Fréttablaðið - 10.09.2022, Síða 39
Vegna aukinna verkefna viljum við bæta öflugu og metnaðarfullu starfsfólki í hópinn
okkar. Við viljum jákvæða einstaklinga sem sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Verkefnin okkar byggja að miklu leyti á teymisvinnu sem krefst góðrar samskiptahæfni
innanhúss sem utan.
Nánari upplýsingar um störfin eru á umsokn.verkis.is
HÖNNUÐUR VEGA OG STÍGA
Fjölbreytt verkefni tengd samgöngu
mannvirkjum, s.s. hönnun vega, gatna og
göngu og hjólastíga sem eru staðsett í þéttbýli
jafnt sem dreifbýli, bæði hér á landi sem
erlendis.
SÉRFRÆÐINGUR Í SJÁLFBÆRNI
Verkefnin eru á sviði sjálfbærni bygginga og
innviða, þ.m.t. lífsferilsgreiningar (LCA) og
umhverfisvottanir s.s. BREEAM, greiningar og
aðgerðir vegna vistspora, hringrásarhagkerfis og
loftslagsmála.
TÆKNITEIKNARI
Aðstoða hönnuði við gerð teikninga og
þrívíddarlíkana í AutoCAD, Civil3D og Revit
ásamt útgáfu og utanumhaldi teikninga og
teikningaskráa.
HÖNNUÐUR HAFNARMANNVIRKJA
Fjölbreytt verkefni á sviði hafnarframkvæmda
sem fela í sér ýmis konar greiningar tengdar
fyrirkomulagi og hönnun hafnarmannvirkja.
SÉRFRÆÐINGUR Í HÖNNUN STJÓRNKERFA
Hönnun stjórnkerfa í virkjunum, tengivirkjum,
veitukerfum og iðnaði ásamt prófunum og
gangsetningu kerfa.
BYGGINGAHÖNNUÐUR
Fjölbreytt hönnunarverkefni, gerð
kostnaðaráætlana og eftirlit í verkefnum á sviði
virkjana, veitna og iðnaðar.
SÉRFRÆÐINGUR Í UMHVERFISMATI
FRAMKVÆMDA
Verkefnin tengjast umhverfismati framkvæmda
s.s. gerð matsskýrslna og matskyldufyrirspurna,
túlkunar á rannsóknum og sérfræðiskýrslum
sem og öðrum verkefnum sem varða umhverfi
og samfélag.
HÖNNUÐUR VATNS- OG HITAVEITNA
Verkefnin felast m.a. í lagnahönnun,
kerfisgreiningum, hönnun veitumannvirkja og
samræmingarhönnun veitustofnana í
þverfaglegri teymisvinnu þar sem lögð er
áhersla á sjálfbærni.
VERKEFNASTJÓRI
Starfið felst í verkefnastjórn og skipulagningu
fjölbreyttra verkefna á sviði hönnunar og
framkvæmda þar sem lögð er áhersla á
árangursrík samskipti.
SÉRFRÆÐINGUR Í INNKAUPUM OG
SAMNINGAGERÐ
Utanumhald útboðsferla fyrir stór verkefni og
aðstoð við gerð samninga fyrir viðskiptavini,
bæði á íslensku og ensku ásamt skipulagningu
verkefna og kostnaðargát.
SKJALASTJÓRNUN
(E. DOCUMENT CONTROL)
Starfið felst í utanumhaldi og eftirfylgni á
skjölum í stærri verkefnum og samskiptum við
hönnuði og verkkaupa. Vinnan fer fram með
notkun skjalastjórnunarkerfis Verkís og á ýmsum
verkefnavefum.
Nánari upplýsingar veitir
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2022. Sótt er um á umsokn.verkis.is
VIÐ BYGGJUM
SAMFÉLÖG
VERKÍS veitir trausta ráðgjöf
sem styður við uppbyggingu
sjálfbærra samfélaga. Við
höfum mikla þekkingu á sviði
vistvænnar hönnunar og erum
leiðandi á heimsvísu þegar
kemur að grænni orkuvinnslu og
nýtingu jarðvarma. Við vinnum
að sjálfbærniverkefnum víða um
heim, þar sem við byggjum upp
sjálfbær samfélög með því að
hafa sjálfbærni alltaf í huga við
ákvarðanatöku – allt frá fyrstu
hugmynd til förgunar.
Sérfræðingar