Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Qupperneq 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Qupperneq 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 ið fyrir Hornhöfða þar sem skipið er of stórt til að fara í gegnum Panamaskurðinn. Þar verða kjarnakljúfarnir fjarlægðir en skipa- smíðastöðin hefur mikla reynslu af þess konar aðgerðum enda hafa þeir fjarlægt 114 kjarnakljúfa úr bandarískum herskipum. Það verður mikill sjónarsviptir af þessu glæsilega flugmóðurskipi. Samruni? Orðrómur um að tveir risar í gámaflutningum séu að sameinast gerist æ háværari. Um er að ræða China COSCO Shipping og China Shipping Container Lines CSCL en það fyrrnefnda sá 73% samdrátt í tekjum á þriðja ársfjórðungi. Verði af samruna þessara tveggja skipafélaga, sem ráða yfir 80% af flutningum til kín- verskra hafna, verður það fjórða stærsta gámaskipafélag heims en þó ekki langt frá að slá þriðju stærstu útgerðinni af stalli en það er CMA CGM sem í augnablikinu státar af stærsta gámaskipi heims. Áfram stækka skipin Nú hefur japanska útgerðin Nippon Yusen Kaisha eða NYK Line pantað fjögur bílaflutningaskip, svokallaða Pure Car and Truck Carrier (PCTC) skip, sem verða stærstu skip sinnar gerðar þegar þau verða tilbúin. Eru þetta fyrstu bílaskipin sem NYK Line gerir samninga um frá því kreppan skall á 2008. Skipin verða 36 metra breið en þar er útgerðin að miða stærð skipanna við nýju skipa- stiganna sem verið er að byggja í Panamaskurði. Munu nýju skip- in geta flutt 7.000 einingar og verða þau afhent á árunum 2014 og 15. Skipin verða smíðuð í tveimur skipasmíðastöðvum, tvö hjá hvorri þeirra, og verða þau sérstaklega hönnuð með nýjasta orku- sparnaðarbúnaði sem á að gefa a.m.k. 30% minni eldsneyt- iseyðslu. Allir sendir heim Nýlega fyrirskipuðu indversk yfirvöld að allir skipverjar af níu tankskipum útgerðarinnar Pratibha Shipping frá Mumbai skyldu sendir til síns heima. Sex skipverjar af einu skipa útgerðarinnar, Pratibha Cauvery sem strandaði í Chennai, fórust og í kjölfar rannsóknar þess kom í ljós að öll skip útgerðarinnar höfðu út- runnin skírteini. Þá kom í ljós að ástand skipa útgerðarinnar var mjög bágborið, þar sem með öllu var óbúandi um borð í þeim, skipverjar höfðu ekki fengið greidd, laun ásamt því að andlegt og líkamlegt heilsufar þeirra var mjög slæmt. Haldinn var neyðar- fundur með hluthöfum útgerðarinnar þar sem samþykkt var að öllum skipverjum skyldi komið til síns heima fyrir 10. janúar s.l. en um var að ræða 150 manns. Þrátt fyrir samkomulagið, sem einnig fól í sér greiðslu launa, tókst útgerðinni ekki að standa við það en útgerðin hefur lofað að leysa málið með sölu skipa í brota- járn. Þrjú skipanna voru í erlendum skipasmíðastöðvum til við- gerða meðan hin sex biðu í indverskri landhelgi eftir fyrirmælum um verkefni. Raunir skemmtiferðaskipa Í skemmtisiglingu CARNIVAL SENSATION, sem er 70 þúsund tonn að stærð, frá 16 til 19. ágúst sl. réðist 31 árs karlmaður ásamt fjórum öðrum einstaklingur á 15 ára stúlku sem var meðal farþega skipsins. Ekki var vitað hvað olli árásinni en karlmaður- inn var handtekinn og leiddur fyrir dómara í Orlando. - Þann 27 ágúst sl. hélt CARNIVAL FASCINATION, sem er 70 þúsund tonn að stærð, út frá Jacksonville. Skömmu eftir brottför sást 31 árs hermaður, sem var meðal farþega, stökkva fyrir borð. - Skipverji af COSTA FAVOLOSA, sem er 114 þúsund tonn, hvarf fyrir borð í Eyjahafi 31. ágúst skammt undan Istanbúl í Tyrklandi. Leitaði skipi í sex tíma að skipverjanum en án árangurs. - Þann 6. sept- ember var JEWEL OF THE SEAS, sem er 90 þúsund tonn að stærð, að koma til hafnar í Klakksvík í Færeyjum. Skipstjórnar- menn höfðu ekki áttað sig á því að þegar skipið sigldi inn á höfn- ina var lofthæð skipsins hærri en rafmagnslína sem lá þvert yfir fjörðinn og lenti skipið á kaplinum með þeim afleiðingum að hluti masturs brotnaði. Varð einn skipverji fyrir fallandi hlutum úr mastrinu og slasaðist. Ekki var ljós af hverju skipið rakst í raf- magnslínuna en skipið hafði oft áður komið til Klakksvíkur. Það- an hélt skipið síðan til Reykjavíkur. - Sautjánda september var til- kynnt að 21 árs kona hefði farið fyrir borð af ALLURE OF THE SEAS, sem er 225 þúsund tonn að stærð, nærri Port Everglades. Þrátt fyrir mikla leit bar hún ekki árangur. - Kona fór fyrir borð af AURORA, sem er 76 þúsund tonn, þegar skipið var á siglingu milli La Corunna til Barcelona þann 1. október. Leit bar ekki ár- angur. - Þann 10. október fór mikil leit fram að 71 árs gamalli konu í Kanada eftir að hún hafði ekki skilað sér til skips eftir skipulagða ferð farþega af VEENDAM, sem er 57 þúsund tonn að stærð. Konan fannst ekki. - Þann 15. október sást fillippínskur skipverji af SERENADE OF THE SEAS, sem er 90 þúsund tonn að stærð, falla fyrir borð milli Mykonos og Salerno. Hann náðist ekki. - Farþegi af CARNIVAL DESTINY, sem er 101 þúsund tonn að stærð, stökk fyrir borð þann 22. október en skipverjum tókst að ná honum um borð aftur. Sýnir þessi samantekt að lífið um borð í skemmtiferðaskipum er ekki bara dans á rósum. Verðmunur á smíði og niðurrifi Það hafa eflaust flestir sjómenn einhvern tíma heyrt talað um Li- berty skipin en samtals voru smíðuð 2.710 skip af þeirri gerð í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Þau halda meti í skipa- smíðum sem enn hefur ekki verið slegið þegar kjölur Robert E. Peary var lagður en frá þeim tíma og þar til skipið sigldi á brott liðu 4 sólarhringar, 15 klukkustundir og 29 mínútur. Meðal- smíðatími Liberty skips voru þó 42 dagar á landsvísu og kostaði hvert þeirra 2,5 milljón dollara. En þessi skipagerð á væntanlega fleiri met og er eitt þeirra niðurrifsmet. Liberty skipið Davy Crockett var nýlega rifið og tók 211 daga að rífa það en kostnað- urinn við það reyndist vera 22 milljónir dollara sem væntanlega er einnig met. Skipinu hafði verið breytt árið 1969 í pramma þar sem hluti af yfirbyggingu átti að fjarlægjast ásamt vélbúnaði. Það var svo í janúar 2011 að uppgötvaðist leki frá yfirgefnum og hálf- sokknum prammanum á Columbia ánni nálægt Vancouver. Þegar menn fóru að skoða pramman kom í ljós að hann var hálfsokkinn og eitthvað höfðu menn svikist um við breytingar á því þar sem styrkur var farinn úr skipinu er hafði sveigst og beygst. Vegna þessa ástands var ljóst að sérstakar aðgerðir þyrfti til að rífa skip- ið og var byrjað að slá upp þili í kringum skipið til að koma í veg fyrir frekari mengun. Þegar loks var búið að ná skipinu upp og rífa það kom í ljós að um borð í því höfðu verið 150 þúsund lítr- ar af olíu. Síðustu Liberty skipin Eins og áður hefur komið fram voru smíðuð 2.710 Liberty skip og meðan á smíði þeirra stóð voru að meðaltali 3 skip afhent á degi hverjum. Um 300 þessa skipa urðu kafbátum Þjóðverja að bráð en önnur áttu eftir að plægja heimshöfin sem kaupskip og önnur fóru í legu í varaflota Bandaríkjamanna. Nú 70 árum síðar eru átta Liberty skip enn á floti. Þrjú þeirra eru safnaskip þau

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.