Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2013, Síða 50
50 – Sjómannablaðið Víkingur Ljósmyndakeppni Víkingsins Enn og aftur viljum við þakka öllum þeim er senda inn myndir í Ljós- myndakeppnina okkar. Þau leiðu mistök urðu í jólablaðinu síðast að verðlaunamyndirnar voru merktar Hilmari Snorrasyni en þar er við rit- stjórann að sakast; merkingin var eingöngu til hægðarauka fyrir Hilmar og átti að takast út áður en blaðið fór í prentun. En ritstjórinn var að flýta sér og gætti ekki nógu vel að. Því fór sem fór. Afsakið það, góðir ljósmyndarar. * Nöfn kennaranna Friðrik Ásmundsson, Vestmannaeyjum, skrifar: Ágæti ritstjóri Jón Hjaltason. Ég kann ljómandi vel við Víkinginn, um þessar mundir, síðan þú tókst við honum. Sérstaklega er ég þakklátur fyrir greinar Ragnars Franzsonar. Það er hins vegar slæmt að nöfn kennaranna í Stýrimannaskólanum í Reykjavík skuli ekki fylgja myndinni er birtist í 3. tbl. á síðasta ári, bls. 33. Þeir eru í fremstu röð frá vinstri: Þorsteinn Þórðarson, Jónas Sigurðs- son, Friðrik V. Ólafsson skólastjóri, Helgi J. Halldórsson og Ingólfur Þórðarson. * Norðlendingur Kristján Sveinsson hafði samband, þakkaði fyrir gott blað og vildi leggja orð í belg um Norðlending. „Á því skipi var ég, bæði sem Bjarnarey og Vilborg Herjólfsdóttir, 1953. Það er hins vegar misminni er kemur fram í grein Alfreðs Jónssonar (sjá Víking 3. tbl. 2010, bls. 10) að Norðlending- ur – þá Hrímbakur – hafi sokkið í hafi á leið í brotajárn. Ég man ekki hvort það var 1974 eða 1975 að ég þá, sem skipstjóri á B/s Goðanum, dró Hrímbak til Grangemouth við Firth of Forth í Skotlandi og þar end- aði hann í bræðslupottunum.“ * Drangajökull, nei Vatnajökull Ingvar Sveinsson skrifar: Góðan daginn. Mér barst síðasta tölublað Víkingsins inn um póstlúguna í gærmorgun 18. des. Ég þakka fyrir gott og fróðlegt blað. Mig langar að gera smá leið- réttingu vegna greinar „Þættir úr sögu íslenskrar kaupskipaútgerðar“ en á blaðsíðu 36 er mynd af einu skipa hf. Jökla og sagt að þar sé á ferð ms. Drangajökull. Myndin er dökk í prentun en þegar grant er skoðað má sjá að nafnið á bóg skipsins er VATNAJÖKULL. Á þessu skipi var ég með smá hléum um fjögurra ár skeið og hóf mína sjómennsku 15 ára gamall 1958 og var þar til loka árs 1961. Þessi tvö skip voru mjög ólík að gerð og stærð , Vatnajökull (924 brt. tonn) var ca. 300 tonnum stærri. Drangajökul 1 þekkti ég ekki en hann var eina skipið af sjö skipum hf Jökla er ég sigldi ekki á. Þetta er e.t.v. ómerkileg athugasemd en rétt verður að vera rétt . Ekki er víst að margir tækju eftir þessu þar sem að þeim fer óðum fækkandi sem þekktu þessi tvö skip.“ Birgir Vigfússon hafði sömu athugasemd fram að færa en hann var há- seti á Vatnajökli, fyrsta skipi Jökla, en því var hleypt af stokkum í októ- ber 1946 en ekki afhent Jöklum fyrr en tæpu ári síðar. Birgir rifjar upp: „Við vorum staddir í Leningrad (nú Pétursborg) þegar Drangajökli hvolfdi 28. júní 1960.“ Ritstjóri þakkar þeim Ingvari og Birgi fyrir ábendinguna, mistökin eru al- farið hans en ekki höfundar greinarinnar er hafði ekkert um myndaval – sem má gagnrýna einnig – eða myndatexta að segja. Drangajökull Jöklar keyptu Drangajökul árið 1952 er þá hét Foldin. Ingólfur Möller var skipstjóri um borð og fylgdi Foldinni yfir til nýrra eig- enda. Hann lýsti Foldinni og sagði: „Hún var lítil, bar um 550 tonn, en mér fannst hún góð í sjó. Ég var með hana í tólf ár og flutti allskonar farm og lenti oft í mjög slæmu. Hún var afturbyggð eins og Vatnajökull, íbúðir og stjórnpallur aftur á. Það gat verið erfitt að ráða við skipið ólestað og þýddi ekkert að sigla beint á móti sjó og vindi. Ef skipið var tómt fylltum við botntanka þess af sjó svo það lægi betur.“ Heim: Ólafur Hannibalsson og Jón Hjaltason: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, 2. b., bls. 367. Drangajökull lestar tunnur í Flekkufirði í Noregi hinn 31. júlí 1956. Skipið var smíðað í Kalmar í Svíþjóð árið 1947 fyrir Skipafélagið Fold hf í Reykjavík. Það boðar gott ef sjómann dreymir hrossa- kjöt, sjávargang eða saurindi, þá mun aflast vel. Efnilegt þótti að sjá hrafn spóka sig í fjöru eða á leið sjómanns til skips. Enn betra var þó ef örn sveimaði yfir sjómannin- um eða skipi er sigldi á miðin. Gott var að finna fisklykt þótt enginn væri fiskurinn, þá var von á soðningu. Kláði í lófa boðaði vesen og hrakninga. „Slæmt þótti sjómönnum að dreyma kvenfólk eða mæta því í vöku á sjóvegi. Allt slíkt var slæmur fyrirboði, því verri sem viðskipti voru nánari.“ Svo skrifar Eyjólfur Guðmundsson í bók sinni, Pabbi og mamma, er kom út 1944. Klykkjum út með nokkrum varnaðarorð- um frá Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara: Ef stagað er að sjóklæðum manna á sunnudegi þá farast þeir í hinum sömu klæðum. Ekki mega fiskimenn kveða eða syngja við færi sitt eða vörpur eða vararruðning, því fylgir óblessun. Ekki má hundur koma nærri veiðarfær- um, það gerir veiðiglöp, eins ef hundur er hafður í skipi. Ef steini er kastað yfir skip þegar það leggur frá landi þá ferst það og kemur ekki aftur. Ef bent er á skip á sjó eða þau eru talin þá farast þau. Ef prestur rær á sjó skal hafa kirkjuna opna á meðan og kemst hann þá heill á hófi að landi, en annars ekki; ekki má heldur viðra bækur meðan prestur er á sjó. Ef maður borðar hringorm í fiski fær maður hringorma (útbrot) á útlimi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.