Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2021, Page 28

Hugur og hönd - 2021, Page 28
28 HUGUR OG HÖND2021 KARÓLÍNA VEFARI NÝ SÝNING Í ÁRBÆJARSAFNI GERÐUR RÓBERTSDÓTTIR Karólína Guðmundsdóttir var um margt merkileg manneskja. Strax sem ung stúlka bjó hún yfir hugrekki, þrautseigju og metnaði til að fylgja eftir áhuga sínum. Hún lærði listina að vefa til hlítar á tímum þegar vélvæðing var að komast á skrið í vefjariðnaði. Vefnaður varð hennar ævistarf og rak hún um áratuga- skeið vefstofu við Ásvallagötu í Reykjavík. Borgarsögusafn Reykjavíkur hefur nú, í samvinnu við Heimilisiðnaðarfélag Íslands, sett upp sýningu í Árbæjarsafni þar sem verk Karólínu eru sett í öndvegi og framlag hennar til handverks og hönnunar dregið fram. UPPRUNI OG ÁHRIFAVALDAR Karólína var fædd á Þóroddsstöðum í Grímsnesi árið 1897. Frá barnæsku hafði hún gaman af hvers konar hannyrðum og sem barn í sveit kynntist hún bæði tóvinnu og jurtalitun. Hún flutti sem unglingur með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hélt síðan til Danmerkur árið 1920 á hannyrðanámskeið hjá Dansk Kunstflidsforening, danska listiðnaðarfélaginu. Þar lærði hún fínni útsaum, knipl og vefnað og hlaut viðurkenningu á nemendasýningu að námskeiði loknu. En það var vefn- aðurinn sem heillaði hana. Karólína varð því um kyrrt í Kaupmannahöfn, sótti framhaldsnámskeið í vefnaði, fékk vinnu á vefstofu Johanne Siegumfeldt í Amaliegade og var þar í tvö ár. Fröken Siegumfeldt (1868-1953) var þekkt fyrir vandaðan vefnað og gerði því miklar kröfur til vefara. Hjá henni voru ofin klæði í metravís fyrir verslanir og hús- gagnaframleiðendur, oft í samvinnu við arkitekta og húsgagnahönnuði. Frá sýningu um Karólínu vefara í Árbæjarsafni 2021. Ljósmynd: Hörður Sveinsson.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.