Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur Hvað er Mergi? Magnús Örn Tómasson, hjá Marás vél- um, svarar: „Mergi er lífrænn brennslu- hvati. Honum er blandað saman við elds- neytið, svartolíu, díselolíu og bensín, og við það sparast olían um 4-12% og bens- ínið um 8%.“ Galdurinn felst í því að Mergi gerir eldsneytið brennanlegra; með öðrum orðum það brýtur upp mólekúl eldsneyt- isins og lagar CVI gildið. Þetta er ástæð- an fyrir því að Hörður Erlendsson vél- stjóri segir þá á Örvari nota Mergi til íblöndunar. Það er góður bruni sem sóst er eftir er veldur því að vélin sótast lítið sem ekkert. Fyrir vikið hafa viðgerðar- mennirnir hjá Vélum og Skipum orð á því að þeir fái varla betri aðalvél til eftir- lits og viðhalds , bendir Hörður á. Grétar Berg Hallsson, hjá Flugstoðum ohf, tekur undir þetta. Vegna hins góða bruna eru vélarnar hreinni og þar af leið- andi endingarbetri, afl vélanna skilar sér mun betur og þær eru betri og öruggari í gang. Jón Helgi Ásmundsson, yfirvélstjóri á Ottó EK, staðfestir bæði hinn góða bruna; „vélin sótar miklu minna í hæga- gangi“, og að eldsneytissparnaður er allt að 6%. Ýmsar óháðar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni Mergi, meðal annars hef- ur rannsókn hjá Det Norske Veritas (sjá skýrslu nr. 85-6115) staðfest um 4% sparnað þegar Mergi var blandað í elds- neytisolíu. - En hvað með einkabílinn? „Jú, blessaður vertu, við hérna hjá Marás notum þetta allir,“ segir Magnús Örn. „Fyrir hrun vorum við aðallega að hugsa um að lengja líftíma vélanna en eftir hrun og sífelldar eldsneytishækk- anir munar heldur betur um eldsneytis- sparnaðinn sem Mergi gefur. Við þurfum ekki nema 10 ml í 40 lítra tankinn. Hingað til hafa það þó verið mest leigu- bílstjórar, langferðabílar og vinnuvélar notað Mergi en við erum farnir að selja Mergi á 500 ml brúsum sem henta öll- um.“ Magnús Örn Tómasson, hjá Marás, gefur allar upplýsingar um Mergi. Netfangið hjá honum er mt@maras.is, síminn 840-6645. MERGI sparar eldsneyti og viðhald

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.