyryki. Reykingamenn voru síður með jákvæð fellipróf (<0,001), og hefur því verið lýst áður. Þá voru einnig marktækt fleiri með lungnateppu í Víkurhéraði en á Ströndum (FEV1/FVC% <70% voru 24,8% á móti 9,5%). Á árunum 1977-81 voru mæld fellipróf frá sjúklingum á Landspítala og Vífilsstöðum á Allergilaboratoriet á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu í Gautaborg. Um var að ræða sjúklinga sem höfðu unnið í heyryki og voru með lungnasjúkdóma. Gerð var aftur- skyggn könnun á þeim sem höfðu fengið mælingu fyrir M. faeni og athugað hvort einhver munur væri á sjúkdómsgreiningu eftir því hvort fellipróf voru jákvæð eða neikvæð. Þá var kannað næmi og sérhæfni prófanna með tilliti til heysóttar, og hvort tímalengd við vinnu í heyryki hefði áhrif á niðurstöður prófanna.19 Fjöldi þátttakenda var 136, og 63% voru jákvæðir fyrir M. faeni. Neikvæð- ir voru marktækt yngri og höfðu unnið skemur í heyryki. Þegar sjúkdómsgreining var borin saman við niðurstöðu úr felliprófum voru sjúklingar með astma marktækt sjaldnar með jákvæð felli- próf og sjúklingar með heysótt marktækt oftar með jákvæð felli- próf. Næmi felliprófs til að greina heysótt var 82%, en sérhæfni prófsins var aðeins 49%. Marktækt fleiri voru með jákvæð felli- próf ef þeir höfðu unnið meira en 20 ár í heyryki, borið saman við þá sem höfðu unnið skemur. Líkt og í áðurnefndri könnun18 voru teppugildi marktækt lakari hjá þeim sem voru jákvæðir á felliprófi (meðalgildi FEV1/FVC % 68 á móti 75). Þótt M. faeni sé það fellipróf sem er langoftast jákvætt hér á landi þá var prófað fyrir 10 öðrum mótefnavökum. T. vulgaris var alltaf neikvætt, Alternaria var já- kvætt hjá 15%, Pullularis hjá 13% og Cladosporium hjá 12%, en aðrar myglur voru sjaldnar jákvæðar. Læknar á lungnasjúkrahúsinu á Vífilsstöðum höfðu veitt því athygli að þangað komu bændur með lungnaþembu á háu stigi án þess að hafa reykt. Því voru lungnamyndir 852 sjúklinga rann- sakaðar, ef þeir höfðu legið inni á árunum 1975-84 og útskrifast með einhverja af greiningunum lungnaþembu, langvinna berkju- bólgu, astma, heymæði og eða örvefsmyndun í lungum. Tveir reyndir lungnalæknar mátu myndirnar.20 228 sjúklingar voru með röntgenbreytingar sem samrýmdust lungnaþembu, og af þeim voru 30,3% bændur eða fyrrverandi bændur, sem er miklu hærra hlutfall en fjöldi bænda meðal þjóðarinnar. Meðal bænda með lungnaþembu höfðu 58% reykt miðað við 94% þeirra sem ekki höfðu fengist við búskap. Bændur fá því oftar lungnaþembu, án þess að hafa reykt, en aðrir landsmenn. Heysjúkdómar leggjast ekki eingöngu á menn. Íslenskir bænd- ur og hestamenn höfðu lengi vitað að hross gátu einnig veikst af þessum kvillum. Því var gerð rannsókn til að kanna heysótt í hrossum.21,22 Ekki fundust eldri hliðstæðar rannsóknir. Rannsak- aðir voru 18 heilbrigðir hestar, 15 hestar með heysótt og 23 skyld- leikaræktaðir hestar og 82 ættbókarfærðir stóðhestar. Fellimótefni gegn M. faeni fundust í sermi allra hrossa með heysótt, en að jafn- aði ekki í sermi heilbrigra hesta. Fimmtán stóðhestanna höfðu sögu um hósta eða heymæði og 14 þeirra höfðu fellimótefni gegn M. faeni. Ekki fengust vís- bendingar um ættgengi heysóttar. Skyldar rannsóknir á Íslandi Aldamótaárið voru um 200 heimili á Reykjavíkursvæðinu rann- sökuð með tilliti til rykmítla, bæði með smásjárskoðun á ryk- sýnum og með mælingum á mótefnavökum mítlanna (ECRHS II). Það fundust aðeins tveir mítlar í þessum sýnum og vottur af mótefnavökum í einum öðrum bústað.10 Þannig fundust mótefna- vakar á 0,5% heimilanna, en með sömu rannsóknaraðferð fundust mótefnavakar á 16,4% heimila í Uppsölum.23 Eigi að síður var ekki mikill munur á algengi mítlaofnæmis í Reykjavik og Uppsölum (jákvæð húðpróf 6,1% á móti 7,4%, sértæk IgE-mótefni 9,2% á móti 7,9%).24 Því hefur verið haldið fram að rykmítlaofnæmi í kaldtempr- uðu loftslagi væri vegna snertingar við mítla innanhúss.25 En sé Tafla IV. Einkenni af heyryki hjá þeim sem voru neikvæðir (n=46) og jákvæðir (n=57) á pikk-prófi. Einkenni Hlutfall (%) neikvæðra Hlutfall (%) jákvæðra Marktækni Hósti 24 30 Ekki marktækt Mæði 22 20 Ekki marktækt Hiti 13 14 Ekki marktækt Einkenni frá nefi 28 72 p<0,001 Einkenni frá augum 17 61 p<0,001 Tafla V. Samanburður á einkennum eftir vinnu í heyryki og niðurstöðum felli- prófa á Suðurlandi og Ströndum. Hlutfall (%) Einkenni/fellipróf Á Suðurlandi Í Strandasýslu Marktæki Hósti 19,0 14,3 Ómarktækt Mæði 14,2 14,5 Ómarktækt Hiti 18,5 7,9 p<0,01 Jákvæð fellipróf 72,9 23,0 p<0,001 Tafla VI. Hlutfall (%) jákvæðra prófa fyrir sértækum IgE-mótefnum (0.35 kU/l) hjá þeim sem voru jákvæðir fyrir rykmítlum árin 1990 og 2000 (HDM +/+), jákvæðir fyrir rykmítlum árið 1990 og neikvæðir árið 2000 (HDM +/-) og við- miðunarhópi þeirra sem voru jákvæðir fyrir grasfrjóum árið 2000. Ofnæmisvakar HDM +/+ N:24 HDM +/- N:20 Grasfrjó jákvæð N:35 1. Lepidoglyphus destructor 67*** 15* 0 2. Rækjur 58*** 0 0 3. Kakkalakkar 33** 0 0 4. Moskítóflugur 17* 0 0 5. Tropomyosin 17* 5 0 6. Blóðormar 4 0 0 1-6. 75*** 20* 0 * p<0,05; ** p<0,01; *** p<0,0001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.