Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 82
Viðskiptagreind hugbúnaðar er áhrifamikið tól sem getur sparað mikinn tíma þegar unnið er með gögn með það markmið að efla og styrkja rekstur. „Viðskiptagreind vinnur gögn þannig að hægt sé að fá verðmæti úr þeim í formi vitneskju og tíma- sparnaðar. Stefna Origo er að bjóða upp á virðisskapandi viðskipta- greind í öllum sínum lausnum og hafa sérfræðingar okkar í við- skiptagreind meðal ananrs þróað tilbúna gagnapakka fyrir Kjarna,“ segir Kjartan Jóhannsson, sérfræð- ingur í viðskiptagreind hjá Origo. Tilbúin viðskiptagreind í gagnapakka „Með þverfaglegu samstarfi innan Origo höfum við lagt saman þekk- ingu okkar á gagnavísindum og á mannauðs- og launakerfum til að skapa verðmæti strax fyrir þinn rekstur,“ upplýsir Kjartan. Gagnapakkar Origo eru viðbót sem fer ofan á Kjarna. Teymið þeirra getur sett gagnapakka ofan á þitt kerfi á einum virkum degi og þið getið farið að rýna gögn daginn eftir, í f lestum tilvikum. „Viðskiptargreindarteymi Origo getur einnig smíðað fyrir þig tengingar inn í aðrar vefþjónustur eða kerfi og samþætt við gögnin þín úr Kjarna. Dæmi um þetta eru til dæmis tímaskráningarkerfi, ánægjukannanir eða fjárhagsupp- lýsingar. Gögnin eru svo gerð auð- lesanleg á mælaborði og í gagnvirku viðmóti eins og stöplum, skífum og skýrslum,“ útskýrir Kjartan. Dæmi um árangur „Starfsmannavelta er gott dæmi um gagnalíkan sem getur skilað rekstri verðmætum hratt. Þökk sé þekkingu og reynslu sér- fræðinga okkar í Kjarna getum við komið slíkri virkni í gang á mettíma. Þannig færðu verðmæti úr gögnum sem eru nú þegar til og getur skoðað starfsmannaveltu með gagnvirku viðmóti. Þegar uppsetningu er lokið getur þú séð starfsmannaveltu eftir deildum, stjórnendum, aldri, kyni, stað- setningu, menntun og tímabili,“ segir Kjartan, sem unnið hefur að viðskiptagreind í fimmtán ár. Hvað getur viðskiptagreind gert fyrir þig? „Viðskiptagreind er ekki bara betri skýrslur, heldur vinnan við að tengja saman gögn úr mismunandi kerfum með vefþjónustum, raða gögnunum í líkan og birta þau í viðmóti, þannig að verðmæti skapist fyrir stofnanir og fyrirtæki. Viðskiptagreind er líka hug- myndafræði sem, ef vel útfærð, gefur þínum rekstri samkeppnis- forskot,“ segir Kjartan. Eftir smá undirbúning getur við- skiptagreind fært þínum rekstri eftirfarandi verðmæti: n Örari greiningu með gagnvirku viðmóti, sem sparar tíma og vinnu. n Aukna framleiðni með aðgengi‑ legri gögnum. n Betri ákvarðanatöku sem er byggð á ferskum upplýsingum. n Betri upplifun fyrir viðskipta‑ vini. n Aukna ánægju starfsfólks, minni handavinnu í Excel. n Aukið traust á gögnum með reyndum gagnalíkönum. Verið velkomin í gagnaspjall Ef þú ert að nota Kjarna í dag þá ertu í færi að koma gögnunum þínum á næsta stig án þess að ráða sérfræðinga og leggja í mikinn kostnað. Láttu gagna- vísindafólk Origo um uppsetn- inguna og sparaðu mikla vinnu. Fyrsta skrefið í átt að nytsamlegri gögnum er að koma í gagnaspjall hjá Origo. n Um 30 fyrirtæki hérlendis nota Justly Pay í vegferð sinni að jafnlaunavottun. Hópurinn á bak við Justly Pay byggir á áratuga reynslu af þróun hugbúnaðar sem hjálpar fyrirtækjum við rekstur stjórnunarkerfa sem mæta þörfum og kröfum nútímans. Justly Pay kom út fyrir ári og hefur nú þegar hjálpað hátt í 30 fyrirtækjum á sinni jafnlauna- vottunarvegferð. „Við erum stolt af því að hjálpa fyrirtækjum að stytta leiðina að jafnlaunavottun svo um munar,“ segir Hildur Pálsdóttir, sérfræðingur í jafnlauna- og gæða- málum hjá Origo. Sá trausti grunnur sem Justly Pay byggir á er gæðastjórnunar- kerfið CCQ. Hópurinn á bak við CCQ byggir á áratuga reynslu af þróun hugbúnaðar sem hjálpar fyrirtækjum við rekstur stjórn- unarkerfa sem mæta þörfum og kröfum nútímans. Sú þekking segir okkur að verkfærakista gæða- stjórnunar geymi réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. „Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, for- stöðumaður gæða- og innkaupa- lausna hjá Origo. Fyrirtækin sem hafa leitað til Origo hafa stytt vegferð sína úr 12–18 mánuðum niður í allt að fjóra mánuði. „Það er árangur sem við erum gríðarlega stolt af því þessi vegferð þarf ekki að vera flók- in og löng. Með snjöllum tækni- lausnum eins og Justly Pay er ekki einungis hægt að spara tíma heldur er einnig hægt að koma í veg fyrir óþarfa útgjöld,“ segir Ísleifur Örn Guðmundsson, sölustjóri gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Við búum til skjölin fyrir þig „Við höfum skrifað skjölin í sam- ræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012 og aðlögum þau að þinni skipulagsheild með snjallri tæknilausn,“ segir Hildur. Þegar uppsetningarferli Justly Pay er lokið eru öll skjölin tilbúin. Einnig verður til vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlauna- kerfið og úttektaráætlun, sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Með jafnlaunavottun skuldbinda aðilar sig til þess að vinna og reka jafnlaunakerfið undir leiðarljósinu stöðugar umbætur. „Þessi skuld- binding þýðir að jafnlaunakerfið er, og á að vera, lifandi og á að taka breytingum til þess að endurspegla raunverulegan rekstur. Jafnlauna- kerfið á ekki að vera eitthvert skraut sem við setjum upp í hillu,“ bætir Hildur við. Jafnlaunaúttektir mikilvægar „Til þess að fá og viðhalda jafn- launavottun er undirstöðuatriði að sinna úttektum á jafnlauna- kerfinu,“ segir segir Maria Hed- man, vörueigandi CCQ hjá Origo. „Markmið og leiðarljós úttekta er að sanna að við vinnum eins og við segjum og uppfyllum þær kröfur sem eru skilgreindar í jafnlauna- kerfinu. Það hjálpar okkur að fá tilfinningu fyrir hvort skjalfest verklag sé auðlæsilegt fyrir starfs- fólk.“ Með Justly Pay er úttektar- áætlun útbúin, aðilar sem munu taka þátt í úttektunum eru valdir og með hverri úttekt fylgir listi af spurningum sem hægt er að nota til að framkvæma úttektirnar. „Úttektirnar eru svo fram- kvæmdar í úttektareiningu CCQ. Ef frábrigði kemur í ljós er það skráð, rótargreint og úrbætur framkvæmdar. Við lok hverrar úttektar er áætlun um endurtekn- ingu á sömu úttekt útbúin, þannig að úttektum sé áfram dreift yfir árið og ekki gleymist að skipu- leggja næsta hring af úttektum,“ bætir Maria við. „Þetta tryggir að jafnlaunakerfið sé í takt við vinnu- lagið okkar, kröfur uppfylltar og að við séum að vinna með leiðarljósið stöðugar umbætur í huga.“ Höldum boltunum á lofti Í jafnlaunastaðlinum er gerð krafa um að innri og ytri hagsmunaað- ilar hafi möguleika á því að senda inn ábendingar um jafnlauna- kerfið, telji þau að einhverjir van- kantar séu á jafnlaunakerfinu eða vinnulag brotið með einum eða öðrum hætti,“ segir Ísleifur Örn. „Þó reynslan sýni að ábendingar af þessu tagi séu almennt ekki mjög margar, er mikilvægt að vera til- búin þegar og ef þar að kemur. Bæði þarf að vera tilbúin að taka á móti ábendingunni en líka vera með verklag sem gengur úr skugga um að ábendingunni sé fylgt eftir og það lagað eða leiðrétt sem mögu- lega þarf. Með þessum þremur stoð- um Justly Pay, skjölum, úttektum og ábendingum, höldum við bolt- unum á lofti fyrir fyrirtækin svo þau geti sinnt sinni kjarnastarfsemi á sama tíma og þau taka skref í átt að réttlátara samfélagi með snjallri tæknilausn.“ n Justly Pay styttir leiðina að jafnlaunavottun Gæða‑ og inn‑ kaupalausna‑ teymi hjá Origo. Frá vinstri: Ísleifur Örn Guðmundsson, Kristín Hrefna Halldórsdóttir, Maria Hedman, Magnús Máni Hafþórsson, Þórdís Þórðar‑ dóttir og Hildur Björk Pálsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Viðskiptagreind Kjarna breytir leiknum Kjartan Jóhannsson, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Origo. 22 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.