Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.09.2022, Qupperneq 4
Nú stend ég eftir með um það bil fjórðung af upprunalegri upphæð. Steinar Guðmundsson, eldri borgari Yfir 2.500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Af 150.000 króna lífeyris- sparnaði sitja aðeins 50.000 krónur eftir vegna skatta og skerðinga. 75 prósent af eign á verðbréfareikningi brunnu upp, að sögn eldri borgara. bth@frettabladid.is LÍFEYRISMÁL Jóhann Páll Jóhanns- son, þingmaður Samfylkingar- innar, segir að nýju lögin um til- greinda séreign sem fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu hafi verið keyrð áfram af stjórnarflokkunum gegnum þingið síðasta vor. Lögin feli í sér að nú sé það einungis við- bótarlífeyrissparnaður sem ekki komi til skerðingar á greiðslum frá Tryggingastofnun. „Hjá fólki sem þegar hefur safn- að séreign af iðgjaldi í lífeyrissjóð kemur séreignin ekki til lækkunar á greiðslum almannatrygginga ef einstaklingurinn hefur lífeyristöku fyrir 1. janúar 2023,“ segir Jóhann Páll. „En ef manneskja hefur lífeyris- töku degi síðar skella skerðing- arnar á af fullum þunga gagnvart allri þeirri séreign sem viðkomandi hafði safnað,“ segir Jóhann Páll sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Tæknifræðingi á sjötugsaldri brá í brún þegar hann sá að vegna nýrra lífeyrissjóðslaga, sem sam- þykkt voru í júní og taka gildi eftir áramót, myndu skerðingar éta upp greiðslur sem hann hafði áætlað frá Tryggingastofnun. Skerðingin næmi tugum milljóna. Lýsti maðurinn því í Fréttablaðinu að annað hvort þyrfti hann að hætta störfum mun fyrr en áætlað væri, tapa 15-20 millj- ónum vegna séreignarsjóðs sem hann hafði lengi greitt í eða selja og greiða mikinn hátekjuskatt. „Ég velti því upp í umræðum um málið í þingsal hvort í þessu gæti hugsanlega falist ólögmæt og aftur- virk skerðing á lífeyrisréttindum og benti á að ástæða væri til að láta kanna þetta sérstaklega,“ segir Jóhann Páll. Stjórnarmeirihlutinn hunsaði ýmsar athugasemdir sem bárust að sögn Jóhanns Páls. Frumvarpið hafi verið keyrt í gegn þótt fjöldi umsagnaraðila, meðal annars BSRB, Kennarasambandið og Reykja- víkurborg, hefðu gagnrýnt ýmis ákvæði þess harðlega. Þingmaðurinn segir ljóst að stokka verði upp í skerðingarkerfi almannatrygginga. „Ég hef langmestar áhyggjur af tekjulægstu hópunum. Almenna frítekjumarkið hjá fólki á ellilífeyri er enn þá aðeins 25 þúsund krónur og allar lífeyrissjóðstekjur umfram þá fjárhæð koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar.“ Miðgildi lífeyrissjóðstekna hjá eldri konum er um 150 þúsund krónur á mánuði. Af slíkum lífeyr- issparnaði situr aðeins þriðjungur eftir sem auknar ráðstöfunartekjur. 100 þúsund krónur renna til ríkisins vegna skatta og skerðinga að sögn Jóhanns Páls. „Jaðarskattbyrðin er 67 prósent. Ég er sannfærður um að þetta stríði gegn réttlætisvitund fólksins í land- inu. Við verðum að breyta almanna- tryggingakerfinu í grundvallar- atriðum til að verja afkomuöryggi og mannlega reisn okkar allra.“ Steinar Guðmundsson, 79 ára eldri borgari, segist hafa átt smá- aura inni á verðbréfareikningi sem hann hafi geymt til elliáranna. „Ég ákvað svo að leysa þetta út á síðasta ári. Við úttekt tók skatturinn sín 43 prósent, eftirstöðvar voru lagðar á bankareikning. Á vormán- uðum endurreiknaði Trygginga- stofnun lífeyrisgreiðslur mínar eftir að þessi gjörð kom fram á skatta- skýrslu. Tryggingastofnun tók þetta sem fjármagnstekjur og nú er verið að krefja mig um endurgreiðslu á ofgreiðslu á lífeyri síðasta árs,“ segir Steinar. „Nú stend ég eftir með um það bil fjórðung af upprunalegri upphæð. Fleiri eru hlunnfarnir og hafa verið. Það er gott að fjármagnseigendur sjái nú líka óréttlæti hins opinbera,“ segir Steinar. n Jafnvel aðeins fjórðungur tekna eftir Löggjafinn sá fyrir hvaða hæpnu afleiðingar gætu orðið af nýju lagafrum- varpi, segir þingmaður stjórnarandstöðunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 Alvöru jeppi – alvöru fjórhjóladrif - Eini jeppinn í sínum stærðarflokki með lágt drif Einungis nýir Jeep frá ÍSBAND eru með 5 ára ábyrgð! JEEP.IS JEEP RENEGADE TRAILHAWK 4XE PLUG-IN HYBRID PLUG-IN HYBRID ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID EIGUM LOKSINS TIL AFHENDINGAR benediktboas@frettabladid.is NÁTTÚRA Skjálfti 4,1 að stærð varð í gær klukkan 13.19 um 16 kílómetra austur af Grímsey. Tilkynningar bárust Veður- stofunni um að skjálftinn hefði fundist á Akureyri og á Siglufirði. Þó nokkrir eftirskjálftar yfir þrír að stærð fylgdu í kjölfarið. Samkvæmt Veðurstofunni eru þessir skjálftar hluti af hrinu sem hófst þann 8. september. Alls hafa rúmlega 2.500 skjálftar mælst frá því að hrinan hófst en stærsti skjálftinn mældist eina mínútu yfir fjögur í fyrradag og var hann 4,9 að stærð. Hrinur á þessum slóðum eru algengar þar sem flekaskil liggja á þessu svæði, það eru engin merki um gosóróa á svæðinu. n Skjálfti yfir fjóra austur af Grímsey Í Grímsey. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN sigurjon@frettabladid.is BRETLAND Karl III. Bretakonungur ávarpaði bresku þjóðina í gær og var það í fyrsta skiptið sem hann kom fram opinberlega frá andláti móður sinnar, Elísabetar II. Bretadrottn- ingar. Sagði Karl meðal annars að gildi bresku þjóðarinnar yrðu að vera stöðug, þrátt fyrir breytingar og áskoranir sem hún hefur orðið fyrir. „Það er nú líklegast að valdaskipt- in hafi engar stjórnskipulegar afleið- ingar, embætti þjóðhöfðingjans er algjörlega valdalaust,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. Í kjölfar andláts Elísabetar hafa margir velt því fyrir sér hvort lík- legt sé að konungsveldið riði til falls. „Það er náttúrulega engin leið að segja en mér finnst það afar ólík- legt,“ segir Ólafur. Elísabet hafi verið táknrænt sameiningartákn og mjög elskuð af þegnum sínum. „Það er nú ólíklegt að Karl nái þeirri stöðu, hann er líklegur til að vera umdeild- ari,“ segir hann. Lýðveldissinnar hafa aldrei verið sterkir í Bretlandi, að sögn Ólafs. „Í rauninni hafa engar tilraunir komið upp í gegnum tíðina til að afnema konungdæmið, ekki síðan 1649,“ segir hann. „Það er ólíklegt að það verði ein- hverjar alvöru raddir sem vilja breyta Bretlandi úr konungsveldi í lýðveldi en við getum sagt að á meðan það var kannski útilokað á meðan Elísabet var við völd, þá sé það bara afar ólíklegt á meðan Karl er við völd,“ segir Ólafur. n Prófessor segir endalok breska konungsveldisins afar ólíkleg Ólafur Þ. Harðar- son, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ Karl III. Breta- konungur minntist móður sinnar, Elísabet- ar II., í ávarpi til bresku þjóðar- innar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 4 Fréttir 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.