Hugur og hönd - 2021, Side 38
38 HUGUR OG HÖND2021
KROSSSAUMUR KARÓLÍNU
MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR
Útbúinn hefur verið fjöldi útsaumspakkninga í tilefni
af sýningunni Karólína vefari sem opnuð hefur verið
í Árbæjarsafni. Pakkningarnar eru ávöxtur samstarfs
Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Láru Magneu Jóns-
dóttir textílhönnuðar og eiganda Saumakassans og
Borgarsögusafns sem hófst í maí 2020 þegar Lára
Magnea var ráðin til að velja munstur frá Karólínu
og færa þau í nútíma horf.
Sautján útsaumspakkningar líta nú dagsins ljós, en
möguleikar á viðbótum í framtíðinni eru óþrjótandi.
Að baki krosssaumspakkninga af þessu tagi liggur
ómæld vinna sem útilokað hefði verið að inna af
hendi nema með dyggri aðstoð fjölmargra sjálf-
boðaliða. Auglýst var eftir félagsmönnum til að
sauma sýnishorn, sem síðan voru notuð til ljósmynd-
unar og til útstillinga á sölustöðum. Þátttakendur í
Saumaklúbbi Karólínu hittust um skeið annað hvert
föstudagskvöld og saumuðu saman.
Þá er ótalin öll sú mikla vinna sem fólst í að telja
spotta, hnýta í hankir eða skreppur og setja
í pakkningar. Án þessarar viðamiklu sjálfboðavinnu
hefði verkefnið ekki reynst mögulegt. Öllum sem
lagt hafa hönd á plóg er þakkað hjartanlega fyrir
ómetanlega aðstoð.
Ástundun handverks eflir bæði hug og hönd og hefur
jákvæð áhrif á andlega heilsu. Það er notalegt að
sitja með nál og þráð, sjá verkinu vinda fram og hafa
að endingu í höndunum fallega híbýlaprýði. Það var
löngu tímabært að endurnýja kynnin við munstrin frá
vefstofu Karólínu, sérstaklega í ljósi þess að útsaum-
ur nýtur nú vaxandi vinsælda. Viðtökur við kross-
saumi Karólínu hafa þegar verið mjög góðar enda er
söguleg tenging sterk og vandað mjög til verks. Það
er von okkar að Karólína fari sem víðast, en tilkoma
vefverslunar máir út landamæri í verslun því einfalt
er að senda pakkningarnar hvert sem er. Ráðgert er
að bjóða útsaumspakkningarnar á sem flestum sölu-
stöðum um land allt en jafnframt eru þær seldar í vef-
verslun Heimilisiðnaðarfélagsins heimilisidnadur.is
og í vefverslun Saumakassans saumakassinn.is