Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 120

Fréttablaðið - 01.10.2022, Blaðsíða 120
Sundlaugamenningu Íslend- inga eru gerð skil í nýrri heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar, sem forsýnd verður í Sundhöll Reykja- víkur um helgina. arnartomas@frettabladid.is Sundlaugasögur, heimildarmynd Jón Karls Helgasonar um íslenskar sundlaugar, verður forsýnd á morg- un. Það er varla hægt að finna betri vettvang fyrir viðburðinn en Sund- höllina í Reykjavík, þar sem gestir fá að njóta myndarinnar ofan í lauginni. „Þetta er ansi einstakur atburður – ég held að hvergi í heiminum hafi heimildarmynd um sundlaugar verið sýnd í sundlaug,“ segir Jón Karl spenntur. „Mig langaði að prófa það sjálfur að vera í röndótta bolnum mínum og sitja þar á meðal f leiri gesta og upplifa myndina mína ofan í lauginni.“ Forsaga myndarinnar hófst fyrir tíu árum síðan þegar Jón Karl frum- sýndi heimildarmyndina Sundið, þar sem tekin var fyrir barátta nokkurra Íslendinga við að synda yfir Ermarsundið. Þar mátti líka finna sögulegan fróðleik um sund- kunnáttu Íslendinga frá fornu fari. „Þá byrjaði áhugi minn á að fjalla um þennan kúltúr okkar í sund- laugum á Íslandi,“ segir Jón Karl. „Í þessari mynd held ég áfram að sviðsetja sundkennslu á síðustu öld, svo þetta er óbeint framhald hvað það varðar. En svo heimsótti ég yfir hundrað sundlaugar til að finna fólk sem hefur sögur af því hvernig það upplifði sundkennslu á unga aldri.“ Breiður aldurshópur Í myndinni koma fyrir tuttugu og fimm sundlaugar, hver með sinn undirkúltúr. „Ætli meðalaldurinn í myndinni sé ekki svona um níutíu ár,“ segir Jón Karl og hlær. „Þegar persónuverndar- lögin urðu að lögum þá var mjög erf- itt, hér um bil vonlaust, að mynda í sundlaugum landsins. Þannig að þessi mynd verður trúlega síðasta heimildarmyndin sem er tekin upp í sundlaugum landsins við eðlilegar aðstæður.“ Þrátt fyrir háan meðalaldur má þó finna fulltrúa yngri kynslóða. „Yngsti þátttakandinn í myndinni er tíu mánaða. Við sjáum móður hans keyra hundrað kílómetra frá Í þessari mynd held ég áfram að sviðsetja sundkennslu á síðustu öld, svo þetta er óbeint framhald hvað það varðar. Bretarnir fara á krána en við förum í sund Jón Karl mundar vélina við hliðina á „Drangeyjarjarlinum“, Jóni Eiríkssyni. MYNDIR/AÐSENDAR Sundgarpurinn Stefán Þorleifsson á Neskaupsstað. Sundhópur í Kópavoginum. Egilsstöðum til Fáskrúðsfjarðar til að fara með hann í ungbarnasund,“ segir Jón Karl. „Íslendingar eru aldir upp í sundi frá unga aldri, sem þekk- ist ekki í öllum nágrannalöndunum okkar. Sundkennsla er ekki hluti af menntakerfinu á Norðurlöndum, Bretlandseyjum og víðar. Þar þurfa foreldrar að finna sundkennara.“ Okkar samkomustaður Að mati Jóns Karls er íslenska sund- menningin einstök á heimsvísu. „Íslendingar nýta sundlaugarnar bæði sem heilsulind og líka til þess að hitta annað fólk,“ útskýrir hann. „Frakkarnir fara á torgin sín til að fá sér rauðvín, Bretarnir fara á krána, Finnarnir í sánu, en við förum í sund.“ Jón Karl bendir á hvað fullorðnu fólki finnist gott að komast í sund til að hitta annað fólk, því að margir búi einir. „Ég hitti konu sem er níræð og syndir 300 metra á hverjum morgni og hittir vini sína í leiðinni. Svo eru líka hópar sem koma og stunda alls konar leikfimi en líka til að hitt- ast. Sundlaugarnar eru okkar sam- komustaður.“ Fegurð lauganna „Það er auðvitað Vesturbæjar- laugin,“ svarar Jón Karl, aðspurður um hver sín uppáhaldslaug sé. „Þar fæddist ég óbeint. Ég var sex ára þegar hún var reist 1961 og hún var leikvöllurinn minn. Ég fór með pabba í sund fyrstu tuttugu árin, ég segi ekki á hverjum degi, en ansi oft í viku.“ Að lokum hvetur Jón Karl fólk til að sjá myndina vegna fegurðar- innar sem þar er að finna, ef ekki fróðleiksins. „Það er ekkert fallegra en að sjá, sérstaklega á veturna, sundlaugar innan um snævi þakið land og fólk- ið í laugunum að slaka á eins og það sé á suðrænni strönd.“ Þá hvetur Jón Karl fólk að sjá myndina í Bíó Paradís á stóru tjaldi. Almennar sýningar hefjast frá og með 5. október næstkomandi. n Einsöngvarar: Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran Ari Jóhann Sigurðsson tenór Píanóleikari: Peter Máté Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Miðasala á Tix.is og við inngang. Tónleikaröð Karlakórs Reykjavíkur 2022 Háteigskirkja Þri. 4. október kl. 20.00 Mið. 5. október kl. 20.00 Fim. 6. október kl. 20.00 Lau. 8. október kl. 15.00 56 Lífið 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.