Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Side 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur Fáar heimildir munu til um upphaf humarveiða hér við land. Það best er vitað mun það hafa verið Sölusamband íslenska fiskframleiðenda, SÍF, sem stóð fyrir fyrstu tilraunum til þess að veiða og vinna humar hér. Stuttu fyrir stríð kom SÍF upp niðursuðuverksmiðju í Vestmannaeyjum og ætlaði meðal annars að sjóða þar niður humar. Sambandið fékk tvo eða þrjá báta til þess að veiða humar og eitthvað tókst þeim að veiða af humri. Í byrjun urðu erfiðleikar í framleiðslunni og svo kom stríð, haustið 1939, og þá varð nóg þarflegra að gera en að standa í tilraunum og var þessu hætt. Sumurin 1952 og ´53 stóð Sveinbjörn Finnsson fyrir að reyna humarveiðar frá Höfnunum. Hann frysti humarinn. Sveinbjörn fékk, að ég held, tvo báta til þess að veiða humar. Fyrst Aðalbjörgu RE 5, 20 tonn, skipstjóri og eigandi Einar Sig- urðsson. Fljótlega bættist svo við Íslendingur RE 36, 28 tonn, eigandi og skipstjóri Jóhannes Guðjónsson. Þeim gekk sæmilega að ná í humar. Sveinbjörn lenti í ýms- um byrjunar erfiðleikum, skilningur ráðamanna hefur eflaust enginn verið, fremur en endranær, ef reyna á eitthvað nýtt. Þessu lauk með því að Sveinbjörn varð gjaldþrota. Næstir reyna við humarinn Eyrbekkingar og Stokkseyringar, líklega 1955. Það mun eitthvað hafa tengst einhverskonar at- vinnubótavinnu. Þeir voru með um 20 tonna bát og veiddu að mestu í Selvogsforunum. Humarinn var frystur í hraðfrystihús- inu á Stokkseyri. Þeim gekk allvel og urðu þeir síðar stórtækir í veiðum og vinnslu á humri. Davíð var þungur í taumi Vorið 1957 keyptum við þrír félagar, Ólafur Björnsson, Hró- bjartur Guðjónsson og Stefán Pálsson, 28 tonna bát. Hann hét upphaflega Leifur Eiríksson, smíðaður á Akureyri. Þegar við keyptum hann var hann kominn til Djúpavogs og í reynd orð- inn eign Kaupfélags Héraðsbúa, aðrir þar höfðu átt bátinn um árabil. Eystra fékk hann nafnið Arney. Eftir nokkrar vangaveltur létum við hann heita Baldur, einkennisstafir KE 97. Við vorum allir vanir á togurum og höfðum strax í hyggju að reyna humarveiðar, töldum að á þeim gæti reynsla okkar komið að bestu gagni. Á það reyndi ekki fyrsta sumarið því það fór allt í að koma bátnum í viðunandi ástand. Veturinn 1958 byrjaði ég að ræða við Davíð Ólafsson fiski- málastjóra um leyfi til þess að reyna við humar á Eldeyjar- banka. Ég bar búinn að afla mér upplýsinga um reynslu af þess- um veiðum frá Höfnunum og Eyrarbakka. Davíð tók erindinu þunglega en gaf þó ekki afsvar. Nokkur viðtöl átti ég við Davíð um málið en lítið gekk, meðal annars velti hann fyrir sér, hvort það gæti haft áhrif í landhelgismálinu en hann var einn fulltrú- anna í Landhelgisnefndinni sem var að undirbúa útfærslu í 12 mílur. Á þessum tíma voru allar togveiðar bannaðar á Eldeyjar- banka og Davíð óttaðist að við myndum nota leyfið til þess að veiða þorsk og fleira. Í vertíðarlok var engin niðurstaða komin í málið. Þá fór ég og ræddi við Gunnlaug Briem, ráðuneytisstjóra í Atvinnumála- ráðuneytinu, og hægri hönd Ólafs Thors. Gunnlaugur tók mér vel. Hann þekkti vel til þess, sem áður var búið að reyna við humarveiðar og taldi árangur þeirra á Eyrarbakka og Stokkseyri lofa góðu, brýnt væri að finna bátaflotanum verkefni því síld- veiðum hrakaði stöðugt. Eftir þetta viðtal við Gunnlaug var ég svo bjartsýnn að við fórum að viða að okkur ýmsum búnaði til togveiða, allt vantaði. Togveiðar á bátum höfðu ekki verið stundaðar héðan í mörg ár. Við eftirgrennslan fundum við svo flest, það lá hingað og þangað, drýgst var hjá Fal Guðmunds- syni. Allir leyfðu okkur góðfúslega að hirða dótið. Troll pöntuð- um við frá Skagen í Danmörku, eftir tilvísun. Tvö troll fundum við úti í Höfnum, þau höfðu verið í sæmilegri geymslu en reyndust þó grautfúin. Kaupfélag Suðurnesja var nýbúið að yfirtaka Hraðfrystihús Keflavíkur og var Benedikt Jónsson framkvæmdastjóri þar. Hann hafði áhuga á að taka á móti aflanum ef við fengjum leyfi til veiðanna. Á þessum árum var engin vinnsla í hraðfrystihús- unum hér um slóðir á sumrin. Þau voru lokið frá vertíðarlokum og fram á haust þegar reknetaveiðar hófust. Við fórum á handfæri á Baldri eftir vertíðina, en notuðum landlegur til þess að útbúa humarinn, setja upp gálga, rúllur og annað sem þurfti. Trollin sem við fengum í Höfnunum reynd- um við að lappa upp á og gerðum úr þeim eitt. Ég var oft í sambandi við Gunnlaug Briem, hann stappaði í mig stálinu. Byrjum sumarið 1958 Það var svo miðvikudaginn 9. júlí að Gunnlaugur hringdi og sagðist verða með leyfið fyrir helgi. Föstudaginn 11. júlí fór ég svo til Reykjavíkur og fékk leyfið rétt fyrir lokun í ráðuneytinu. Um lágnættið fórum við út í fyrsta róðurinn á humar. Ég var búinn að afla mér nokkurra upplýsinga um hvar helst væru líkur á að fá humar á Eldeyjar-svæðinu. Nokkuð voru þær misvísandi en urðu að duga. Við köstuðum fyrst NV af Eldey og drógum í tvo tíma. Aflinn í fyrsta halinu var 15 körfur af góðum humri og 24 af langlúru. Hún var þá hirt og heilfryst fyrir Austur-Þýskaland. Við vorum fjórir á. Aflinn varð svo 15 til 25 körfur í hali af góðum humri. Ekki var humarinn slitinn um borð fyrstu árin. Meðaflinn var mest langlúra 10 til 20 körf- ur í hali. Lítið var um annan fisk með. Dregið var í um tvo tíma og yfirleitt landað að morgni annan hvern dag ef verður var skap- legt, 5 til 6 tonnum, meira en helmingur humar. Humrinum var landað í línubölum. Þegar veður var gott voru krakkarnir allt í kringum Hraðfrystihús Keflavíkur, Stóru-Milljón, að slíta hum- arinn upp úr bölunum. Vinnslan á humrinum var mannfrek og Ólafur Björnsson Baldur eldri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.