Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 29

Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 29
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 10. september 2022 Edda Erlendsdóttir er golfari og mikil keppniskona. Það voru því vonbrigði þegar hún sleit liðþófa. Hún hefur notað FIT verkjaplástur og segir hann hafa hjálpað sér mikið. Plásturinn deyfir verkina án þess að hún hafi þurft að nota lyf. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Plásturinn bjargaði hnénu Edda Erlendsdóttir hefur spilað golf í 20 ár og nýtur sín best á golfvellinum. Hún er nýkomin úr aðgerð á fæti og hefur notað FIT verkjaplástur til að halda niðri verkjum. Plásturinn hefur gefið henni færi á að halda áfram í golfinu. 2 Skildi einhver ná draumahögginu á Nesinu í dag? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gummih@frettabladid.is Það dreymir alla kylfinga um að ná draumahögginu en samkvæmt töl- fræði Einherjaklúbbsins á Íslandi ná aðeins innan við 1% kylfinga að fara holu í höggi árlega. Frá fyrstu skráningum, árið 1936, hafa um 3.000 draumahögg íslenskra kylfinga verið skráð hjá klúbbnum en af 40.000 kylfingum á Íslandi ná að meðaltali 130 draumahögginu á hverju ári. 6. holan á Korpúlfsstaðavelli er sú hola þar sem kylfingum hefur oftast tekist að fara holu í höggi á síðustu tíu árum en 17. holan á Grafarholtsvelli og 3. holan á Hólmsvelli í Leirunni, oftast nefnd Bergvíkin, eru þær holur þar sem kylfingum gengur verst að ná draumahögginu eftirsótta. Korpúlfsstaðavöllur með flest draumahöggin Á þessu ári hafa 123 kylfingar verið skráðir í Einherjaklúbbinn en á síðasta ári voru þeir 156 talsins. Korpúlfsstaðavöllur er sá golfvöllur þar sem algengast er að kylfingar nái að koma kúlunni í holuna í fyrsta höggi en samkvæmt tölfræði Einherjaklúbbsins hafa 219 draumahögg verið slegin á vellinum. Allir sem hafa skráð holu í höggi hjá Einherjaklúbbnum á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst á þessu ári geta mætt á Nesvöllinn rétt fyrir kl. 10 í dag. Þar munu allir fá eitt högg á braut 2 og fyrir holu í höggi fær viðkomandi Mercedes Benz bifreið til eignar. n Benz í boði fyrir holu í höggi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.