Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 102
Breytingaskeiðið alræmda hefur áhrif á ansi marga fleti lífs kvenna þó mis- jafnt sé vissulega hversu mikið breytingarnar reyni á, andlega og líkamlega. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, segir svefntrufl- anir vera eitt helsta einkenni breytingaskeiðsins. bjork@frettabladid.is Erla segir almennt of lítið um rannsóknir um kynja- mun þegar kemur að svefn- vanda, það sé ekki einungis breytingaskeiðið sem hafi þar áhrif enda séu konur almennt 40 prósent líklegri en karlar til að þjást af svefnleysi. „Hormónakerfi kvenna er mun f lóknara og sveif lukenndara en hjá körlum og þessar sveiflur hafa margvísleg áhrif á líðan, svefn, úthald, matarlyst og f leira hjá konum. Þannig skiptir til dæmis mjög miklu máli að skoða hvar konur eru staddar í tíðahringnum hverju sinni. Það hentar ekki endilega konum að æfa eins allan mánuðinn, sofa alltaf jafn lengi og vera á sama mataræðinu.“ Á breytingaskeiðinu gengur líkami kvenna í gegnum miklar breytingar sem geta haft víðtæk áhrif á heilsu þeirra og líðan, en breytingar á framleiðslu hormón- anna estrógens og prógesteróns geta valdið ýmsum andlegum og líkamlegum breytingum. „Breytingaskeiðið tekur að meðaltali um 5-7 ár og f lestar konur byrja á milli 45-50 ára en þó er töluverður einstaklings- munur þarna á og konur geta byrjað að finna fyrir einkennum strax í kringum fertugt,“ útskýrir Erla. Svefntruflanir eitt helsta einkenni breytingaskeiðs Erla Björnsdóttir sálfræðingur og framkvæmda- stjóri Betri Svefns. Meirihlutinn með svefntruflanir „ Með minnkandi hor móna- f ra mleiðslu eg g ja stok k a nna verða konur varar við ýmsar breytingar og einkenni tíða- hvarfa, jafnvel áður en blæðingar hætta. Helstu einkenni breyt- ingaskeiðs hjá konum eru svefn- truflanir í einhverri mynd, hita- kóf og hjartsláttarköst að nóttu og degi til, þreyta og syfja á daginn og kvíða- og þunglyndis- einkenni ásamt spennu og streitu- einkennum. Svefntruflanir eru því eitt aðal- einkenni breytingaskeiðsins, en um 40 til 60 prósent kvenna á breytingaskeiðinu og eftir að því lýkur upplifa einhvers konar trufl- anir á svefni.“ Erla segir að skýringar á auknum svefntruflunum kvenna á breyt- ingaskeiði sé líklegast að finna í breytingum á hormónastarfsemi þeirra. „Þó að vissulega sé þörf á fleiri og betri rannsóknum til að staðfesta að hve miklu leyti hormónabreyt- ingar tengjast svefntruflunum með beinum hætti. Hormónið estrógen virðist til að mynda hafa bein áhrif á dægursveif luna, sem stjórnar svefni og vöku og gerir það að verkum að við sofum á næturnar og vökum á daginn. Á breytinga- skeiðinu verður töluverð röskun á þessu hormóni og magn þess í líkamanum minnkar, sem getur valdið töluverðum truf lunum á svefni.“ Aðspurð hvenær á þessu skeiði mikilla breytinga vandinn sé stærstur segir Erla töluverðar breytingar verða á svefnmynstri kvenna í upphafi breytingaskeiðs. „En rannsóknir hafa þó bent til þess að meiri líkur séu á að upplifa truflanir á svefni á seinni stigum breytingaskeiðsins heldur en í upphafi þess.“ Fimmtán prósent vakna Erla segir svefnvandamál í kring- um breytingaskeið lýsa sér helst í því að konur vakna oftar upp á næturnar. „Rannsókn á tíðni einkenna breytingaskeiðs meðal íslenskra kvenna sýndi til að mynda að 14,8 prósent fimmtugra kvenna á breytingaskeiðinu vöknuðu upp á hverri nóttu og rúmlega 15 prósent vöknuðu upp á nóttunni þrisvar til fimm sinnum í viku. Svefninn verður því mun slitróttari sem getur gert það að verkum að gæði hans skerðast. Einnig er algengt að konur finni fyrir töluverðri þreytu og syfju að degi til og margar lenda einnig í því að vakna of snemma á morgnana.“ Við vitum f lest að af leiðingar svefnleysis geta verið víðtækar og snert flesta fleti daglegs lífs og Erla gerir ekki lítið úr því. „Það eru bæði áhrif á hugræna færni, svo sem minni og einbeit- ingu, sem koma gjarnan fljótt í ljós ásamt þreytu, orkuleysi og verri tilfinningastjórnun. Langvarandi svefnleysi eykur svo hættu á and- legri vanlíðan, svo sem kvíða og þunglyndi, og getur einnig haft áhrif á líkamlega heilsu og til að mynda aukið hættu á of þyngd, háþrýstingi, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og fleira.“ Vandinn heldur áfram En ætli hætta sé á að konur þrói með sér krónískan svefnvanda sem fylgir eftir breytingaskeið? „Já, rannsóknir hafa sýnt að svefnvandamál einangrast ekki aðeins við breytingaskeiðið þar sem stórt hlutfall kvenna, eða um 31 til 42 prósent, þróar með sér krónískan svefnvanda eftir að breytingaskeiðinu lýkur. Þannig geta konur átt hættu á því að festast í vítahring langvar- andi svefnleysis þar sem andleg vanlíðan, streita og venjur eru þá oft farnar að stýra vandanum að mestu leyti. Þegar svo er komið, er mikilvægt að leita eftir aðstoð hjá fagfólki þar sem oftast er hægt að vinna bug á svefnleysi með aðferð- um hugrænnar atferlismeðferðar.“ Erla segir mikilvægt að taka svefnvanda alvarlega og bregðast við. „Svefninn er svo mikilvæg grunnstoð fyrir heilsu og vellíðan. Áhrif svefnvanda á lífsgæði eru gjarnan mikil og því hvet ég alla til að leita sér aðstoðar ef svefn- vandi er farinn að hafa hamlandi áhrif á daglegt líf og góðar svefn- venjur duga ekki til til að vinna bug á vandanum.“ Rútína mikilvæg En hvað er helst til ráða fyrir konur á breytingaskeiði sem farnar eru að upplifa verri svefngæði? „Það er ýmislegt sem konur geta gert til að bæta svefn sinn á þessu tímabili og til að koma í veg fyrir krónískan svefnvanda að því loknu. Mikilvægt er að huga vel að því að halda góðri svefnrútínu til að ýta undir það að auðvelt sé að sofna og að meiri líkur séu á að ná góðum svefngæðum og samfelld- um svefni. Þannig er mikilvægt að fara að sofa og á fætur á svipuðum tíma alla daga vikunnar. Einnig getur það haft jákvæð áhrif að huga vel að mataræðinu, stunda reglubundna hreyfingu og að reyna að minnka streitu í daglegu lífi eins mikið og hægt er. Áfengi, koffín og nikótín hafa slæm áhrif á svefn og mikilvægt er að takmarka eða sleppa neyslu þess eins og unnt er. Að stunda slökun eða hugleiðslu, núvitund daglega getur einnig haft jákvæð áhrif á streitukerfið og bætt svefngæði.“ n 38 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.