Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 10.09.2022, Blaðsíða 66
Amy Ramya Shyam, eigin- kona indverska sendiherr- ans á Íslandi, hefur mikla ástríðu fyrir að elda og prófa sig áfram með nýjar upp- skriftir. Matarástríða hennar hefur blómstrað á Íslandi. sjofn@frettabladid.is Við ræddum við Amy í tilefni þess að í ár var haldin hátíð til að minn- ast 50 ára stjórnmálasambands á milli Indlands og Íslands. Meen- kashi Lekhi, ráðherra utanríkis- og menningarmála á Indlandi, heim- sótti Ísland af þessu tilefni og tók þátt í hátíðarhöldum til að fagna 75 ára sjálfstæði Indlands. Dagskráin var hin metnaðarfyllsta með söng og dansi, Bollywood-dansflokki og jógasýningu barna svo fátt eitt sé nefnt. Amy er með aðsetur í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í menntunar- fræði og meistaragráðu í viðskipta- fræði. „Ég hef brennandi áhuga á matreiðslu og nýt þess að prófa nýjar uppskriftir, önnur áhugamál eru lestur, sögur, jóga, ferðalög, gönguferðir, hitta fólk, öðlast skilning og þekkingu á nýrri menn- ingu, allt þetta hjálpar til við að útvíkka persónulega reynslu mína,“ segir Amy. „Mér finnst einstaklega gaman að elda og prófa mig áfram með nýjar uppskriftir úr staðbundnu hráefni eða úr heimabyggðinni. Fusion-eldamennska er líka stór hluti af matreiðslutilraunum mínum þar sem blandað er saman hráefnum og áhrifum héðan og þaðan úr heiminum. Hugmyndin er að prófa mat sem höfðar til stað- bundins hóps með staðbundnu hráefni.“ Indland land fjölbreytileikans „Indland er land fjölbreytileikans og flestir réttir eru útbúnir með árstíðabundnum ávöxtum og grænmeti. Kryddin eru óaðskiljan- legur þáttur í indverskri matar- gerð. Snöggsteiking eða temprun er algeng tækni, kryddin eru milduð í ghee (hreinu smjöri) eða olíu og bætt út í sósuna. Ég hvet lesendur til að ferðast og upplifa fjölbreytta matargerð Indlands.“ Amy segir að indversk matar- gerð sæki áhrif sín til Ayurveda- fræða sem eru indversk heilsuvís- indi sem eiga sér nokkur þúsund ára sögu. Ayurveda er úr sanskrít og þýðir „Þekking lífsins“. „Sam- kvæmt ayurvedískum fræðum er markmiðið að veita leiðsögn varðandi hollt mataræði og heil- brigðan lífsstíl. Ayurveda-fræðin byggjast á þremur megin Doshas eða líkamsgerðum sem skapa hvern einstakling og mismunandi líkamsstarfsemi. Hveiti er grunn- fæða á Norður-Indlandi en hrís- grjóna er meira neytt í Austur- og Suður-Indlandi. Hvort tveggja er borðað með grænmeti, kjöti og fisk. Hirsi hafði verið vinsælt fram á 19. öld en hefur komið sterkt inn aftur og farið vaxandi þar sem það er glútenlaus heilsufæða og rík af af trefjum og næringarefnum. Árið 2023 hefur verið lýst sem alþjóð- legt ár hirsis af UNGA, eða Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ég held matreiðslunámskeið þar sem ég kynni indverska matar- gerð fyrir fólki með því að nota staðbundin hráefni. Ég reyni að matreiða á einfaldan og þægilegan hátt og bera þannig matinn fram. Það er líka tækifæri til að læra upp- skriftir annarra þjóða sem og að notast við þeirra hráefni.“ Krydd gefur blæbrigðaríkt bragð Kryddheimurinn í Indlandi er þekktur fyrir að vera stórfenglegur þar sem bragðið og áferðin eru engu lík. Þegar Amy er spurð hvort hún finni mikinn mun á kryddunum sem hægt er að fá hér á landi og þeim sem hún fær á Indlandi segir hún að flest kryddin fáist hér á landi. Aftur á móti séu gæðin ekki alltaf hin sömu. „Maður veit ekki hvenær duftið hefur verið malað og pakkað. Hjarta kryddsins er innihald ilmkjarnaolíunnar sem er viðkvæmt, hita- og tímanæmt. Nýmalað krydd gefur matnum blæ- brigðaríkt bragð í meira mæli og er æskilegt þar sem það er til staðar. Annað mikilvægt ráð er að nota nýmalað krydd með maríneringu sem gerir bragðinu kleift að síast dýpra inn.“ Íslenska skyrið í uppáhaldi „Íslenskt hráefni er lífrænt og ferskt. Lamb og fiskur, eldað með indverskum kryddum, er ljúffengur matur. Ég held jafnan mikið upp á íslenskt skyr og íslenskar mjólk- urafurðir almennt og þær passa einstaklega vel í indverska matar- gerð. Ég er að prófa mig áfram með íslenskar uppskriftir og mun koma út með þær þegar nær dregur.“ Klæðnaður er líka stór hluti af menningu Indlands. „Sá klæðn- aður sem ég klæðist núna er Saree, hefðbundinn klæðnaður á Indlandi sem er notaður til að mynda á skrifstofum, heimilum og á trúar- og menningarhátíðum. Salwar kameez er annar vinsæll fatnaður. En Saree hentar bæði fyrir formlega hátíðarkvöld- verði sem og óformlega hittinga eða samkomur. Í fatnaðinum er handofið Uppada-silki, sem kemur frá fylki í suðvesturhluta Indlands sem heitir Andhra Pradesh. Efnið er létt og hefur silkimjúka áferð. Indversk föt eru alla jafna litrík og bera mikið af skreytingum.“ Götumatur á Indlandi Amy deilir hér með lesendum nokkrum ekta indverskum réttum sem hafa notið mikilla vinsælda í áranna rás. „Réttirnir eru týpískur götumatur frá norður- og vestur- hluta Indlands sem krefjast ekki mikils undirbúningstíma. Pav Bhaji-rétturinn var fundinn upp fyrir verkamenn í Mumbai sem einfaldur og fljótlegur hádegis- verður. Rétturinn samanstendur af tveimur bollum smurðum með smjöri, bornum fram með grænmetissósu. Hinn rétturinn er kartöfluklattar (aloo tikki) borinn fram með kjúklingabaunasósu (chole) og mintu-chutney.“ Aloo tikki-kartöfluklattar Fyrir 4 klatta 3 kartöflur (soðnar og rifnar) ½ bolli baunir (soðnar) 1 grænt chilli smátt saxað 1 tsk. engiferhvítlauksmauk ¼ tsk. túrmerikduft ½ tsk. cayenne-piparduft ½ tsk. kúmenduft 2 msk. kóríander, saxað 2 msk. minta, söxuð Salt eftir smekk 2 msk. maísmjöl Ólífuolía til steikingar Byrjið á því að sjóða og flysja kartöflurnar. Geymið þær í kæli í 30 mínútur. Rífið þær niður í stóra skál. Maukið soðnu baunirnar og bætið við kartöflurnar. Bætið engiferhvítlauksmauki og grænu chilli við kartöflurnar. Bætið öllum þurrefnunum við (túrmerik, kúmendufti, cayenne pipar, salti) og blandið vel saman. Bætið maísmjöli út í og blandið vel saman. Ef mixið er svolítið blautt þá má bæta við brauðsneið sem er bleytt í vatni og kreist í kartöfl- urnar. Bætið nú saxaðri mintu og kóríander út í. Blandið vel saman í mjúkt deig. Smyrjið höndina með olíu og mótið í tikkis (klatta). Grunnsteikið klattana í olíu eða að öðrum kosti djúpsteikið þar til þeir eru gullbrúnir. Snúið við og eldið. Njótið með mintu-chutney. Mintu-chutney 1 bolli saxað kóríander 1 bolli söxuð minta 2-3 grænt chili fræhreinsuð ½ laukur 2-3 hvítlauksrif Notið sítrónusafa, ef þið viljið vegan útgáfuna – 2-3 teskeiðar. Salt eftir smekk Byrjið á því að blanda þessu öllu vel saman og bætið við vatni eftir þörfum. Berið fram með aloo tikkis og pakodas. Channa Masala 2 dósir niðursoðnar kjúklinga- baunir 2 stk. laukur 3 stk. tómatar 1 tsk. engiferhvítlauksmauk ¼ tsk. túrmerikduft ½ tsk. cayenne-pipar ½ tsk. garam masala 1 tsk. kóríanderduft Salt eftir smekk Olía til steikingar Þerrið kjúklingabaunirnar í skál. Saxið laukinn og tómatana. Hitið 2 matskeiðar af olíu á pönnu og bætið engiferhvítlauksmaukinu út í það. Bætið söxuðum lauk út í og steikið þar til hann er gullinbrúnn. Bætið þá tómötunum út í og látið malla þar til tómatarnir eru soðnir. Bætið öllu þurrkryddi út í og steikið í um það bil 5 mínútur þar til kryddið er eldað. Bætið einni til tveimur matskeiðum af vatni út í og passið að kryddið brenni ekki. Bætið nú kjúklingabaunum út í og u.þ.b. 1 bolla af vatni. Saltið eftir smekk og látið sjóða í nokkrar mínútur. Skreytið með söxuðum kóríanderlaufum. Pav Bhaji 1 stk. laukur 3 stk. tómatar 1 tsk. engiferhvítlauksmauk ¼ bolli baunir ½ bolli paprika ½ gulrót smátt skorin og gufu- soðin (má sleppa) 2 stórar kartöflur 1 tsk. cayenne-pipar ½ tsk. garam masala 1 tsk. kóríanderduft Nokkrir dropar af sítrónusafa. Salt eftir smekk 2 msk. af söxuðu kóríanderlaufi Smjör og bollur til að bera fram með Sjóðið og flysjið kartöflurnar og maukið þær vel. Saxið laukinn og tómatana smátt. Hitið smjör á pönnu og bætið engiferhvítlauksmaukinu út í og steikið í nokkrar mínútur. Bætið fínsöxuðum lauknum út í og steikið þar til hann er gullinbrúnn. Bætið tómötunum út í og eldið þar til þeir eru mjúkir og vel soðnir. Bætið saxaðri papriku út í og steikið vel. Bætið nú öllu þurrkryddinu út í og eldið í nokkrar mínútur. Gætið þess að brenna ekki kryddið. Bætið nú soðnum baunum, soðnum gul- rótum og kartöflumúsinni út í og stappið vel. Bætið nú við hálfum bolla af vatni og salti eftir smekk. Maukið vel í 5 mínútur og bætið við 2 teskeiðum af sítrónusafa. Berið fram með söxuðu kóríander ofan á. Berið fram með smurðum bollum. Fyrir vegan útgáfuna, notið þá olíu í staðinn fyrir smjör. Hirsi Kheer – Millet Kheer 2 l mjólk ½ bolli hirsi 2 bollar af vatni 1 bolli púðursykur + ¼ bolli vatn Nokkrar kasjúhnetur og rúsínur til skrauts 1 tsk. smjör eða ósaltað smjör Klípa af kardimommudufti Þurrristið hirsi á pönnu í 5-7 mínútur. Þvoið hirsi og leggið í bleyti í 20 mínútur. Sjóðið tvo bolla af vatni og bætið við blautu hirsi út í sjóðandi vatnið. Lokið og eldið í 15 til 20 mínútur þar til það er tilbúið. Sjóðið vatn og bætið púðursykri út í það. Takið af eldavélinni þegar það er orðið heitt. Sjóðið mjólk í nokkrar mínútur og bætið síðan soðnu hirsi út í hana. Eldið í nokkrar mínútur og passið að brenna ekki hirsið. Þegar það þykknar aðeins skal slökkva á hellunni og kæla það aðeins. Bætið púðursykursírópinu út í og blandið vel saman. Sjóðið það í nokkrar mínútur. Steikið kasjúhnetur og rúsínur í teskeið af ósöltuðu smjöri eða smjöri og skreytið kheerinn. n Indverskur götumatur af bestu gerð Amy Ramye Shyam hefur mikla ástríðu fyrir matar- gerð og heldur gjarnan mat- reiðslunám- skeið þar sem hún indverska matargerð fyrir fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Pav Bhaji rétturinn var fundinn upp fyrir verkamenn í Mumbai sem einfaldur og fljótlegur hádegisverður. Rétturinn samanstendur af tveimur bollum smurð- um með smjöri, bornum fram með syndsamlega góðri grænmetissósu. Aloo tikki-kartöfluklattarnir eru syndsamlega góðir. Channa masala-rétturinn er einstak- lega góður. Mér finnst einstak- lega gaman að elda og prófa mig áfram með nýjar uppskriftir úr staðbundnu hráefni eða úr heimabyggðinni. 6 kynningarblað A L LT 10. september 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.