Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 48
Ægir Már Þórisson hefur gegnt starfi forstjóra Adv- ania á Íslandi frá árinu 2015 en árin tvö þar á undan var hann framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá fyrirtækinu og þar áður forstöðumaður mannauðs- sviðs Skýrr. Áður en Ægir hóf störf hjá Skýrr/ Advania var hann mannauðs- og framkvæmdastjóri hjá Capacent ásamt því að sinna ráðgjöf á sviði mannauðsmála. Spurður, þar sem hann hefur bakgrunn sem mannauðsstjóri, hvernig honum finnist það hafa nýst honum í starfi forstjóra segir Ægir: „Að hafa verið mannauðs- stjóri nýttist mér á alla mögulega máta. Ég þekkti starfsemina og starfsfólkið gríðarlega vel og ólíkt mörgum sem koma úr öðrum áttum er enginn sem þekkir starfsfólkið eins vel og mannauðs- stjórinn. Það hefur gagnast mér alveg gríðarlega vel. Að öðru leyti held ég að maður átti sig á mögu- leikum og takmörkum hinna og þessara hugmynda sem koma upp. Helsta hindrun allra góðra verka er yfirleitt fólgin í fólkinu sem þarf að vinna að hugmyndunum en það að hafa góðan skilning og þekkingu á þeim þætti hjálpar manni mjög mikið,“ segir Ægir Már. Heldur þú að mannauðsstjórar sem verða forstjórar hugsi öðruvísi en hefðbundnir forstjórar? „Kannski var það þannig en ég held að forstjórar í dag verði að vera með þann eiginleika að hugsa hlutina út frá fólkinu sínu. Krafan í nútíma rekstri er svo rosalega sterk í þá áttina. Krafan sem er gerð á forstjóra nú til dags er að vera í mjög góðum tengslum við sitt fólk og hafa í raun og veru getuna til þess að stíga inn í erfið og viðkvæm starfsmannamál. Með tímanum hefur þetta færst inn í kröfurnar sem við gerum til æðstu stjórnenda,“ segir Ægir, sem hefur starfað hjá Advania frá árinu 2011. Þarf að vera í rekstri Hverjir myndir þú halda að væru kostirnir og áskoranirnar við að hafa verið í mannauðsmálum? „Eðli málsins samkvæmt ertu með innri fókus í mannauðs- málum og áskorunin er að horfa út á við. Það er ótrúlega mikil- vægt að mannauðsstjórar hugsi hlutverk sitt út frá þeim rekstri sem fyrirtækið sem þeir starfa hjá er í. Mannauðsstjóri þarf að vera að velta fyrir sér hvernig hann getur bætt rekstur fyrirtækisins í gegnum mannauðsmálin og þarf í raun og veru að hugsa alla sína nálgun út frá rekstri en ekki eingöngu út frá starfsánægju eða einhverju slíku. Eitt leiðir af öðru. Þegar þú býrð til góðan vinnustað með fullt af ánægðu starfsfólki þá muntu skila árangri en þú verður að horfa á rekstrarþáttinn. Mér finnst líka rosalega mikil- vægt að mannauðsstjórar skilji mjög vel það viðskiptamódel sem unnið er eftir. Þeir ættu stöðugt að vera að velta fyrir sér hvernig þeir geti bætt heildarárangur félagsins og þá þurfa þeir að skilja kjarnastarfsemina jafn vel og aðrir stjórnendur,“ segir Ægir. Eru í lykilhlutverki Heimsfaraldurinn setti stórt strik í reikninginn hjá fyrirtækjum og spurður að því hvort hann hafi ekki haft áhrif á hlutverk mann- auðsstjóra og hvaða áhrif það hafi til framtíðar segir Ægir Már: „Heimsfaraldurinn var mjög mikil áskorun fyrir alla vinnu- staði. Það reyndi mjög mikið á mannauðsstjóra. Í fyrsta lagi að finna út úr því hvernig væri hægt að halda áfram reglulegri starfsemi og svo að halda uppi menningu og stemningu sem er nauðsynleg til að hlutirnir virki. Hlutverk mannauðsstjóra á Covid-tímanum var gríðar- lega mikilvægt. Ég held að það hafi aldrei fyrr skapast viðlíka aðstæður í rekstrarumhverfi fyrirtækja þar sem reynt hefur jafn mikið á mannauðsstjóra. Þau félög sem voru með veika mann- auðsstjórnun lentu í mun meira basli við að komast í gegnum þetta heldur en þau sem höfðu byggt upp sterka sýn í mannauðs- málum,“ segir Ægir. n Enginn þekkir starfsfólkið betur en mannauðsstjórinn Ægir Már Þóris- son, forstjóri Advania á Ís- landi, þekkir vel til mannauðs- mála. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGRYGGUR ARI Að hafa verið mannauðsstjóri nýttist mér á alla mögu- lega máta. Ég þekkti starf semina og starfs- fólkið gríðarlega vel. Iðan er fræðslusetur í iðnaði og sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkja- greinum, málm- og vél- tæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og mat- væla- og veitingagreinum. Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun enda er það þýðingarmikið hlutverk að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur. „Félagsmaðurinn er í for- grunni hjá Iðunni. Það hefur enda sjaldan verið eins mikilvægt að eiga greiðan aðgang að öflugri og vandaðri símenntun. Þannig geta einstaklingar mótað starfs- þróun sína í takt við eigin áhuga og kröfur atvinnulífsins. Á þennan hátt verður þekking þeirra verð- mætari fyrir þá sjálfa, fyrirtækin í landinu og samfélagið í heild,“ segir Sigurður Fjalar Jónsson, markaðs- stjóri Iðunnar fræðsluseturs. Í Iðunni starfa enn fremur fimm náms- og starfsráðsgjafar og hafa þar umsjón með raunfærnimati, áhugasviðskönnunum og fræðslu- könnunum ásamt því að veita margvíslega ráðgjöf. „Auk staðbundinna, blandaðra og stafrænna námskeiða heldur Iðan úti mynd- og hljóðvarpi undir heitinu Augnablik í iðnaði, idan.is/ augnablik-i-idnadi/. Það er meðal annars hagnýtur vettvangur fyrir mannauðs- og fræðslumál. Það er líka margvíslegur fróðleikur öllum aðgengilegur á YouTube-rás Iðunnar, youtube.com/idanfra- edslusetur. Ertu ekki örugglega áskrifandi?“ spyr Sigurður Fjalar lesendur. „Á síðasta mannauðsdegi not- uðum við tækifærið og kynntum til sögunnar þáttaröð um mann- auðsmál í umsjón Írisar Sigtryggs- dóttur, stjórnanda og teymisþjálfa hjá Eldar Coaching. Þetta árið nýtum við daginn til að opinbera nýja röð myndskeiða um fræðslu- mál og nýtt vefrit Iðunnar um fræðslu- og mannauðsmál. Fyrstu tvö myndskeiðin í þáttaröðinni eru nú þegar opin á vef Iðunnar og YouTube-rás, en stjórnandi þeirra er Gerður Pétursdóttir, fræðslu- stjóri Isavia. Vefritið á sér langan aðdraganda en áskrift að því er góð leið til að fylgjast með öllu því sem Iðan býður upp á í mannauðs- og fræðslumálum,“ upplýsir Sigurður Fjalar. n Opnið vefinn á slóðinni idan.is/ vefrit og skráið ykkur fyrir áskrift. Það kostar ekkert. Mannauðs- og fræðslumál hjá Iðunni Sigurður Fjalar Jónsson, markaðsstjóri Iðunnar fræðsluseturs, segir félags- menn ávallt í forgrunni og með greiðan aðgang að símenntun. MYND/AÐSEND 12 kynningarblað 1. október 2022 LAUGARDAGURMannauður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.