Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21 Jörgen Språng, sem er bryti á sænska olíuskipinu Bit Okland sem meðal ann- ars sigldi um árabil með olíu til Íslands. Það var mat dómaranna að myndin væri táknræn fyrir erfiðan vinnudag. Fyrir mynd sína fékk Jörgen ljósmyndabúnað fyrir 5.000 sænskar krónur sem Sjöfart- stidningen í Svíþjóð gefur. Fjórðu verðlaun hlaut Ole A. Hetland, sem er nemi um borð í norska skólaskip- inu Gann. Það var mat dómaranna að stemningin og lýsingin gerðu þetta augnablik fallegt. Að launum fékk Ole ljósmyndabúnað fyrir 350 evrur sem Samskip á Íslandi gefa. Þakkar Sjó- mannablaðið Víkingur Samskipum fyrir stuðning sinn við keppnina. Fimmtu verðlaun komu í hlut sænska skipstjórans Tim Ruttledge sem er skip- stjóri á olíuskipinu Furenäs. Mat dómar- anna var að myndin gæfi góða innsýn í miklar víddir. Að launum fær Tim ljós- myndabúnað fyrir 300 evrur sem finnska útgerðin Finnlines gefur. Óskum við Guðmundi St. Valdimars- syni innilega til hamingju með sigurinn en Guðmundur hefur tekið þátt í keppn- inni frá upphafi þátttöku okkar Íslend- inga. Hefur hann jafnframt alltaf átt ljós- myndir sem hafa farið í Norðurlanda- keppnina. Er það von okkar að sigur Guðmundar verði öðrum sjómönnum til enn frekari hvatningar að taka þátt í ís- lensku keppninni og að komast í Norð- urlandakeppnina að ári. Matroserna under ankarhantering nefnir Daniel Möllerström þessa mynd sína er hreppti 2. verðlaun. Jörgen Språng, margfaldur vinningshafi í Norrænu ljósmyndakeppninni, fékk þriðju verð- laun fyrir þessa mynd.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.