Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Side 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Side 43
Sjómannablaðið Víkingur – 43 Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA sjomennt.is sjomennt@sjomennt.is sími: 514 9601 Kynntu þér rétt þinn á sjomennt.is Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins: Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. starfstengt nám eða námskeið tómstundastyrkir meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika Átt þú rétt á styrk? veitti því fjölda unglinga vinnu sem þeir hefðu annars ekki fengið. Við vorum einskipa á Eldeyjarbankanum þetta sumar utan einu sinni, þá komu bátarnir að austan norður fyrir. Þeir lentu fljótt upp í skeljahryggnum norðan við Röstina, settu undir- byrðin úr trollunum og komu ekki meir. Gömlu trollin entust aðeins í tvo róðra með miklu stagli en það bjargaðist. Þá kom tilsniðið efni í troll frá Skagen. Við settum það upp í hasti, aflinn í það varð meiri en áður. Hlerar, sem við fundum á kafi í grasi, reyndust grautfúnir. Þá gátum við samt notað fyrstu róðrana með því að klæða þá með lestarborðum. Fljótlega fengum við nýja sem reyndust prýðilega og þá voru veiðarfærin orðin góð að við töldum. Við vorum á humrinum fram eftir september, afli hélst góður ef vel viðraði, en gæftir urðu stopulli og trollið var orðið æði rytjulegt í lokin. Við sömdum við Benedikt um kr. 3,75 fyrir kílóið af humrin- um, óslitnum, og uppbót ef vel tækist að selja framleiðsluna. Verð á þorski var þá kr. 1,20. Humarinn seldist fljótlega, mest til Ítalíu, á góðu verði en uppbótin kom aldrei. Ekki kenni ég Benedikt um það, aðrir munu hafa ráðið því. Humarveiðarnar sanna sig Vorið 1959 gekk greiðlega að fá leyfi til humarveiða. Við vorum þá búnir að undirbúa okkur vel með veiðarfæri, tvö humartroll frá Reykdal í Vestmannaeyjum. Eitthvað höfðu bátar í Eyjum verið að reyna við humarinn. Árið eftir fórum við fyrsta róður á humarinn 14. maí. Haldið var á sömu slóðir og aflinn varð 20 til 40 körfur af humri eftir tveggja tíma tog og meira af öðrum fiski með, einkanlega karfa. Við vorum einir á slóðinni en nokkrir minni bátar í Keflavík voru að búa sig til humarveiða. Þann 25. maí brotnaði sveifarásinn í vélinni og þar með var hún ónýt og humarúthaldið búið hjá okkur. Greinarhöfundur um borð í Baldri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.