Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur komið var ösku rok af norðan með snjó- komu. Það var því ekki haldið lengra heldur snúið við til Keflavíkur. Við dróg- um netin út af Helguvíkinni í bátinn. Mig minnir að við fengjum þrjú eða fjögur tonn í þau ásamt alskonar óþverra á svona grunnu vatni, 14 til 15 föðm- um, enda staðurinn oft kallaður klósett- bankamið. Þarna var tveggja daga land- lega. Mig minnir að þeir bátar, sem áttu netin á Breiðafirðinum, næðu ekki að hreinsa upp fyrir páska, en páskadagur var 26. mars. Við gátum dregið þessar fimm trossur, sem við áttum í sjó á skír- dag og lagt hinar fimm á Hólana. Við fengum 40 tonn af bæði lifandi og dauð- um fiski í þessar trossur. Það var komið sæmilegt veður þá. Á laugardag fyrir páska drógum við níu trossur og fengum 29 tonn. Maður var nú ekki bjartsýnn á vertíð- ina, eftir allar þessar brælur. Mig minnir að 1. apríl hafi Dóri á Lómnum verið kominn með 150 tonnum meiri afla en við. Ég man að við fjölskyldan vorum í heimsókn hjá foreldrum mínum á páska- dag og þá mundi ég eftir draumnum, sem mig dreymdi og fór að segja pabba hann. Hann sagði að það væri nú ekki mikill vandi að ráða svona draum, ég kæmist á toppinn, en missti hann aftur. Veðráttan lagaðist nú heldur, en þó voru alltaf þessar SV brælur og leiðinleg sjóveður og erfið fyrir alla, mikill velt- ingur og erfið vinna fyrir þá á dekkinu. Það var helst að landleiðin væri skást á lensinu. Það kom mikill fiskur á Hólana seinni partinn í apríl, Ég man að það var á miðvikudegi, en dagbókin frá þessum tíma og þangað til ég hætti með bátinn, er týnd. Við vorum að draga steindauð net og búnir að draga í bátinn sex tross- ur, þá kom upp að okkur mb. Jón Finns- son og við töluðum saman, við Gísli Jó- hannesson. Hann ætlaði að leita eitthvað norðar. Við áttum trossur dýpra á Hólun- um, eða um 17 eða 18 mílur. Mér datt í hug að prufa að draga eina trossu þar. Og vitið menn að við fáum 400 fiska í hana og alveg sprell lifandi. Við lögðum aftur á sama stað. Ég kallaði í Gísla á Jóni Finns. og sagði að nú væri hann að keyra frá fisk- inum, en hann lagði klukkutíma norðar. Við drógum aðra trossu og fengum svip- að í hana. Morguninn eftir vorum við komnir í netin kl. 07.30. Það skipti eng- um togum að við drógum átta trossur og vorum búnir að draga þær kl. 19.30. og aflinn reyndist 53 tonn. Maður lét nú fara lítið fyrir sér í talstöðinni og ekkert fréttist fyrr en eftir löndun. Við vorum þarna einir. Á föstudeginum fengum við 51 tonn og á laugardeginum 52 tonn en þá fyllt- ist allt af netum á svæðinu. Ég held að ég hafi aldrei verið með eins duglegan mannskap og ég hafði þessa vertíð. Það var ótrúlegt að vera aðeins einn og hálf- an tíma með trossuna, með þessu fiskiríi, því þarna var verið með fimmtán steina á hverju neti og tuttugu og sex kúlur, eða hringi líka á flotteininum. Nú fór að hýrna yfir mannskapnum og 1. maí vorum við hæstir, með einu og hálfu tonni meira en Lómurinn. Annan maí fór Lómurinn upp fyrir okkur aftur. Svona gekk það fyrstu dagana í maí. En svo fundum við fínan hryggningarblett utan í Eldeyjarskerjunum á svokölluðu Níu mílna Horni, en frá því horni liggja skerin í SV að Geirfuglsdrangnum. Þar röðuðum við átta trossum, svo þétt að það var ekki möguleiki að leggja trossu á milli og stundum lögðum við sjö trossur samhliða og eina þvert yfir hinar. Við fækkuðum um tvær trossur. Þarna redd- aðist toppurinn, því að við vorum með yfir 20 tonn í róðri og 23 tonn síðasta róðurinn, laugardaginn fyrir Hvítasunnu. Drauminn réðum við feðgarnir þannig að ég fór tiltölulega léttar út úr vertíð- inni, með því að fara aldrei vestur á Breiðafjörð. Valdi léttari leiðina. Vetrarvertíðin, já og allt árið 1967, verður mörgum minnistætt, ekki síst mér. Þetta var árið, sem síldin hvarf og vetrarvertíðin var sú erfiðasta, sem ég man eftir, hrikaleg ótíð alveg fram að páskum. Mynd: Þorsteinn Gíslason. Konur um karla Herra sköpunarverksins? „Guð skapaði karlinn á undan konunni. Það er nákvæmlega þannig sem ég skrifa. Fyrst geri ég uppkast ... “ Karen Blixen. „Konan þarf að kunna helmingi meira en karlmaður eigi hún að verða metin sem hálfdrættingur á við hann. Sem betur fer er það hreint ekki erfitt.“ Fannie Hurst, 1889-1968, banda- rískur rithöfundur. „Karlmaðurinn breytir heiminum - konan breytir karlmanninum.“ Julie Burow. „Það þarf tvær konur til þess að ala upp einn karlmann; móður hans og eiginkonu.“ Ókunnur höfundur. „Engin kona gerir karlmann að flóni. Hún veitir honum aðeins tækifæri til að þroska með sér meðfædda hæfileika.“ Agnes Bernelle. „Karlmenn eru snjallri stúlku eng- in gáta - þeir eru lausnin.“ Zsa Zsa Gabor.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.