Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 31

Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 31
Markmiðið með efnaskipta- aðgerðum er að bæta heilsu og lífsgæði en til þess að tryggja varanlegan árangur eftir aðgerð er nauðsynlegt að innbyrða mikilvæg bæti- efni ævilangt. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðism álastofnuninni (WHO) er offita eitt stærsta heilsufarsvandamál heims hjá fullorðnum. Aukin líkamsþyngd eykur líkur á ýmsum kvillum sem geta haft áhrif á líkamsstarfsemi og heilsufar. Þegar slíkt ógnar heilsu og aðrar leiðir til þess að missa aukaþyngd hafa verið fullreyndar, þá gæti þurft að framkvæma svokallaða efnaskiptaaðgerð. Bætt heilsa og lífsgæði eftir efnaskiptaaðgerðir Í efnaskiptaaðgerðum eru gerðar breytingar á meltingarvegi til þess að stuðla að þyngdartapi og breytingu á hormónum sem tengjast meltingu. Magi minnkar, upptaka næringarefna minnkar samhliða og tilfinning um svengd og seddu breytist. Breytingar sem slíkar sem gerðar eru á meltingar- vegi geta þó haft þær afleiðingar að næringarskortur verður til eftir aðgerð, sérstaklega D-vítamín, B12-vítamín, kalk og járn. Til þess að tryggja varanlegan árangur eftir aðgerð er nauðsynlegt að breyta lífsstíl, huga að góðu mataræði og innbyrða nauðsynleg bætiefni ævilangt. Markmið efna- skiptaaðgerða er að bæta heilsu og lífsgæði en eitt er þó víst að bætiefni er mikilvægur þáttur til að takast á við daglegt amstur og uppfylla næringarþörf. Vítamín eru mikilvæg til frambúðar Virkni vítamína á mannslíkam- ann eru margvísleg og hafa þau ýmis jákvæð áhrif á ónæmiskerfi, meltingu, vöxt og viðhald. Eftir efnaskiptaaðgerðir er nauðsynlegt að tileinka sér það að innbyrða nauðsynleg bætiefni dag hvern til frambúðar en Better You vítamín- in hafa slegið í gegn víða um heim og ekki að ástæðulausu þar sem mikið er lagt upp úr gæðum og að upptaka vítamína sé tryggð. Vítamínin koma öll í formi munnúða sem tryggja góða upp- töku í gegnum slímhúð í munni þar sem örsmáar sameindir frá- sogast hratt í gegnum slímhúð í munni og eiga þannig leið út í blóðrás líkamans. Það gerir það að verkum að vítamínin snið- ganga meltingarveginn og eiga því meltingarónot sér ekki stað. Munnúðar sem slíkir eru einföld leið til að innbyrða vítamín og sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja töflum sem og þeim einstaklingum sem gangast undir efnaskiptaaðgerðir. Better You munnúðar tryggja vítamín-búskap D-vítamín er nauðsynlegt til að nýta kalkið í líkamanum fyrir tennur og bein og hefur jafnframt áhrif á ónæmiskerfið. D3000 frá Better You er frábær kostur eftir efnaskiptaaðgerðir en ráðlagður dagskammtur í D3000 sam- svarar ráðlögðum dagskammti eftir aðgerð samkvæmt ráðlegg- ingum Landspítala. B12-vítamín er að auki mikilvægt eftir slíkar aðgerðir en það gegnir margvís- legu hlutverki í líkama okkar. B12-vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir efnaskipti líkamans, viðheldur heilbrigði taugakerfis og á þátt í myndun rauðra blóðkorna. B12-vítamínið frá Better You hentar afar vel eftir aðgerð, en mikilvægt er að fylgjast með réttum gildum og taka vítamínið eftir þörfum. Jafnframt er járnið frá Better You einstök blanda sem auðvelt er að notast við og að auki mikilvægt eftir aðgerðir en járn er m.a. nauðsynlegt fyrir súrefnisf lutning í líkamanum. Annar skortur eftir aðgerðir getur ýmist verið fólínsýra, A-vítamín, kalk, sink og magnesíum en Calcium, Magnesium og Zinc blandan frá Natures Aid hentar vel eftir aðgerðir. Kalk og magnesíum er svo nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi taugakerfisins ásamt því að stuðla að viðhaldi eðlilegra beina og tanna. Ásamt því er mikilvægt að taka inn mikilvæg steinefni dagsdaglega. Better You munnúðar eftir magaermi hafa reynst afar vel Nína Björg hefur gengist undir efnaskiptaaðgerð og deilir hér með okkur sinni reynslu á Better You munnúðum eftir aðgerð. „Í júlí síðastliðnum fór ég í maga- ermi, eftir slíka aðgerð er mjög mikilvægt að taka inn mikilvæg vítamín og steinefni dagsdaglega. Þegar ég las mér til um munn- úðana frá Better You ákvað ég að prófa og byrjaði að taka inn D3000 og er einnig byrjuð að taka inn B12-vítamín og hefur það gengið mjög vel og finn ég mikinn mun á mér. Munnúðarnir hafa hentað mér einstaklega vel eftir aðgerðina þar sem þeir fara ekki í gegnum meltingarveginn og valda ekki óþægindum. Að sama skapi finnst mér frábært hvað úðarnir eru einfaldir og þægilegir í notkun og ekki skemmir fyrir hvað þeir eru góðir á bragðið. Ég er mjög spennt að prófa mig áfram í f leiri tegundum.“ Öll erum við ólík! Vert er þó að muna að aðgerðir sem slíkar eru ekki lækning á of þyngd, en allir sem gangast undir aðgerð þurfa að tileinka sér breytta lífshætti. Langtíma árangur næst einungis ef einstakl- ingar huga vel að eigin líkama og heilsu og taka inn mikilvæg bætiefni til frambúðar sem og fara í reglulegt eftirlit. Að auki er hver og einn einstaklingur ólíkur og er því mismunandi hvað hentar hverjum og einum en eftir aðgerð þarf að finna hvað hentar og læra inn á sinn eigin líkama. Alltaf er best að fá faglegt mat hjá næringarfræðingi eftir slíkar aðgerðir. n Bætiefni nauðsynleg viðbót við efnaskiptaaðgerðir Nína Björg Haraldsdóttir viðskiptafræðingur segir Better You munnúðana henta sér vel eftir aðgerðina og að hún finni mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að taka inn D3000- og B12-vítamín í munnúðaformi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Útsölustaðir: apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaðanna Munnúðarnir hafa hentað mér einstaklega vel eftir aðgerðina þar sem þeir fara ekki í gegnum meltingarveginn og valda ekki óþægindum. Nína Björg ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 10. september 2022
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.