Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 56

Fréttablaðið - 10.09.2022, Page 56
Ljósleiðaravæðing Vestmannaeyjabæjar EFLA óskar eftir tilboðum í blástur og teng- ingar ljósleiðarakerfis fyrir hönd Eygló eignarhaldsfélags ehf. Verklok eru eigi síðar en 1. apríl 2023. Verkið er áfangaskipt og er 1. áfangi þess boðinn út nú. Verkið felur í sér að blása ljósleiðarastrengi í fyrirliggjandi ljósleiðara- rör frá dreifistöðvum kerfisins inn á heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjabæ. Einnig setja upp tengibox, tengja í inntaksboxi húsa, tengiskápum, dreifistöðvum og á öðrum tengistöðum, setja upp skápa í dreifistöðvum og framkvæma mælingar á ljósleiðurum eftir blástur og tengingar. Helstu magntölur eru: • Blástur ljósleiðarastrengja 82 km • Fjöldi tenginga 5100 stk • Fjöldi inntaksboxa 555 stk • Fjöldi dreifistöðva 2 stk Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 12. september 2022. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Reyni Valdi- marsson með tölvupósti: reynir.valdimarsson@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skila til EFLU, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík fyrir kl. 11:00 mánudaginn 26. september 2022, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Eygló eignarhaldsfélag ehf. ÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Forval: 21778 Endurbætur og breytingar litla Hraun Ríkiskaup, fyrir hönd, Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir (FSRE), óska eftir umsóknum um þátttökurétt verktaka (verktaki með verkfræðiteymi) í forvali fyrir lokað útboð á verkfræðihönnun og framkvæmd vegna nýbygginga og breytinga og endurbóta á núverandi húsnæði fangelsisins á Litla Hrauni. Áætlaðar stærðir í verkefninu eru: • Nýbyggingar fyrir starfsemina eru áætlaðar 1.300 m2 • Endurgerð á núverandi húsnæði 2.000 m2 • Lagfæringar á lóð og umhverfi með uppskiptingu svæða Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum og er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL). Nánari upplýsingar má finna á www.utbodsvefur.is. FORVAL Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2023–2024 Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum um náms- leyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2023–2024. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist: • Samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna • Stjórnun og faglegum stuðningi við þróun starfshátta Skal allt að 1/3 námsleyfa úthlutað vegna þessa. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is. Umsóknir á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið við viðbótargögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni. Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2022. Umsækjandi sem æskir námsleyfis skal að lágmarki full- nægja eftirfarandi skilyrðum, sbr. reglur um Námsleyfasjóð: a) Hafa, þegar sótt er um námsleyfi, gegnt starfi í 10 ár samtals við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í grunnskóla á Íslandi, í eigi minna en hálfu starfi, og verið samfellt í starfi sl. fjögur ár, enda hafi verið greitt fyrir umsækjanda í sjóðinn. b) Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags eða aðila sem stofnað er til með samstarfi sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitar- félaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskól- ans. c) Ljúka á námstímanum 60 ECTS eininga háskólanámi, eða jafngildu háskólanámi, miðað við 1/1 námsleyfi, og skal námið miða að því að nýtast viðkomandi í því starfi sem hann er ráðinn til að sinna. Með umsókn þarf að berast staðfesting sveitarfélags/ skólastjóra, eða eftir atvikum rekstraraðila skóla, um að skilyrðum a) og b) liðar hér að ofan sé uppfyllt á þar til gerðu eyðublaði sem nálgast má á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reglur um Námsleyfasjóð og viðmiðunarreglur um laun í námsleyfi er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér þær. Við mat á umsóknum er haft til hliðsjónar hversu vel hún er rökstudd, hversu skýr markmið hennar eru, hvernig námið nýtist umsækjanda í núverandi starfi og stofnuninni sem hann vinnur hjá eða skólakerfinu í heild. Stefnt er að því að svarbréf berist umsækjendum eigi síðar en um miðjan desember 2022. Nánari upplýsingar veitir Anna Ingadóttir í tölvupósti á anna.ingadottir@samband.is Lausar lóðir til úthlutunar í Rangárþingi eystra Rangárþing eystra auglýsir hér með eftirfarandi lóðir á Hvolsvelli og Ytri-Skógum, lausar til úthlutunar. Íbúðarhúsnæði: Hallgerðartún 14, 860 Hvolsvöllur Vistarvegur 2-4, 861 Hvolsvöllur Vistarvegur 3, 861 Hvolsvöllur Fjölbýlishúsnæði: Nýbýlavegur 46, 860 Hvolsvöllur Iðnaðarhúsnæði: Ormsvöllur 11, 860 Hvolsvöllur Hesthús: Við Miðkrika, 860 Hvolsvöllur Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsskilmála má nálgast á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is, hjá skipulags- og byggingarembættinu, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli eða í gegnum netfangið bygg@hvolsvollur.is. Við úthlutun lóðanna verður farið eftir úthlutunarreglum lóða í Rangárþingi eystra. Umsóknarfrestur er til 23.september 2022. Umsóknum skal skila rafrænt í gegnum heima síðu sveitarfélagsins. F.h. Rangárþing eystra Þóra Björg Ragnarsdóttir Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa Rangárþings eystra gardabaer.is ÁLFTANES, MIÐSVÆÐI SVÆÐI 2 – KRÓKUR GATNAGERÐ OG LAGNIR Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Ljósleiðarinn ehf og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Álftanes, Miðsvæði – Svæði 2 – Krókur, Gatnagerð og lagnir. Samþykkt deiliskipulag Króks á Álftanesi gerir ráð fyrir uppbyggingu á 52 raðhúsalóðum við tvær nýjar götur, Gásamýri og Svanamýri. Verkið felst í nýbyggingu gatna, stíga og gangstétta, lagningu fráveitukerfis og mótun og frágangur ofanvatnsrása. Verktaki skal einnig annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu. Útboðsgögn má nálgast á vef Garðabæjar, gardabaer.is frá og með föstudeginum 9. september 2022.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.