Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 47

Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 47
Starfssvið og helstu verkefni: Safnstjóri Listasafns Íslands ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi safnsins. Að öðru leyti eru starfsskyldur safnstjóra m.a.: • Dagleg stjórnun og rekstur safnsins svo sem fyrir er mælt í lögum og reglum. • Yfirstjórn og varðveisla safneignar. • Fjárhagsleg ábyrgð, áætlanagerð um meðferð fjármuna og rekstur safnsins. • Stjórnun listaverkainnkaupa til safnsins. • Stjórnun sýningarhalds, fræðslustarfsemi, útgáfu og þjónustu við safngesti, þ.m.t vörusölu. • Stjórnun lána á listaverkum til hins opinbera og til annarra safna í samræmi við lög og reglur. • Skipulagning og tilhögun rannsókna sem safnið hefur með höndum. • Leiða ráðgjafahlutverk og samvinnu viðurkenndra listasafna á landsvísu. • Móta framtíðarsýn fræðslu, miðlunar og sýningarhalds safnsins. • Ábyrgð á öryggi safneignar og húsakosts. • Annast umsýslu safneignar, aðgengi og kynningu fyrir almenning og opinbera gesti. • Að vera menningar- og viðskiptaráðuneyti til ráðgjafar um myndlist og listsögulegan menningararf. Hæfniskröfur og eiginleikar umsækjanda eru m.a.: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og staðgóð þekking á starfssviði Listasafnsins. • Þekking á starfsumhverfi og lögum um Listasafn Íslands. • Framúrskarandi leiðtogahæfni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði. • Árangursrík reynsla af stjórnun og mótun liðsheildar. • Árangursrík reynsla af mannauðsmálum, mannþekking og drifkraftur. • Þekking á opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi opinberra stofnana. • Nánar á Starfatorg.is. Nánari upplýsingar: Áhugasamt fólk, óháð kyni, sem uppfyllir skilyrði ráðningar og býr yfir þeirri hæfni og eiginleikum sem er áskilið, er hvatt til að sækja um embættið. Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fengnu mati hæfnisnefndar. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið frá og með 15. október 2022. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2022. Frekari upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferli má finna á www.starfatorg.is. Upplýsingar veitir Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóri í síma 5459825. Embætti safnstjóra Listasafns Íslands er laust til umsóknar. Safnstjóri Listasafns Íslands stjórnar starfsemi og rekstri safnsins og mótar listræna stefnu þess. Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og höfuðsafn á sviði myndlistar. Hlutverk safnsins er m.a. að safna íslenskri myndlist og vera miðstöð varðveislu, rannsókna, heimildasöfnunar og miðlunar á íslenskri myndlist. Það veitir öðrum söfnum ráðgjöf, stuðlar að samvinnu listasafna og vinnur að samræmdri safnastefnu á sviði myndlistar. Safnið heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið og annast rekstur þriggja safnhúsa í Reykjavík; Aðalsafnhús, Listasafn Ásgríms Jónssonar og Safnahúsið við Hverfisgötu. Listasafn Íslands stendur að öflugu sýninga- og fræðsluhaldi árið um kring. Það kaupir listaverk í samræmi við lög og reglugerð sem gilda um safnið og tekur á móti listaverkagjöfum. Leitað er að einstaklingi til að stýra Listasafni Íslands sem hefur sýnt ótvíræða leiðtogafærni og hefur til að bera þá þekkingu, reynslu og aðra eiginleika til að takast á við það verkefni, svo sem frekar greinir í auglýsingu þessari. Leiðtogi óskast Listasafn Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.