Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Síða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Síða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Skipaskoðunarstjóri hafði fundið út á þessum tíma, að bjarglína báta, sem geymdir voru í glasfíberhylki, gat sargazt í sundur á egghvassri brún hylkisins, eft- ir að bátarnir voru komnir í sjóinn út- blásnir, og hafði hann gert endurbætur á þessu með gúmmítappa, sem varði lín- una fyrir brún hylkisins. Það kom hins vegar í ljós, að bátarnir frá Elliða slitn- uðu ekki frá af þessum sökum, heldur var þessi taug, sem batt bátinn við skip- ið, of veik, og var hún styrkt um þetta leyti.10 Er líklegt, að bjarglínan hefði haldið gúmmíbjörgunarbáti í Nýfundna- landsveðrinu 1959? Frá Júlí barst aldrei neyðarskeyti, og í síðustu skeytum frá skipinu var ekki að heyra, að neitt væri að.11 Togarinn gæti hafa farizt skyndi- lega. Frá Júlí fannst aldrei neitt. Bresku togararnir, sem fórust 1955 Karfamiðin á Ritubanka (52N og 51V) fundust sumarið 1958.12 Júlíslysið varð því á fyrsta vetri veiðanna þarna. Veður- athugunarskip eða hjálparskip fyrir flot- ann voru engin. Í skýrslu brezku rann- sóknarnefndarinnar vegna sjóslysanna norðan við Horn 1955 var bent á, að ættu togarar að veiða á þeim slóðum, yrði veðurþjónusta við flotann að vera góð, svo að skipin gætu í tíma hleypt undan í hlýrri sjó. Niðurstaða nefndar- innar var, að veðrið, þegar togararnir fór- ust, hafi ekki verið verra en oft gerðist á þessum slóðum að vetri til.13 Brezku tog- ararnir tveir ætluðu að „slóa“ veðrið af sér og hefðu gert það í hlýrri sjó. En skipin voru komin í íshafsstraum (Aust- ur-Grænlandsstrauminn) og þar með í dauðagildru. Orðin of ísuð til að geta snúið við (vent) og hleypt undan, og veðrið of langvarandi til þess að þau gætu beðið það af sér, þá yfirísuðust þau, misstu stöðugleikann, og þeim hvolfdi. Lorella var byggð 1947 (559 brúttó- tonn) og Roderigo árið 1950 (810 tonn). Þau voru í meginatriðum sömu gerðar og íslenzku nýsköpunartogararnir. Í eðli sínu höfðu togarar lítið breytzt, frá því að farið var að smíða þá til strandveiða við Bretland og í Norðursjó fyrir alda- mótin 1900. Veiðarnar færðust til Fær- eyja og suðurstrandar Íslands og norðar og norðar og þá á úthafs- og íshafsmið við Austur- og Vestur-Grænland, Labra- dor og Nýfundnaland. Skipin stækkuðu mikið, en byggingarlag þeirra var það sama að því leyti, að þau voru lágsjávuð með miklu rekkverki og vírastögum og því ekki til siglinga í íshafi í óveðrum að vetri til, þegar gaf yfir þau og sjórinn, sem inn kom, fraus. Þingsályktunartil- laga Alþingis árið 1959 hefði átt að fjalla um það og að menn kynntu sér rann- sóknir þjóða, sem misst höfðu skip við svipaðar aðstæður og Nýfundnalands- veðrið var. Veikleiki gúmmíbjörgunarbátanna Stóri veikleiki gúmmíbjörgunarbátanna á þessum tíma var of veik líflína. Hvers virði var fullkomnasti gúmmíbátur áhöfn skips, sem var að farast, ef báturinn slitnaði frá skipinu tómur, áður en nokk- ur komst í hann, jafnvel þótt báturinn væri að öllu öðru leyti í fullkomnasta lagi? Þetta var ekki enn ljóst þremur árum seinna í Elliðaslysinu. Skoðun gúmmíbáta var þá ýmist ekki gerð eða kákið eitt. Ef ekki hefði verið einstakur skipstjóri á einu bezta sjóskipi togara- flotans, sem fyrir undarleg atvik var staddur tiltölulega nærri slysinu, hefði öll áhöfnin um borð í Elliða farið í sjó- inn, og þar hefðu menn ekki lifað lengi. Öll áhöfnin – nema tveir – hefði farizt þar, hefði þeim ekki verið bjargað úr sjónum innan skamms tíma. Allir nema þeir tveir, sem þrátt fyrir bann yfir- manna, stukku út í annan gúmmíbát Elliða, áður en báturinn slitnaði frá. Hefði sá bátur, með mönnunum tveimur, ekki verið keyrður niður fyrir slysni í myrkri og leit, hefðu þeir tveir sloppið lifandi úr þessu slysi, og þeir einir, ef hitt hefði farið á versta veg. En hið þveröfuga skeði. Og allt var það þaggað niður og gögnum eytt og kyrjað yfir með sálma- söng og bænalestri. Þetta var 3 árum eft- ir Nýfundnalandsslysið og 7 árum eftir að brezku togararnir fórust norður af Horni.10 Hversu vont var Nýfundnalandsveðrið? Hjá Kanadísku Veðurstofunni eru til veð- urathugunargögn frá Nýfundnalandi allt frá árinu 1937 og fram til 2012 (Gand- er).14 Lofthitamælingar eru til frá janúar 1937 og lofthitamælingar og vindmæl- ingar frá janúar 1955. Sé litið á mælingar frá desember–marz (að báðum mánuðum meðtöldum) ár hvert á tímabilinu janúar 1955 til des- ember 1998 á Gander, þá hefur veður- hæð á sérhverjum vetri (miðað við áður- nefnda mánuði) einu sinni eða oftar náð 9–10 vindstigum eða meiru og lofthiti á sama degi fallið í –6 °C eða meira. Sé miðað við, að hitastig sjávar við austan- vert Nýfundnaland sé á áðurnefndum árstíma mínus ein gráða á Celsíus,15 þá skapast við þær aðstæður ísingarástand, sem flokkast undir „mjög mikið“. Og þetta ástand skapaðist í sérhverjum mán- uði að vetri (desember–marz) á þessu árabili að undanskildum 12 mánuðum; í þeim 12 mánuðum taldist ísingarástand- ið engu að síður „mikið“; vindhraði náði að minnsta kosti 8 vindstigum og lofthiti féll í –6,0 °C eða meira í yfir helmingi tilfella. Gera má ráð fyrir meiri vind- hraða yfir sjó en á landi,16 og því hafa sum þessara tilfella eflaust náð ísingar- ástandinu „mjög mikið“ á hafinu austur af Nýfundnalandi, en byggt er á mæling- um frá Gander. Á tímabilinu 1937–1954, þegar vindmælingar vantaði, fór lofthiti árlega í sérhverjum mánuði á tímabilinu desember til marz niður fyrir –6 °C. Eftir 1998 virðist veðurfar hafa batnað á þess- um slóðum. Frá 1998 til 2012 hefur Ísing hefur grandað mörgu skipinu. Mynd: Reijo Kuurne.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.