Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Page 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39 ingar og stærð þess. Einnig gilda ýmsar sérreglur um siglingar um skurðinn, meðal annars að skipstjóri undirritar skjal um að hafnsögumaður taki yfir alla stjórn og ábyrgð á siglingunni um skurð- inn. Mun slíkt ákvæði ekki þekkjast ann- arsstaðar. Panamaskurðurinn er mikið mannvirki og flestum okkar þótti sigl- ingin um hann og skipastigana, sem í honum eru, ærið nýstárleg. Þar sem fæst- ir okkar höfðu áður farið um skurðinn þótti okkur þetta allt mikið ævintýri. Dælumaðurinn, sem var með jafnlyndari mönnum og launfyndinn, lét þess hins vegar getið morguninn eftir að ekki væri nú breytingin sérlega mikil þótt við vær- um komnir í Kyrrahafið. Morgunmatur- inn væri að minnsta kosti svipaður og áður og enn frá Sambandinu! Eftir að við slepptum lóðsinum í Pa- nama var Gunnar skipstjóri fljótur að setja á fulla ferð og virtist ánægður með að vera aftur orðinn „Commander“ skipsins. Siglingin næstu daga suður með vesturströnd Suður-Ameríku, var ósköp ljúf og veður eins best varð á kos- ið, stillt og bjart. Farið var yfir miðbaug daginn fyrir Þorláksmessu, en sá áfangi þykir jafnan nokkur viðburður á ferli sjómanna, einkum þegar þeir fara yfir bauginn í fyrsta skipti. Á seglskipaöld voru fastir siðir tengdir siglingunni yfir miðbaug, en þeir voru flestir aflagðir þegar við vorum þarna á ferð og ekki gerðum við okkur neinn dagamun af til- efninu. Nóttina eftir sáum við Suður- krossinn greinilega á næturhimninum og þótti okkur sem vorum á næturvakt skemmtileg nýlunda að því. Jólahátíðina héldum við úti á sjó, skammt sunnan miðbaugs, og var reynt að hafa jólin sem ánægju- og hátíðlegust. Flestir voru með einhverjar jólagjafir með sér að heiman og auk þess var út- hlutað pökkum frá einhverjum samtök- um á Íslandi, svona til að tryggja að allir fengju eitthvað. Ekki man ég hvað var í þessum pökkum en á merkimiðanum stóð: „Til sjómannsins“. Skipshöfnin safnaðist saman í matsal undirmanna. Þar var góður matur á borðum, jólasálm- ar voru sungnir og það kom í hlut Sig- urðar 1. stýrimanns að lesa jólaguðspjall- ið. Það hlutverk leysti hann með sóma. Ef ég man rétt bauð skipstjórinn öllum upp á eitt rauðvínsglas með matnum, en meira fékk enginn! Til Callao, sem er hafnarborg Lima höfuðborgar Perú, komum við á jóladag. Þegar komið var að bryggju fórum við nokkrir félagar saman í land og þegar við höfðum gengið á að giska 2-300 metra upp bryggjuna mætti okkur harla undar- leg sjón. Í stórum pappakassa sat öldruð indíánakona. Hún bjó í kassanum, svaf þar vafin í dagblöð en vann fyrir sér með því að tefla skák við aðvífandi sjómenn – upp á peninga. Þegar okkur bar að var danskur sjóari að tapa fyrir kellu og kvað hann Íslendinga ekki geta verið þekkta fyrir annað en að láta að minnsta kosti einn úr hópnum reyna sig við hana. Höf- undur þessara lína var valinn til tafl- mennskunnar og skutum við saman fé til að leggja undir. Er skemmst frá því að þar fuku fimm dollarar en kerlingin varð kampakát og blessaði okkur og allt ís- lenskt í bak og fyrir, var ekki vön því að vinna þvílíka upphæð á einni skák! Og fleiri sérkennilegar vistarverur voru í ná- grenninu. Stutt frá kassa taflkonunnar sáum við járnplötu liggjandi í sandinum, og undir henni bjó einn maður. Og það er sama hvar frómur flækist, alltaf verða landar á vegi manns. Á þess- um tíma var búsettur í Lima Hermann Einarsson fiskifræðingur, sem var sér- stakur sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna og ráðgjafi Perústjórnar í við veiðar á an- sjósu. Var skipstjóra og yfirmönnum sem þess áttu kost boðið heim til Hermanns og konu hans. Allir sem þess gátu notið voru sérlega ánægðir með þá heimsókn. Hermann var mjög skemmtilegur maður og mikill áhrifamaður í sjávarútvegi í Perú. Annars vakti koma Hamrafells til Callao nokkra athygli. Íslenskt skip hafði víst ekki sést þar áður og var frá þessum viðburði sagt í staðarblöðum. Við notuð- um vitaskuld tækifærið til að fara til Lima og skoða okkur þar um. Vel leist okkur á höfuðborgina en óneitanlega var það nokkuð sérkennileg upplifun að spóka sig á skyrtunni undir pálmatrjám á breiðstrætum í 20-30 stiga hita á milli jóla og nýárs. Eitt kvöldið var okkur boðið að heimsækja norskt sjómanna- heimili og kirkju sem trúboðar ráku. Þar var okkur vel tekið en heldur þótti nú flestum skemmtunin þar þurr og dauf- leg! Eftir þriggja eða fjögurra daga dvöl í Callao var aftur látið úr höfn og stefnt norður á bóginn. Yfir miðbaug sigldum við á nýársnótt og síðan aftur um Pa- namaskurð inn á Mexíkóflóa. Til Trinidad og Englands Í Callao bárust Gunnari skipstjóra fyrir- mæli um að sigla þaðan til Trinidad en þar átti að lesta farm til Englands. Frá Mynd: Håkan Nyberg Á úthafinu. Mynd: Sarivaara.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.