Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 45
Mannauðsstjórar innan smásölufélagsins Festi eru allir sammála um að sam- vinna í mannauðsmálum sé lykillinn að farsælli vegferð innan félagsins. „Við finnum að með samvinnu er falin mikil hagræðing milli rekstrareininga og að með henni sé ómetanlegur stuðningur aldrei langt undan,“ segir Valgerður María Friðriksdóttir, mannauðs- stjóri Festi. Hjá Festi starfa um tvö þúsund manns. Mannauðsteymið þarf því oft að halda mörgum boltum samtímis á lofti til að ýta úr vör hinum ýmsu verkefnum, svo sem fræðslu, ráðningum, viðhaldi vinnustaðamenningar og upplýs- ingagjöf til starfsfólks. Innan Festi starfa fimm mann- auðsstjórar þar sem hvert og eitt rekstrarfélag er með sinn mann- auðsstjóra: móðurfélagið Festi, N1, Krónan, ELKO og Bakkinn vöruhótel. „Við vinnum því náið saman að mannauðsmálum innan félagsins og finnum að Festi græðir mikið á samvinnunni og aðstoð milli rekstrarfélaga,“ segir Val- gerður. Öll græða á samvinnu Hlutverk mannauðsdeildar Festi er margþætt. „En þau felast einna helst í því að styðja við rekstrar- félög innan félagsins og veita virðisaukandi upplýsingagjöf, ráðgjöf og þjónustu til starfsfólks innan samstæðunnar. Mannauðs- deildin sér einnig um öll verkefni sem tengjast mannauðsmálum fyrir félögin, allt frá ráðningum til starfsloka, ásamt launavinnslu,“ segir Valgerður. Hún segir markmið mannauðs- stjóra Festi vera að bjóða framúr- skarandi og eftirsóttan vinnustað þar sem ýtt er undir starfsþróun og heillandi vinnumenningu. „Það væri ekki hægt án samvinnu allra félaga innan samstæðunnar og því hefur sameining mannauðsdeildar í eina heildstæða deild innan Festi meðal annars gert okkur kleift að vinna saman að því að uppfæra og sameina allar okkar stefnur, svo sem mannauðs-, jafnlauna- og jafnréttisstefnur, og að byggja upp rafræna fræðslu meðal starfsfólks okkar sem hefur reynst okkur afar vel.“ Allar upplýsingar í lófanum Mannauðsdeild Festi hefur á síðustu misserum lagt mikla vinnu í innleiðingu á fræðslu- og sam- skiptaappi félagsins sem ýtt var úr vör í byrjun þessa árs. „Appinu er einna helst ætlað að halda starfs- fólki rekstrarfélaganna upplýstu. Við veitum þar nauðsynlegar upp- lýsingar, auk þess að stuðla að og veita þjálfun og fræðslu á einum og sama vettvanginum. Stór ávinn- ingur er einnig stytting boðleiða þar sem hægt er að hafa beint samband við til dæmis verslunar- stjóra, vaktstjóra eða stöðvarstjóra í hverri verslun eða þjónustustöð fyrir sig, okkur mannauðsstjórana sem og annað samstarfsfólk,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mann- auðsstjóri Krónunnar. Snjallforritið er byggt á grunni danska fyrirtækisins Relesys sem sérhæfir sig í stafrænum fyrirtækjalausnum með áherslu á fræðslu og samskipti. „Festi var fyrsta fyrirtækið til að hefja notk- un á lausninni hér á landi,“ segir Erla María. Mörg íslensk fyrirtæki hafa sýnt kerfinu og reynslu Festi áhuga frá innleiðingu þess og það sé frábært að sjá áhugann meðal mannauðsfólks hér á landi. „Vinnan við þróun lausnarinnar hófst innan Festi árið 2020 þar sem hugmyndin var að koma upp fræðslukerfi fyrir starfsfólk samsteypunnar. Hugmyndin þróaðist þó fljótt yfir í sameigin- legt fræðslu- og samskiptakerfi þar sem starfsfólk getur nálgast allar helstu upplýsingar sem snúa að starfinu á einum og sama staðnum og átt í samskiptum við samstarfs- fólk, hvar og hvenær sem er,“ segir hún. Mjög góðar viðtökur „Nánast allt starfsfólk Krónunnar hefur sótt sér appið, sem telur um þúsund manns og teljast 80% nú virkir notendur. Við erum í skýj- unum með viðtökurnar og þennan góða árangur.“ Erla María bætir við að inn- leiðing lausnarinnar innan Festi hafi verið afar lærdómsríkur tími þar sem mannauðsstjórarnir hafi unnið náið saman að þróun kerfis- ins innan sinna rekstrareininga. „Við höfum einnig farið saman á vinnustofur í Kaupmannahöfn, þar sem Relesys er með bæki- stöðvar sínar, og höfum þar fengið reynslusögur frá öðrum erlendum fyrirtækjum sem hafa innleitt þessa lausn innan sinna herbúða. Það hafa verið afar lærdómsríkar og mikilvægar ferðir sem hafa gert teyminu mikið gagn,“ segir Erla María. Björg Ársælsdóttir, mannauðs- stjóri N1, tekur undir með Erlu. „Við getum nýtt okkur tæknina mun betur þegar kemur að mann- auðsmálum, þá sérstaklega hvað varðar fræðslu og samskipti,“ segir hún. „Það er gríðarlega mikilvægt að geta miðlað upplýsingum til starfsfólks okkar á handhægan og auðveldan hátt og þar mun appið skipta sköpum. Eins og staðan er í dag er appið á íslensku og ensku og stefnum við að því að pólska og víetnamska verði einnig í boði sem tungumál.“ Hún bendir á að öll nýliðaþjálf- un muni fara fram í appinu í formi myndbanda. „Kosturinn við þá boðleið er einna helst sá að auðvelt er að bæta við myndböndum og annarri fræðslu þegar þörf er á, til dæmis þegar innleiða á nýjar þjón- ustulausnir innan starfsstöðvar. Í appinu getur nýr starfskraftur einnig aflað sér allra nauðsynlegra upplýsinga sem starfinu tengist.“ Nefnir hún til að mynda upp- lýsingar um velferðarpakka Festi, tækifæri til starfsþróunar og fríðindi í starfi. „Við hlökkum til að þróa þennan vettvang á komandi misserum með dyggri aðstoð mannauðsins okkar sem hefur tekið virkilega vel í lausnina og hjálpað okkur að móta hana að okkar þörfum,“ bætir Björg við. Velferðarpakkinn vinsæll Festi leggur veigamikla áherslu á velferð og vellíðan starfsfólks síns, hvetur til heilbrigðs lífernis og stuðlar að jöfnum tækifærum. Björn Másson, mannauðsstjóri ELKO, segir markmið félagsins að starfsfólkinu líði vel, bæði í starfi og utan þess. „Við ýttum því til stuðnings velferðarpakka Festi úr vör í fyrra,“ segir hann. „Velferðarpakkanum er ætlað að stuðla að bættri andlegri og líkam- legri heilsu og getur allt starfsfólk innan félagsins nýtt sér pakkann. Skiptir þar engu hvort um sé að ræða starfskraft í hlutastarfi eða fullu starfi.“ Innihald velferðarpakkans er margþætt og standa starfsfólki til boða hinir ýmsu styrkir, aðstoð og velferðarþjónusta, svo sem íþróttastyrkir, sálfræðiaðstoð, ráð- gjöf sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa eða næringarfræðings. „En einnig markþjálfun og ráðgjöf sem snýr að hjónabandi, uppeldi, fjölskyldu eða einelti,“ segir Björn. Hlynur Þór Þorleifsson, mann- auðsstjóri Bakkans vöruhótels, telur að góður stuðningur og hvatning innan vinnustaðar sé lykilatriði þegar kemur að vellíðan og velferð mannauðs. „Öll sem starfa innan samstæðunnar eru í hvívetna hvött til að nýta sér vel- ferðarpakkann þar sem þörf er á,“ segir hann. „Starfsfólk innan félagsins hefur einna helst sóst í þjónustu sem snýr að bættri andlegri heilsu en einnig er íþróttastyrkurinn vel nýttur sem er ánægjuefni. Mark- vissar lýðheilsustefnur innan fyrirtækja eru farnar að skipta miklu máli þegar á að laða að sér gott starfsfólk og leitar fólk oft frekar í störf innan fyrirtækja sem huga að slíkum málum,“ segir Hlynur. n Ramma mannauðsmálin inn með sterkri umgjörð Við vinnum því náið saman að mannauðsmálum innan félagsins og finnum að Festi græðir mikið á samvinnunni og aðstoð milli rekstrarfélaga. Valgerður María Friðriksdóttir Það er gríðarlega mikilvægt að geta miðlað upplýsingum til starfsfólks okkar á handhægan og auð- veldan hátt og þar mun appið skipta sköpum. Björg Ársælsdóttir Mannauðsstjórar Festi eru f.v. þau Erla María Sigurðardóttir (Krónan), Hlynur Þór Þorleifsson (Bakkinn), Björg Ársælsdóttir (N1), Björn Másson (ELKO) og Valgerður María Friðriksdóttir (Festi). mynd/ÍRIS dÖGG KRISTJÁnS. kynningarblað 9LAUGARDAGUR 1. október 2022 MannauðuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.