Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 10

Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 10
Kannski er ástæða til að grenndarkynna þessar framkvæmdir í næstu umferð. Guðmundur B. Friðriksson, skrif- stofustjóri skrifstofu umhverfis- gæða hjá Reykjavíkurborg Við viljum styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga Sem stuðlar að farsælli þróun borgarsamfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á eftirtöldum sviðum: • félags- og velferðarmála • skóla- og frístundamála • íþrótta- og æskulýðsmála • mannréttindamála • menningarmála Umsóknir eru rafrænar, sótt er um á www.reykjavik.is/styrkir Umsóknarfrestur er frá 12. september til 12. október kl. 12.00 á hádegi. Gert er ráð fyrir að úthlutun styrkja verði lokið í ársbyrjun 2023. Nánari upplýsingar: styrkir@reykjavik.is Vilt þú sækja um styrk hjá borginni? English The City of Reykjavík is currently accepting grant applications for the 2023 fiscal year. The goal of this grant program is to encourage and strengthen cooperation with non-profit organizations, individuals, and businesses, in constructive activities and services. In accordance with the City´s policies and priorities. Grants will be awarded for projects in the following fields: • social and welfare • education and leisure • sports and youth • human rights • culture To apply go to: www.reykjavik.is/en/grants The application deadline is at 12:00 pm on October 12th 2022. Allocation of grants will be completed at the beginning of 2023. More information: styrkir@reykjavik.is Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is Mynd Ragnar Th. benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Á þriggja mánaða tímabili, milli apríl og júní, ferðuð- ust starfsmenn á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar fyrir 4,3 milljónir króna. Dýrust var ferð Ólafar Örvars- dóttur sviðsstjóra á The Nordic Planning Network ráðstefnuna í Kaupmannahöfn en hún kostaði 505 þúsund. Ferð Glóeyjar Helgu- dóttur Finnsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu sviðsstjóra, til Malmö kostaði 311 þúsund. Athygli vekur að Nikulás Úlfar Másson byggingar fulltrúi tók Herjólf til Vestmannaeyja á SATS- fund fram og til baka og rukkar fjögur þúsund krónur en Hjalti Guðmundsson, framkvæmdastjóri reksturs og viðhalds, rukkar 89 þús- und fyrir sömu ráðstefnu. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins spurði hvort það væri ekki sjálfsagt að gæta hófs í þessum ferðalögum. „Notast mætti við fjarfundi og streymi. Flokkur fólksins minnir á að margt smátt gerir eitt stórt. Króna hér og króna þar verða að lokum margar krónur.“ n Starfsmenn á skipulagssviði ferðast fyrir milljónir króna Framkvæmdir vegna hleðslu- stöðva framan við Ægisíðu 115 og 117 komu íbúum í opna skjöldu. Skrifstofustjóri hjá borginni segir um að ræða hluta áætlunar um hleðslu- stöðvar á borgarlandi. gar@frettabladid.is REYKJAVÍK „Mér líst svo illa á þetta að ég er að hugsa um að stofna mótmælagrúppu og fara á fund okkar yndislega borgarstjóra,“ segir Páll Þórir Ólafsson sem er ósáttur við að hafist hefur verið handa við að koma upp hleðslustöðvum á bílastæðum framan við heimili hans á Ægisíðu 115. Við fjölbýlishúsið Ægisíðu 115 og 117 eru sex bílastæði sem Páll segir hafa tilheyrt íbúðunum sex í fjölbýlishúsinu allar götur frá árinu 1941. „Það hefur ekki verið vanda- mál hingað til. En svo vaknaði ég upp við að það voru allt í einu komnar girðingar í kring um öll bílastæðin og gröfur byrjaðar að grafa allt draslið upp og í tætlur,“ lýsir Páll atburðarásinni í fyrradag. Páll segist hafa grennslast fyrir um hvað væri á seyði og þá fengið að vita að koma ætti fyrir hleðslu- stöðvum á vegum borgarinnar. Hann eigi hins vegar ekki rafmagns- bíl frekar en aðrir í húsinu og hafi spurt verktakann hvar hann eigi framvegis að leggja bílnum sínum. „Þú getur bara lagt einhvers staðar á Ægisíðu, var svarið,“ segir hann og er ósáttur. „Ég var ekki að kaupa fasteign á 100 milljónir til að missa bílastæðið og þurfa að leggja hálfan kílómetra í burtu.“ Guðmundur B. Friðriksson, skrif- stofustjóri skrifstofu umhverfis- gæða hjá Reykjavíkurborg, segir umrædd bílastæði reyndar vera á borgarlandi. Þar sé verið að koma fyrir sökklum og lögnum fyrir hleðslustöðvar. Alls sé um að ræða tuttugu slíka staði á þessu ári og tuttugu á ári næstu tvö árin með tveimur til sex stöðvum á hverjum stað. Síðan verði útboð vegna upp- setningar og reksturs stöðvanna. „Hann hefur nokkuð til síns máls,“ svarar Guðmundur þeirri gagnrýni Páls að framkvæmdir hafi farið í gang án þess að íbúum væri gert viðvart. Það væri þó sama vinnulag og við aðrar minni háttar framkvæmdir á borð við gerð hraðahindrana og þrenginga. „Kannski er ástæða til að grennd- arkynna þessar framkvæmdir í næstu umferð,“ segir Guðmundur sem ítrekar að umrædd bílastæði framan við Ægisíðu 115 og 117 séu ekki í eigu íbúanna þar heldur séu þau á borgarlandi. Áætlun borgar- innar miði að því að skapa aðgang að hraðhleðslustöðvum fyrir þá sem ekki hafi eigin stæði á sinni lóð. „Ég ætla ekkert gefa þetta eftir, langt í frá,“ segir Páll sem kveður húsið hafa verið gert upp í upp- runalegri mynd fyrir meira en 40 milljónir króna. „Í raun hefðum við átt að vera búin að fá verðlaun fyrir besta íbúðarhúsið í Vesturbænum. Og nú er hér allt í steik.“ n Hleðslustöðvar valda óánægju íbúa á Ægisíðu Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs. „Ég var ekki að kaupa fasteign á 100 milljónir til missa bílastæðið,“ segir Páll Þórir Ólafsson á Ægisíðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Efstaland Birkimelur Víðimelur Njálsgata Framnesvegur Brávallagata Seljavegur Langholtsvegur Bergstaðastræti Hallgrímskirkja/Tækniskóli Einholt Bogahlíð Fálkagata/Tómasarhagi Ferjuvogur/Snekkjuvogur Fylkisvegur Kirkjuteigur Kleppsvegur Miðtún Safamýri Háaleitisbraut Skálagerði Ægisíða Brúnaland H:\bv709\ArcGISPro\Afgreidsla\Hledslustodvar\Hledslustodvar.aprx JÞ: 11.3.2022 Hleðslustöðvar á áætlun 2022 ­500 0 500 1.000 1.500250 m Kort úr LUKR - Notist ekki sem heimild til graftar Tuttugu hleðslustöðvar eru á áætlun borgarinnar á árinu. MYND/REYKJAVÍKURBORG 10 Fréttir 10. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.