Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 32

Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 32
Tobba Marinósdóttir eigandi Granólabarsins kynntist Mjólkurþistli frá ICEHERBS í gegnum viðskiptavin. Síðan hefur hún boðið upp á mjólkurþistil samhliða safa- hreinsun á Granólabarnum. Viðskiptavinurinn góði hafði sjálfur notað mjólkurþistil, sam- hliða safahreinsunum. Hann hafði heyrt af því að mjólkurþistill ýtti undir hreinsandi áhrifin og stakk því upp á því að Tobba byði upp á mjólkurþistil á Granólabarnum, sem hún rekur með móður sinni úti á Granda. „Þegar fólk vill ná sem mestum „detox“ áhrifum er það mjög öflugt að para saman mjólkurþistilshylki frá ICEHERBS og taka tvö hylki á dag samhliða safahreinsun. Hylkin ein og sér virka hreinsandi en ef þú parar þau saman með safa- hreinsun, þá færðu enn öflugri niðurstöðu,“ segir Tobba. Hún segist í raun vera hissa á því að hún hafi ekki heyrt af töfrum Mjólkur- þistils fyrr. „Mjólkurþistill á sér langa hefð sem lækningajurt en hann inniheldur virka efnið Sylimarin sem örvar starfsemi lifrar og nýrna. En mjólkurþistilinn frá ICEHERBS inniheldur líka fjallagrös sem eru algjörir töfrar. Það er ástæða fyrir því að mamma og amma og langamma þræluðu þeim í sig. Það er af því þau gera gagn,“ segir hún. Tobba segir að hreinsunaráhrifin séu ein jákvæð hlið mjólkur þistils, en önnur hlið sem hún hefur uppgötvað er að mjólkurþistill virkar mjög vel til að lágmarka eftirköst ef áfengi er haft um hönd. „Ég gerði hávísindalega rann- sókn um daginn þegar ég lét 24 konur taka mjólkurþistil kvölds og morgna í skemmtiferð, til að koma í veg fyrir lágskýjun daginn eftir að skálað var. Þær komu allar órispaðar úr þeirri ferð,“ segir Tobba og hlær. Náttúrulegt bætiefni Sylimarin, virka efnið í mjólku- þistli er talið hafa góð áhrif á lifur og nýru. Efni úr Mjólkurþistli eru talin hjálpa lifrinni við myndum nýrra lifrarfruma og vera þannig náttúruleg hreinsun fyrir lifrina. Þá hefur plantan andoxunarvirkni og er þekkt fyrir að hjálpa við að losa óæskileg efni úr líkamanum til dæmis eftir áfengisneyslu. Mjólkurþistillinn frá ICEHERBS inniheldur líka íslensk fjalla- grös sem eru þekkt sem ginseng Íslands og ekki að ástæðulausu. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem taldar eru geta hjálpað til við þyngdartap, að bæta meltingu og styrkja þarmana. Fjallagrös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum, og bera í sér fléttuefni sem talið er að hindri óæskilegar bakteríur. Fjallagrös eru einnig talin hjálpa til við að draga úr bjúg. Bætiefnin frá ICE- HERBS eru hrein og náttúruleg. Lögð er áhersla á að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar innihalds- efnanna viðhaldi sér að fullu. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og innihalda engin óþarfa fylliefni. n ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum, heilsuvöruverslunum og glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. Töfrar mjólkurþistils ótrúlegir Tobba Marinós segist hissa á að hafa ekki heyrt af töfrum mjólkurþistils fyrr. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Sendum tónlist út í geim! er þátttökuverkefni sem hefst í dag í Hörpu í Reykjavík og er ætlað börnum. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. starri@frettabladid.is Verkefnið Sendum tónlist út í geim! hefst með fjölskyldudagskrá í Hörpu í Reykjavík í dag, laugardaginn 10. september, en um er að ræða nýtt og skemmtilegt þátttökuverkefni fyrir börn. Viðburðurinn mun marka upphaf ferðalags sem mun standa yfir næsta misserið, ferðalag um óravíddir tónlistar og vísinda sem teygir anga sína út í geim og aftur heim að sögn Sigríðar Sunnu Reynisdóttur, listræns stjórnanda ÞYKJÓ. „Þetta verkefni er innblásið af Gullplötunni „Sounds of Earth“ sem var fest á Voyager geimflaugarnar sem NASA sendi í könnunarferð um alheiminn árið 1977. Gullplatan var stútfull af tónlist, hljóðum, kveðjum og myndefni til að kynna mannkyn og líf á jörðinni, ætlað geimverum sem kynnu að rekast á f laugarnar. Hugmyndin er að gefa börnum og fjölskyldum tækifæri til að glugga í efnið á Gullplötunni með fjölbreyttum hætti.“ Fjölbreyttir samstarfsaðilar Verkefnið er styrkt af Barnamenn- ingarsjóði. ÞYKJÓ hönnunarteymi leiðir verkefnið og Harpa er aðal- bækistöðin. „Þar að auki eru sam- starfsaðilarnir Vísindasmiðjan, tónlistarkonan Sóley Stefánsdótt- ir, líffræðingurinn Edda Elísabet Magnúsdóttir, listgreinakennar- arnir Halldór Baldursson og Dagný Arnalds, tónlistarteymið Ingibjörg & Siggi og síðast en ekki síst fullt fullt fullt af krökkum um land allt,“ bætir hún við. Margt spennandi í boði Viðburðurinn skiptist í nokkra hluta og hefst leikurinn kl. 11 með Stjörnu-Sævari sem kynnir geimævintýrið sem Voyager leiðangurinn var segir Ingibjörg Fríða Helgadóttir, verkefnastjóri barnamenningar í Hörpu. „Sævar segir okkur frá þessari stórmerkilegu Gullplötu sem var send út í geim og sumir hafa kallað metnaðarfyllsta flöskuskeyti mannkyns. Í kjölfarið verða skapandi list- smiðjur í boði; geimverugrímu- smiðja með ÞYKJÓ og teiknismiðja með myndasöguhöfundinum Halldóri Baldurssyni. Boðið verður upp á tvo tónlistarviðburði. Ann- ars vegar mun Sóley Stefánsdóttir bjóða gestum að loka augunum og skoða sig um á jörðinni með eyrunum á meðan hún leikur með hljóð sem voru valin á Gull- plötuna. Hins vegar mun tónlistar- teymið Ingibjörg og Siggi bjóða upp á tónlistarsmiðju þar sem við hlustum á lögin sem voru valin á Gullplötuna og mátum okkur við þau. Dagný Arnalds býður svo gestum og gangandi að taka upp kveðjur til að senda út í geim.“ Lokahátíð í Hörpu í vor Verkefnið mun í kjölfarið flakka um skóla víða um land segja Sig- ríður og Ingibjörg. „Með vorinu verður svo lokahátíð í Hörpu þar sem við fáum að sjá og heyra hvað krakkar á Íslandi myndu setja á sína eigin Gullplötu fyrir geim- verur ef þau fengju að velja.“ Viðburðurinn hefst kl. 11 í dag í Hörpu og aðgangur er ókeypis. Sjá nánar á gullplatan.is. n Ferðalag um óravíddir tónlistar og vísinda Sigríður Sunna Reynisdóttir (t.v.), listrænn stjórnandi ÞYKJÓ og Ingi- björg Fríða Helgadóttir, verkefnastjóri barnamenn- ingar í Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sendum tónlist út í geim! verður haldin í Hörpu í dag. AÐSEND/HALLDÓR BALDURSSON Ég gerði hávísindalega rannsókn um daginn þegar ég lét 24 konur taka mjólkurþistil kvölds og morgna í skemmtiferð, til að koma í veg fyrir lág- skýjun daginn eftir að skálað var. Tobba Marinós Boðið verður upp á fjölbreytta dag- skrá í Hörpu í dag. AÐSEND/HALLDÓR BALDURSSON Hönnunarteymið ÞYKJÓ leiðir verk- efnið Sendum tónlist út í geim! AÐSEND/HALLDÓR BALDURSSON Gullplatan var stútfull af tónlist, hljóðum, kveðjum og myndefni til að kynna mannkyn og líf á jörð- inni. 4 kynningarblað A L LT 10. september 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.